Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 10

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 10
Fjölskyldumól — Guðfinna Eydal Allir sem hafa umgengist bprn vita að þau hugsa öðruvisi en fullorðnir. Flestir vita líka að oft þýðir litið að tala við börn eins og fullorðna þar sem þau skilja það sem sagt er á allt annan hátt en fullorðnir. Einnig vita allir sem eitthvað þekkja til barna að það er mikill munur á því hvernig 3-4 ára börn skilja hlutina og hvernig 7-8 ára börn skilja þá. 1 hverju liggur þessi munur? Einstaklingurinn og umhverf- ið Hugsun mannsins breytist mikið og þróast ört i uppvextinum. Ef fullorðnir vissu meira um hvemig börn hugsa j>ætu þeir oft skilið þau betur og það gæti minnkað þá árekstra sem iðulega eru á milli barna og fullorðinna. Hugsun mannsins og þróun hennar hefur mikið verið rannsökuð. Menn hafa að sjálfsögðu gert sér grein fyrir að börn hu'gsuðu. En hvernig þau hugsuðu vissu menn lengi vel lítið um. Sviss- lendingurinn Jean Piaget hefur lengi verið heimsfrægur fyrir rannsóknir sinar á þróun greindar og hugsunar. Hann hefur lengi vel verið einn helsti þroska- sálfræðingur heims. Hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir skoðununt Piaget á þróun hugsunar. Ein mikilvægasta skoðun Piaget er sú að öll raunveruleg hugsun þróist vegna reynslu einstaklingsins af umheiminum. Piaget segir að öll hugsun þróist vegna athafna barnsins og vegna þess að barnið kynnist umheiminum með eigin virkni. Þegar lítil börn vilja rífa og tæta alla hluti, stinga öllu upp I sig, þreifa og þukla á öllu og kynnast öllum hlutum af eigin reynslu eru þau að byrja að leggja grundvöll að rökrænni hugsun fullorðins manns. Hugsun má lýsa sem hæfni einstaklingsins til að skilja og gera sér mynd af raunveruleikanum innra með sér. Hún þróast ekki sjálfkrafa heldur byggist smám saman upp vegna þess að einstaklingurinn fæst við umhverfið. Það stendur þróun hugsunar fyrir þrifum ef börn fá ekki tækifæri til að reyna sig við hlutina og ef þau hafa t.d. ekki næg tök á því að leika sér með ýmiss konar leikföng. Þar sem bein reynsla skiptir miklu máli myndi Piaget t.d. segja að barn sem aldrei hefði fengið að leika sér með leikföng i vatni ætti erfiðara með að skilja lögmál Arkimedesar seinna meir en þau börn sem hefðu leikið sér að hlutum i vatni. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna en aðal- atriðið er að bein reynsla þróar hugsun. Hugsunin þróast i ákveðnum stigum eða ákveðinni röð og barnið verður að HVERNIG ÞRÓAST HUGSUNIN2 fara i gegnum stigin i ákveðinni röð. Það er því ekki hægt að flýta fyrir þróuninni með því að hlaupa yfir stig. Maðurinn leitar eftir jafnvægi við umhverfið Maðurinn reynir stöðugt að breyta framferði sínu þannig að það sé I jafn- vægi við umhverfið. Lítið barn hefur meðfædda sogþörf. í byrjun reynir það að aðlaga alla hluti að sogþörfinni. Það sýgur t.d. fingur, lak og brjóst. Barnið reynir að aðlaga hlutina að sjálfu sér. Á fræðimáli kallast þessi hegðun assimilasjón. En barnið sýgur lak öðruvísi en brjóst. Það reynir þá að aðlaga hegðun sina að breyttum aðstæðum. Á fræðimáli kallast sú hegðun akkomodasjón. Maðurinn breytir hegðun sinni allt lifið í samræmi við aðstæður. Þegar hann mætir nýjum aðstæðum prófar hann hvort þekkt (gömul) hegðun dugar honum. Ef hún gerir það ekki brevtir hann hegðun sinni I samræmi við nýjar kröfur. Þetta er t.d. sérstaklega áberandi þegar fólk kemur i algjörlega nýtt umhverfi. Börn fæðast með löngun til að skynja og skilja umhverfi sitt og hafa áhrif á umhverfið. Hugsunin hjálpar manninum til að skilja, sjá hluti fyrir og vinna úr raunveruleikanum. Ungbarn notar nær allan þann tima sem það er vakandi til þess að rannsaka umhverfi sitt. Rannsókn á umhverfinu verður sífellt flóknari og flóknari og hún stuðlar að þvi að barnið þrói hugsun sina og geti að lokum hugsað eins og fullorðinn maður. Þróun hugsunar Grundvöllur að rökhugsun mannsins er lagður I frumbernsku. Hugsunina má rekja til fyrstu hreyfinga barnsins og samhæfingar skynjunar og hreyfinga. Frá um það bil tveggja ára aldri til sjö ára aldurs er eitt helsta einkenni hugsunar að barnið hugsar sjálflægt eða er sjálfmiðað eins og oft er sagt. Það Þróun hugsunar Piaget álítur að hugsun barnsins þróist I gegnum 4 stig. ALDUR STIG HELSTU EINKENNI 0-2 Skynhreyfistig: Barnið notar skynfæri sín og hreyfir sig. Samhæfir skynjun og hreyfingu. Barnið byggir þannig upp frumstæðan skilning á tima, rúmi og orsök og afleiðingu og varanleika hluta. Hegðun barnsins verður æ markvissari. 2-7 Foraðgerðarstig: Bamið getur ekki hugsað „inni i" sér en bara um það sem það getur séð. Barnið getur ekki hugsað rökrétt og miðar alla hluti við sjálft sig. Það getur ekki sett sig I spor annarra. 7-12 Hlutbundnar aðgerðir: Barnið getur ekki hugsað huglægt og er enn háð þvi að hafa hluti áþreifanlega til staðar til að geta hugsað um þá. Það hefur skilning á flokkun hluta, t.d. api = spendýr = hryggdýr. lo Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.