Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Allir vita þetta og gefa góð ráð, en... Hæ Póstur! Ég á við stórt vandamál aö stríða. Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera hrifin af sama stráknum í hálft ár en ég hef ekki sagt stakt orð við hann því að ég er svo feimin. Kunningjar mínir eru alltaf að gefa mér góð ráð en ég þori bókstaflega ekki að fara eftir þeim. Það vita þetta orðið allir. mamma og pabbi eru farin að tala um hann sem tengdason. svo vilja þau fá að vita hvað krakkinn á að heita. Þau telja víst að ég sé ófrísk eftir hann. Ég sem hef aldrei sagt stakt orð við hann!! Ég veit að ég get róið á önnur mið, nóg er af strákum en ég get ekki hætt að hugsa um þennan eina. Ég er orðin nógu þroskuð til að vita að þetta gengur ekki svona. Hvernig get ég ráðið bót á feimninni? Ef ég fer út í búð þá stama ég við afgreiðslu- konuna og ef ég fer á manna- mót þá vil ég helst fara heim. Þú verður, Póstur góður, að gefa mérgott ráð til að krækja I strákinn. . Ég er líka svo hundljót að það vill enginn líta við mér og ég er ■ með minnimáttarkennd út af því! Strákurinn er líka dauðfeiminn! Ég veit vel að þið á ritstjórnarskrifstofunni eigið eftir að skemmta ykkur vel yfir þessu bréfi og sama er mér, ef ég fær góð svör. Þér er guðvelkomið að stytta bréfð en láttu samt svar fylgia! Bæ, bæ. ÉG Starfsfólk á ritstjórn Vikunnar hnýsist alls ekki í bréf til Póstsins óg því þarftu ekki að óttast að bréfið veki með því nokkra gleði, fyrr en þá á síðum blaðsins. Þar sitja allir við sama borð við lestur bréfanna sem Póstinum berast. Feimni er algengur fylgikvilli hinna svokölluðu unglingsára. Með tímanum dofnar þessi tilfinning og þú öðlast aukið sjálfstraust. Margir berjast einmitt við feimnina í samskipt- um við afgreiðslufólk, að ekki sé nú minnst á aðila af gagnstæðu kyni. Með feimnina i veganesti gæti reynst snúið að krækja í hinn heittelskaða, en þó ekki með öllu útilokað. En sé hann jafn- dauðfeiminn minnka líkurnar töluvert. Þér er varla stætt á öðru en herða upp hugann og beita öllum tiltækum ráðum til þess að kynnast honum og er í slíkum tilvikum skilyrði að verða á vegi hans sem allra oftast. Gangi þetta ekki fljótlega skaltu samt ekki missa vonina og ekki sakar að hafa í huga máltækið gamla um fjarlægðina og fjöllin. Oft eru dagdraum- arnir ólíkt skemmtilegri en tilveran þegar á hólminn er komið. Hún er nefnilega fræg söngkona Hæ Póstur! Mig langar til að spyrja hvort ekki sé hœgt að birta plakat af Amii Stewart. Hún er nefnilega fræg söngkona. Bless. Amii aðdáandi. Hér með er beiðni um plakat af hinni frægu söngkonu komið á framfæri. Vonandi verður ekki langt að bíða þess að ósk þín verði uppfyllt hér í miðopnu. Pennavmír Barbara Korobij, 80-404 Gdansk ul., Dzielna 88/2, Poland, er 26 ára pólsk kona sem vinnur í tölvumiðstöð. Skrifar á ensku, rússnesku, esperantó og auðvitað pólsku. Áhugamál: ferðalög, tónlist, kvikmyndir, bókmenntir og frimerkjasöfnun. John R. McClernan, Box 27, Clarksboro, N.J. 08020 USA, vill skrifast á við íslenskar stelpur. Anura Hettiarachchi, Rice Mills, Mottappuliya Estate, Rambukkana, Sri Lanka, er 19 ára strákur. Áhugamál: Frímerkjasöfnun, póstkort og knattspyrna. Afnan Tio, Box 1248, Jakarta-Barat, Indonesia, vill skrifast á við stúlkur. 