Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 19
I Hús Samvinnuskólans á Bifröst. Færri komast að en vilja: SKÓLI ALLAN SÓLARHRINGINN með miklu námi í féiagsmálum og það er það sem er sérstakt. Hér er einn kénnari sem gerir ekkert annað en að stússá í félagsmálum með nemendum. Hann þekkir hvern nemanda og á að sjá um það m.a. að nemendur þori að standa upp og þori að tjá sig og taki þátt í félagslífinu." Nú þekkir maöur dæmi þess að menn sem eru verulega inn i sig, eins og sagt er, komi út úr þessum skóla með mun meira sjálfstraust og tjái sig. Hvað gerist hér? „Það sem gerist er að fólk þarf til dæmis að flytja hér ræðu kannski tvisvar i viku allan veturinn. Þetta og að ganga i gegnum allt félagslífið. sem er fjölþætt, veitir fólki sjálfstraust og það er stundum sagt um Samvinnuskóla- menn að þeir gangi kannski sperrtari heldur en góðu hófi gegnir og það kemur í Ijós, og er kannski ástæðan fyrir þessum sperrileggshætti. að þessir menn ganga i alveg ótrulega mörg störf. Ætli það séu t.d. ekki um 13% allra þing- manna úr Samvinnuskólanum og fyrir fáum árum voru flestir bæjarstjórar á landinu úr Samvinnuskólanum." F.r skólinn uppeldisstöð fyrir samvinnuhreyfinguna og Framsóknar- flokkinn? (Hlátur) „Fyrir jsamvinnuhreyfing- una — tvímælalaust. Til þess rekur hún Samvinnuskólinn að Bifröst er einn þeirra skóla hérlendis þar sem færri nemendur komast að en vilja. Skólinn er viðskipta- og félagsmálaskóii í eigu samvinnuhreyfingar- innar og er elsti skóli sinnar tegundar í heiminum, hvorki meira né minna. Hann var stofnaður haustið 1918 og starf- ræktur í Reykjavík fram til ársins 1955, en þá var hann fluttur að Bifröst 1 Borgarfirði. Haukur Ingibargsson skólastjóri Samvinnuskólans. skólann, til þess að gera fólk vinveitt sér og til þess að kynna þessa stefnu. Hún nýtur góðs af þessu fólki og það af henni — þetta er gagnkvæmt. En ekki fyrir Framsóknarflokkinn. Það hefur að vísu alltaf verið stimpill. Bifröst — staðurinn er ákveðin miðstöð fyrir samvinnufólk, bæði Sambandsstarfs- menn úr Reykjavík og starfsfólk kaupfél- aganna um land allt. Hér blandast allir þessir aðilar saman." Nemendur hér eru á mjög mismunandi aldri. Hvernig gengur að samræma það? „Þeir eru frá 16 upp í 39 ára. Að vísu er það einstakt tilfelli. að hér sé svo gamalt fólk. en meðalaldurinn er 19 ár. Oft er maður hræddur um að þetta skapi einhver vandamál en þegar frá líður verður Iretta einn massi og maður verður ekki var við neitt kynslóðabil, þótt sumir séu kannski tuttugu og fimm ára og sumir sextán. Það er styrkur skólans hvað fólk kemur hingað með ólíkan bakgrunn. Við erum hér með fólk sem hefur verið úti á vinnumarkaðinum í mörg ár og fólk sem kemur beint úr öðrum skólum. Hér er fólk sem hefur kannski unnið erlendis og svo fólk sem kemur beint úr grunnskólunum, þar sem eiginlega er hætt að kenna fólki nokkuð af viti. Mesta vandamálið er að fóik sem kemur úr grunnskólunum er að verða i æ minna mæli læst og skrifandi." Er þetta dýr skóli? „Hann er afskaplega ódýr miðað við þá starfsemi sem hér fer fram. Allir þurfa nú að éta, hvort sem þeir eru hér eða annars staðar. Mötuneyti og þjónusta öll kostar um 700 þúsund krónur og síðan eru skólagjöld og pappírsgjöld og ýmis kostnaður. í heild eru þetta um 850 þús. krónur og ég held að það sé ekki mikið. Eins er að líta á það að skólanum er sagt upp 1. maí og settur aftur um 25. sept. Fólk fær því einum mánuði lengra fri til vinnu og auk þess langt jólafri. Þegar allt kemur til alls held ég að fólk geti sloppið betur fjárhagslega út úr jressum skóla heldur en mörgum öðrum.” Hér eru aðeins um 80 nemcndur. Attu von á þvi að skólinn stækki? „Við höfum trúlega alla aðstöðu til þess og kannski kemur til þess, en hins vegar vil ég ekki fá neinn skóla upp á fleiri hundruð og fimmtiu manns. Litlir skólar eiga að geta gert margt betur heldur en stórir skólar. Einkum og sér i lagi jvá er hver nemandi manneskja — i stórum skólum eru nemendur ekki manneskjur. Þeir eru númer á prófskrá. sem eru stimpluð inn í tölvu sem spýtir út úr sér stundaskrá fyrir þessa manneskju. Kannski lendir þessi manneskja i því að vera í skóla frá átta til sjö með eilífum götum á niilli og getur því ekki tekið þátt í neinu félagslífi. Litlir skólar geta umgengist manneskjuna með meiri virðingu heldur en stórir skólar." HP. 20. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.