Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 25

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 25
slæma húð. Hér áður fyrr hefði Ted ekki litið á hana tvisvar. Nú fann hann til meðaumkunar. Hún var á hinum frjálsa kjörmarkaði eins og hann. Cynthia var ekki alveg jafn ófríð, fingerð, jarphærð, grannvaxin. — Ted er afturbata, þiðvitið. — Það má víst orða það svo. — Ég skal segja ykkur dálitið, stúlkur, ef þið látið það ekki fara lengra. Það mátti alltaf treysta á hann, hérna í gamla daga. Þau hlógu, taugaveikluðum hlátri. Þegar Ted hló ekki, hætti Cynthia skyndilega að hlæja. — Hvað gerirðu, Ted? spurði hún. — Ég sei auglýsingadálka. Hann gat séð að hún skildi ekki hvað hann átti við. — Þegar þú lítur á auglýsingarnar í blöðunum hlýtur einhver að selja dálk- ana undir þær. Ég vinn fyrir timarit, hringi á auglýsingastofurnar og reyni að láta þær kaupa dálka fyrir viðskiptavini sína. —Það hlýtur að vera áhugavert. — Hvað gerir þú? — Égerritarihjálögfræðingi. — Þaðerágætt. Barbara var búin að bjóða Larry i kvöldmat og nú bauð Cynthia Ted líka í mat. Hann fór aftur heim og spurði Mörthu hvort henni væri sama þó hún háttaði Billy. Hún sagði að það væri allt í lagi og eftir að Ted hafði líka talað við Billy fór hann í kvöldverðarboðið. Þar var fjórða vinkonan fyrir sem hafði boðið manni um þrítugt með þeim I piat. Móðir Barböru var í heimsókn og gerði allt sem hún gat til að sýnast yngri en dóttirin. Hún hafði boðið tveimur kraftalegum náungum í vinnuskyrtum sem hún hafði hitt niður við höfn, en þeir áttu hraðbát. Þeir komu með sinn eigin bjór. — Ég held að þetta boð komist aldrei á kvennasíðuna I Times, hvíslaði Ted að Larry. — Biddu bara þar til þú sérð matinn. Grilluð egg. En Barbara bar öllum til undrunar fram steik og var vel fagnað. Bátseigend- urnir tóku að sér matargerðina. Ted og Larry bjuggu til salat. Það kom í ljós að annar bátseigandinn var mikill knatt- spyrnuunnandi og þeir töluðu um íþrótt- ir við matarborðið. Móðir Barböru hafði búið til hnetubúðing og honum var líka vel fagnað. Þau töluðu um mat, um sitt eigið ágæti og að þau ættu öll að Ieigja sér hús saman. Cynthia var hljóðlátust. Það var eins og hún óttaðist að móðga viðkomandi ef hún talaði of mikið og hann mundi hverfa. Hún spurði Ted nánar um starf hans og hann spurði hana um hennar starf. Einhver hækkaði plötuspilarann og Ted var umkringdur þeim hávaða sem hann hafði heyrt frá næstu húsum þegar hann var að reyna að sofna í herberginu sinu. Hann dansaði við Cynthiu og hún þrýsti mögr- um líkama sínum upp að honum. Og hann fann að honum stóð á eðlilegan hátt eftir margra mánaða hlé. Partíið varð sífellt háværara, liann tók um hönd Cynthiu og og þau leiddust niður að ströndinni. Þau stóðu um stund og horfðu á hafið en svo kyssti hann hana. Hún opnaði munninn, þau stóðu í þéttum faðmlögum og hann þrýsti tung- unni inn í munn hennar. Hann fitlaði við líkama hennar innan undir fötunum. Hann leiddi hana frá stígnum og dró hana niður I sandinn þar sem enginn gat séð til þeirra, kyssti hana, lét vel að henni og hún sagði: — Ó, Ted. Andar- tak varð honum svarafátt þar sem hann mundi ekki hvað hún hét. Svo að hann lagðist ofan á hana á sandinum og hugs- aði um leið að það væri eins gott að lenda í steininum fyrir þetta eins og hvað annað og meðan hann var að mundi hann að hún hét Cynthia og honum tókst að stama út úr sér: Framhald í nœsta blaði. striginn fráokkurer L }4 '4' á i -ji'! V: •• j í ■ I . '1 ' f auðveldur i uppsetningu Grensásvegi 11 — sími 83500. 20. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.