Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 36

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 36
Vikan og Neytendasamtökin UPPELDI STOFUBLÓMA Þegar dag tekur að lengja þurfum við að huga að inniblómunum okkar, sem hvílt hafa framlág í rökkrinu nokkra mánuði. Þau þurfa á aðhlynningu að halda, svo þau megi lifa lífinu áfram okkur til augnayndis. í mars eða byrjun apríl mun rétt að huga að því að skipta um mold og stækka potta. Um leið er kærkomið tækifæri til að taka græðlinga og sannir blómaunnendur hafa mikla unun af að fylgjast með plöntunni sinni frá byrjun. Viö sjáum þess glögg merki nú aö blómin okkar hafa þráö birt- una ekki síður en við sjálf. Eðli flestra innijurta er að hvila vissan tíma árs, en híbýli okkar eru svo hlý, að hvíldin er ekki eins áþreifanleg og náttúran ætlast þó til. Þurrt loft er afar slæmt fyrir blóm og þvi ætti að kappkosta að halda réttu raka- stigi í íbúðum. Það kemur okkur reyndar ekki síður til góða. Margar plöntur er rétt að klippa á vorin. Sú aðgerð ætti að fara fram nokkru áður en skipt er um pott og sett í ný mold. 14 dagar mun hæfilegur tími. Birta Nú vitum við að allar jurtir þurfa birtu, en þó mjög mismun- andi eftir tegundum. Birtuna þurfa jurtirnar til að geta unnið kolefni úr loftinu, sem er þeim nauðsynlegt ásamt steinefnum og vatni úr moldinni. Ef plöntur fá ekki næga birtu veslast þær upp og deyja úr hungri. Blómasalar geta sagt okkur allt um birtuþörf hinna ýmsu tegunda. Hitaþörf Stofublóm eru ættuð frá hinum ólíklegustu stöðum og kjörhiti þeirra því eðlilega m jög mismun- andi. En samt eiga þau mjög auðvelt með að laga sig að breytilegum aðstæðum. Nútíma íbúðir eru bjartar og hlýjar og hitastig yfirleitt jafnt innandyra allan ársins hring. Þetta er kostur fyrir sum stofu- blóm, en ókostur fyrir önnur og eru íbúðir nú á tímum fullheitar að vetrinum fyrir flest blóm, vegna þeirrar röskunar sem verður á samræminu sem þarf að vera milli birtu og hita. Takið t.d. eftir því, að gróður sem er staösettur fjarri gluggum verður í mörgum tilfellum fölur og grannur, veslast kannski hreinlega upp. Yfirleitt þrifast flest stofublóm best við hitasveiflur sem nema 5- 6 stigum, þósvosum vilji hafa sama hitastig bæði dag og nótt. 36 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.