Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 46
Framhaldssaga ókeypis ® skoðun 36 atriði yf irfarin Við bendum eigendum Skoda- bifreiða á hagkvæmni þess að láta yfirfara bifreiðar sínar fyrir aðal- skoðun nú þegar, þar sem oft reynist vandkvæðum bundið að fá inni á verkstæðum þegar sumar- leyfi hefjast. AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVCX5I - SÍMI 42600 JÖFUR HF. Þeim haföi verið sérlega boöið. Nema Júlíu, sem var vinkona heimasætunnar. Bettý, heimasætan, segir, að hún muni eftir, að Júlía hafi kvatt. Hún sagðist vera að fara að sofa eitthvað áður en hún færi út með Michael Benson.” „Ágætt, varðstjóri. Við fáum hjá þeim formlegar skýrslur seinna. Og fáðu lista yfir alla. sem voru á staðnum. Og ég meina alla." „Ég hef þegar beðið um að það verði gert, herra.” Hún var hrein mey. Og hún var nauðsynleg fórn til myrkravaldanna. Útdráttur úr frekari skýrslu Michaels George Bensons, gerðri sídar sama morgun: „Þegar lögreglan fór frá Briar’s Mede, var ég einn eftir í húsinu ásamt frú Jordan. Eða það hélt ég að minnsta kosti. Hún drakk tvær sterkar viskíblöndur og byrjaði á einhverri tilfinningavellu um Júliu. Júlia hefur oft sagt mér að hún haldi að Anne Jordan sé ekki móðir sin og að hún hafi aldrei kynnst föður sínum, Gray Jordan. . . Okkur Júlíu langar að gifta okkur, og ég var í talsverðu uppnámi vegna hvarfs hennar. Ég spurði Anne Jordan hreint út, hvort hún væri móðir Júlíu. Hún hélt því ákveðið fram að það væri hún og að Gray Jordan væri faðir hennar, en hann hefði yfirgefið þær, þegar Júlía var smábarn Hún drakk meira viskí. varð æst og árásargjörn og spurði mig frekjulega. hvað ég meinti með þvi að vera að spyrja hana svona i þaula. Þegar ég nefndi hjónaband hóf hún að æpa á mig og sagði, að hjónaband kæmi ekki til mála. Ég reiddist. Ég greip um axlir hennar og hristi hana og heimtaði að vita ástæðuna. En hún vildi ekki segja mér neitt. Þá kom hann. . . Ég heyrði rödd hans fyrir aftan mig. Hann sagði: „Vinsamlegast látið konuna mína í friði. herra Benson." Hann stóð í dyra- gættinni. Hann var hávaxinn. magur. næstum tærður. Hann var i svörtum jakkafötum og minnti á lík. Annað munnvikið var undið. þannig að eins konar bros var límt á andlitið. Anne Jordan bar strax kennsl á hann. Hún sagði: „Gray —” Hún virtist skelfingu lostin. Þá sagði hann: „Lögreglan — ” og leit beint á mig i fyrsta skiptið. Augu hans voru næstum svört. Hann krafðist þess að fá að vita um lögregluna, og ég sagði honum. hvers vegna hún hafði verið þarna og að hún væri nú að leita að Júlíu. Ég spurði hann, hvar hún væri og hvað hann hefði gert henni. Ég veit ekki. hvort ég hélt. að hann bæri ábyrgð á þessu eða ekki. en hann var svo viðurstyggilegur. svo illur. að það virtist hreint ekki óhugsandi. Hann svaraði ekki. Hann stóð þarna bara með þetta ógeðslega skakka bros fast á andliti. sem var ekki mikið meira en hauskúpan eintóm. Ég sagði: „Þegar ég segi lögreglunni—” og fann strax fyrir kraftinum á bak við augun. Það var eins 46 Vikan ZO. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.