Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 42
Sjómennska AFLAKLÆRNAR A GUÐBJÖRGU Það voru óneitanlega eldhressir strákar sem við hittum um borð í Guðbjörgu og biðu beir ekki boðanna með að leggja frá landi strax og búið var að losa skipið. Ekki vildu beir játa á sig allar tekjumilljónirnar þó mánaðar- tekjurnar á Guðbjörgu væru vissulega langt fyrir ofan meðallag. Þeir sögðu að ekki væru allar beirra ferðir til jafn- mikils fjár, það fiskast misjafnlega i hverri ferð og þegar þorskveiðibann stæði yfir kæmu þeir inn með mun verðminni fisk, eins og grálúðu, karfa og ufsa. Guðbjörg er norsk að uppruna, smíðuð í Flekkefjord fyrir 6 árum, og fimmti togarinn sem ber þetta happa- drjúga nafn. Skipstjóri í þessari ferð var Guðbjartur Ásgeirsson sem leysir föður sinn, Ásgeir Guðbjartsson af, en sá síðarnefndi á að baki sér 30 ára frægðarferil sem skipstjóri. Sjálfur byrjaði Guðbjartur sjómennsku sína með þvi að fara á síld með föður sínum 15ára gamall. Við spurðum strákana hver leyndar- dómurinn í sambandi við þessa miklu aflasæld væri og töldu þeir að hún væri mikið undir skipstjóranum komin. Þeir sögðu líka að vegna góðra tekju- möguleika væri mjög erfitt að komast að á Guðbjörgu og mannaskipti heyrðu til undantekninga. Um borð er unnið á sex tima vöktum en þegar vel fiskast er ekki horft i að vera að allan sólarhringinn. Yfirleitt er Guðbjörg á miðunum í viku til tiu daga og stansar ekki lengur í landi en nauðsyn krefur. Og miðað við þá erfiðisvinnu, einangrun og þá sifelldu áhættu sem þessi undirstöðustétt landsins býr við er varla réttmætt að sjá ofsjónum yfir þvi að þeir hafi erindi sem erfiði hvað tekjur snertir. Raunar væri ekki óraunhæft að ætla sjómönnum það góðar tekjur að þeir ættu kost á að vera heima hjá sér nokkra mánuði ársins og gætu unnið þannig upp það tap sem fjölskyldulíf þeirra hlýtur að verða að þola vegna mikillar og tiðrar fjarveru þeirra frá heimilunum. JÞ Unnið að netum: Guðmundur Einarsson 2. stýrimaður og Flosi Kristjánsson háseti. Jóhann Magnússon netamaður og Arnar Kristjánsson háseti. Ef fritimi gefst er oft gluggað í bók: Jön B. Guðjönsson, 3. vélstjóri, i klefa sinum. Jón Aðalsteinsson, 1. vólstjóri, i ríki sínu. 42 Vikan zo. tbl. Og ekki vantar tœkjaútbúnaðinn i brúna: Guðbjartur skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.