Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 34

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst Sögur um tvo menn og eina konu eru ekkert nýmeti. Síður en svo. Þríhyrningurinn hefur lifað og mun lengi lifa. Andans menn hafa í mörg hundruð ár fjallað um efnið, soðið upp úr því hvert afbrigðið á fætur öðru en það er nú einu sinni svo að þríhyrningurinn er svo skemmti- legur, eðli málsins samkvæmt, að fólk verður seint þreytt á honum. Þess vegna ætla ég hér og nú að sjóða saman eina þríhyrningssúpu ef þið vilduð vera svo væn að kveikja á hellunni. Tökum tilfellið með Rúnar, Ylfu og Ingvar og lítum til að byrja með örlítið á Ylfu. Hún er sú manngerð sem vel er hægt að lýsa án þess að nota miklar handa- hreyfingar, starfar sem afgreiðslustúlka í lítílli kjólabúð. . . en á sér samt þann draum að verða heimsfræg sýningarstúlka, HRYLLILEG HEFND yfirflugfreyja eða þá bara sjónvarpsleikkona. Fleiri orð eru óþörf — þið þekkið týpuna. Og Rúnar? Tja . . . Rúnar. Útlitið var ekkert sérstakt, föl- leitur með innfallna bringu. Á baðströnd minnti hann helst á spergil úr dós sem nýbúið er að draga upp úr sandinum. Hann vann hjá Sambandinu við ein- hverja skrifstofuvinnu, sat allan daginn á rassinum og naut ekki útiloftsins of mikið. En dæmið nú ekki of fljótt. Þrátt fyrir að menn hafi ekki útlitið með sér þá er alls ekki útilokað að ungar stúlkur verði ástfangnar af þeim, sérstaklega ef í ljós kemur að pabbi gamli er vel ríkur, býr í Garðabænum og er nýbúinn að gefa syni sínum þennan líka fína appelsínugula sportbíl. Þannig var því einmitt varið með Rúnar. Ingvar lék aftur á móti knattspyrnu í 1. deildinni, frægur markaskorari, íþrótta- maður í gegn, vöðvastæltur, hár á bringunni og jafnvel höku- skarð. Ingvar skorti fátt sem prýða má ungan svein. Ef gefa ætti honum mínus fyrir eitthvað þá var það helst að hann átti því miður ekki appelsínugulan sportbíl til að rúnta í. Hann var í læri hjá húsasmið þannig að litið var hægt að leggja til hliðar. Hvorn þeirra átti Ylfa nú að velja? Kannski var best að láta þá báða sigla sinn sjó, hefði ein- hver spéfuglinn stungið upp á, en Ylfa var ekki vön að skopast, sérstaklega ekki um alvörumál. Hún naut þess reglulega að keyra með Rúnari í appelsínu- gula sportbílnum upp á Öskju- hlíð, fram og til baka, og stundum fékk Rúnar að klípa hana og kjassa í staðinn. En ekkert fram yfir það. Einnig var hún fastagestur á vellinum þar sem Ingvar þrumaði knettinum á mark and- stæðinganna næstum því í hverjum leik. Ingvar fékk líka að klípa hana og kreista þegar þannig stóð á — jafnvel þó að hann ætti engan sportbíl. En ekkert fram yfir það. Það kom lika fyrir að hún færi með þeim báðum út að skemmta sér, t.d. á diskótek, og þá gætti hún þess vel að þeir fengju að dansa við hana til skiptis, deildu öllu jafnt, meira Stjörnuspá lliiiluiiiili -'l.m.iis .Ml.lllll Óánægjan hefur náð sterkum tökum á þér, án þess að þú gerir þér grein fyrir undirrótinni. Gættu þess að grípa ekki til neinna óyndisúrræða því vandræðin aukast þá til muna. ISMri 1 ' fc £j^- S£=% \»Öin 24. vl|>i. 2.Vokl. Framundan eru nokkurs konar krossgötur og miklu skiptir að rétta leiðin verði fyrir valinu. Leitaðu ráða hjá vinum og ættingjum og flanaðu ekki að neinu í því sambandi. Yiulin 2l.f*príl 21.m;ií Mikilvæg störf virðast vaxin þér upp fyrir höfuð og oftlega efast þú um hæfileika þina til starfanna. Slík minni- máttarkennd er aðeins til að draga úr fram- kvæmdagleðinni. S|h.i iirirL'kinn 24.okl. 2.*i.llÓ\. Nú er rétti tíminn til að framkvæma það sem lengi hefur setið á hakanum. Ástæðan er aðallega leti og dugleysi sem hefur plagað þig mikinn hluta vetrarins. Tvíbumrnir 2'2.m,ii 2l.júni Búðu þig undir að hamingjan getur leikið á mannskepnuna á köflum og öllum er nauðsynlegt að kunna að taka ósigri. Vonbrigðin eru sár í upphafi en gleymast fljótlega. Kollm.inurinn 2 l.nót. 2I.ULS Þér hefur tekist að ná þínu fram í ákveðnu máli en sigurgleðin lætur á sér standa. Líklega er þar mest um að kenna óákveðni og vöntun á fastri, afmarkaðri stefnu. Ivi lihiini 22.JIÍUÍ Eitthvert sérstakt verkefni á hug þinn allan um tíma og með sama áframhaldi getur illa farið. Það er varasamt að fá eitthvað alveg á sinnið og sjálf- sagt að breyta til sem fyrst. SlL-ingcitin 22.ucs. 20,'jiin. Hvemig væri að breyta ofurlítið til frá þessum venjulega hversdagsleika og gefa tilverunni meiri lit? Venjubundin störf leiðast þér sífellt meira og sjálfsagt að snúa við blaðinu. I |. nil.'l |iili 24 iíu.«l Greiðasemi við vini og kunningja verður að hafa einhver takmörk því ella getur orðið hætta á að vináttan verði misnotuð. Vinir yfirgefa þig ekki svo glatt vegna smámuna. h /4^ ^v^ Mii j.tn 2-t.iifitisl 2.*i.SL-pl. Gerðu þér glögga grein fyrir aðstæðum á vinnu- stað, það er mjög líklegt að einhverjar breytingar séu á næsta leiti. Taktu ekki gagnrýni mjög nærri þér þessa vikuna. Valnsbcrinn 2l.j;tn. lO.febr. Fi*lt*arnir20.fcbr. 20.mnrs Það gengur ekki til lengdar að hafa allt á öðrum endanum og þ6r væri hollast að skipu- leggja ýmislegt í kringum þig örlitið betur. Með þvi móti nýtist tíminn talsvert betur en nú er. Vendu þig á réttlátari og sanngjarnari dóma um annað fólk því enginn er alveg fullkominn viðnánari viðkynningu. Taktu hlutunum með meiri ró og stillingu enda taugarnar á suðupunkti. 34 Vikan zo. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.