25 ára eða þar um bil. Áhugamál: iþróttir. bókmenntir, ferðalög og listir. Vincenzo Chierchia, Via Plinio 9, 80058 Torre Annunziata (Neaples) Italy. Þrir italskir strákar um tvítugt, Vincenzo. Silvio og Salvatore. vilja skrifast á við islenskar telpur. I.ars I.arsson, Norrbackavágen 23, S- 19500 Mársta, Sverige, er 29 ára og vill skrifast á við konu á aldrinum 23-30 ára. Áhugamál (fyrir utan lsland): tónlist. bækur og ferðalög. Talar og skrifar svolitið á íslensku og vill gjarna læra meira. John C. Lindsey, P. O. Box 88235, Atlanta, Georgia, 30338 USA, er 25 ára háskólanemi. Vill skrifast á við stúlkur á aldrinum 20-27 ára. Áhugamál: íþróttir af öllu tagi. Inger Lene Omholt, 3646 Svarstad, Norge, er 13 ára stelpa og vill skrifast á við hvern sem er hér á landi. Áhugamál: blómarækt. Ijósmyndun og landafræði. Kofi Sam, c/o Mr. J.F.Sam, P.O.'Box 63, Cape Coast, Ghana er 16 ára. Áhugamál: enska. pennavinir og tónlist. Prashant Shah, P.O. Box 31655, Nairobi, Kenya, East Afrika, er 20 ára strákur sem vill skrifast á við jafnaldra sina hérlendis: Áhugamál: frimerkja- söfnun, myntsöfnun og timaritalestur. Anne Grete Larsen, Prestmoveien 7, 2700 Jernaker Norge, er 12 ára stelpa sem skrifar á ensku ef vill. Áhugamál: dýr. dans, bréfaskriftir o.fl. Pamela Alsop, 74 Brandish Crescent, Clifton, Nottingham, Ngll-9JX England, er 48 ára gift kona sem vinnur við vélritun fyrir bresku járnbrautirnar. Vill skrifast á við hvern sem er hérlendis. Áhugamál: bóklestur, hannyrðir og ferðalög þegar fjárráð leyfa. Lana Rodlie, 1405 Colombia Ave., Trail, B.C. VIR 1J7, Canada, skrifar dönsku norsku og þýsku auk ensku. Áhugamál: ferðalög, frímerkja- og póstkortasöfnun. Flordeliza l.abay, Landing Bulacao, Pardo Cebu, City Philippines 6A01, er 25 ára afgreiðslustúlka i stórverslun og vill skrifast á við karlmann á sama aldri. Frank Stanley Crankson, P.O. Box 772, Cape Coast, Ghana, er 15 ára strákur með alhliða áhugamál og vill skrifast á við jafnaldra sína hérlendis. Sabine l.ange, Ziegelerstieg 8, 2102 Hamburg 93, W-Germany, er 16 ára og óskar eftir islenskum pennavinum. Hún skrifar á ensku og áhugamál hennar eru lestur. dýr og prjónaskapur. Antje Pretter, Roseliusweg I, 2102 Hamburg 93, W-Germany, er 17 ára og óskar eftir islenskum pennavini. Hún skrifar á ensku. Áhugamál hennar eru hestar og bréfaskriftir. Birgit Fittkau, Dratelnstrasse 23, 2102 Hamburg 93, W-Germany, er 17 ára og óskar eftir islenskum pennavini. Hún skrifar á ensku og áhugamál hennar eru fótbolti, hestar og prjónaskapur. Anke Hannich, Fitgerweg 19a, 2102 Hamburg 93, W-Germany, er 16 ára og óskar eftir islenskum pennavini. Hún 62 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.