Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 17

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 17
þó svo að mörgum hinna íslendinganna, sem eru þarna úti, hafi fundist sem ég æfði ekki nóg. Ég hafði átt við meiðsli i nára að stríða áður en ég fór út en þau létu lítið á sér kræla. Vafalítið hefur hitastigið haft mikið að segja svo og hin góða aðstaða þarna, en hún er vægast sagt ólík því sem við eigum að venjast hér heima. Ég keppti reyndar ekki mikið þarna úti en hljóp þó að gamni mínu eitt 4x400 metra boðhlaup í sveit sem ég, Gunnar Páll Jóakimsson og tveir bandarískir grindahlauparar mynduðu. Við höfðum að sjálfsögðu aldrei æft saman en kepptum við boðhlaupssveit San Jose háskólans. Okkur á óvart hreinlega skildum við þá eftir og komum um 80 metrum á undan þeim i mark. Ég hljóp minn sprett á 48.0 og ég er ánægður með þann tíma ef tekið er tillit til meiðslanna sem ég hafði átt i erfiðleikum með áður en ég fór.” Hvernig komu þessi meiðsli eiginlega til? „Ég var á æfingu inni i Baldurshaga — undir stúkunni á Laugardalsvellinum — því það er eina innanhússbrautin sem hér er að hafa. Hún er þó bæði allt of hörð og svo allt of stutt og ég tognaði illa er ég var að reyna að stöðva mig eftir einn sprettinn. Ég hef reynt að veigra mér við því að skella af krafti á veggnum í enda brautarinnar og var þarna að reyna að bremsa mig af og snerist svona illa. Ég kem ekki til með að stíga þarna inn fæti meira.” Hvargast þú þá æfl? „Ég æfði eingöngu úti og hljóp mikið á Kaplaskjólsveginum. Hann var nær alltaf auður vegna saltburðar. Þá hljóp ég oft á hluta úr gangstétt við Háskólann, svona 130-40 metra vega- lengd, sem var alltaf auður vegna þess að undir stéttinni liggur hitaveituleiðsla og þar festi ekki snjó. Þetta gafst ágæt- lega en ekki er nú aðstaðan merkilegri,” sagði Oddur og brosti. „Enginn hvatti mig til þess að æfa hlaup" Oddur hefur frá blautu barnsbeini verið sprettharður en þrátt fyrir að hann væri alltaf fljótari en félagar hans vekur það athygli að enginn íþróttakennara hans í skóla skyldi hvetja hann til að leggja stund á hlaup. „Ég minnist þess ekki að neinn kennara minna hafi hvatt mig til þess að reyna fyrir mér á hlaupa- brautinni,” sagði Oddur. Reyndar voru fyrstu skipulegu hlaupin hjá Oddi langhlaup er hann hóf nám í Menntaskólanum. Þar er alltaf hlaupið umhverfis Tjörnina nokkrum sinnum á vetri og árangur Odds í einu slíku hlaupi varð til þess að vinur hans, Óskar Thorarensen, bað hann að keppa fyrir hönd ÍR í víðavangshlaupi islands vorið 1978. Það var fyrsta opinbera hlaup Odds. Oddur slær í gegn á meistara- mótinu Oddur æfði vel og skipulega eftir að hann hóf reglubundnar æfingar fyrir alvöru og fyrsta meiriháttar mótið sem hann tók þátt í var meistaramót Íslands innanhúss. Oddur sigraði þar i 50 metra hlaupi, varð annar i langstökki og var að auki í sigursveit KA i 4x400 metra boðhlaupi. Ekki amaleg byrjun hjá ný- græðingi i keppnisíþróttum. Oddur vakti strax mikla athygli á mótinu fyrir mikla snerpu og góðan stökkkraft og ekki minnkaði hróður hans er kom að vor- móti ÍR, sem var eitt fyrsta utanhúss- mótiðá siðasta sumri. „Mér tókst að sigra i 100 metra hlaupinu á 10,5 sek. og siðan í 400 metra hlaupinu á 49,3 sek. Þá vann ég einnig langstökkið á vormótinu.” Þar með var nafn Odds rækilega fest á afrekaskrár og timi hans i 400 metra hlaupinu var mjög góður. „Þetta kom mér reyndar dálítið á óvart því ég hafði ekki æft mjög mikið rétt fyrir mótið. Aðeins tvisvar í viku í april vegna prófanna i Mennta- skólanum. Ég var því meðöllu óþreyttur og vel afslappaður og það hefur vafalitið haft sitt að segja. Of miklar æfingar geta auðveldlega haft áhrif til hins verra fyrir menn.” sagði Oddur. Frábær tími Odds á Kalott Frægðarsól Odds fór ört hækkandi er leið á sumarið í fyrra og í Kalott- keppninni, sem fram fór í Noregi, náði hann frábærum tima í 400 metra hlaupi. Hljóp hann vegalengdina á 47,5 20. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.