Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 45
KRSPIMNT DEODOR4NT MEYJAR- FÓRNIN Fimmtíu og tvö. Fimmtíu og fjögur. Húsin hérna standa ein sér. aftan við limgerði og tré. Fimmtiu og sex. Fimmtiu og átta.’ Sextiu. Klikk-klakk á breiðum gangstéttar- hellum. Galdratungl er þegar komið upp yfir veggjarrústunum. Tungl sem er ekki lengur fullt. Tungl í rénun. Tíminn til að magna upp djöfla, til að kalla á myrkra- völdin. Sextiu og tvö. Sextíu og fjögur. Sextiu og sex. Sextíu og átta. Sjötíu. Við vegginn eru vegamótin við Monastery Road. Og á horninu er stórt. myrkvað hús á bak við hátt limgerði og enn hærri tré. Hvergi er Ijósglætu að sjá. Ekki nema galdratunglið, sem er lágt á lofti yfir bröttu þakinu. Hún nálgast þykka hurðina hikandi. Eina hljóðið. sem heyrist að innan, er harður sláttur þungrar trumbu. Um ferðir hennar er vitað. Það er búist við henni. Hún er hrein mey. FYRSTl HLUTI LEITIN HEFST Mike Benson hringdi ákaft dyrabjöllunni i Briar’s Mede við Monks Way og beið óþolinmóður eftir að einhver svaraði. Hann leit um öxl á bilinn sinn, sem hann hafði lagt i innkeyrsluna undir mangólíutrjánum. og siðan lengra. á lögreglubilinn. sem stóð á veginum þar fyrir framan. I lög- reglubilnum var aðeins einn maður. sem talaði hljóðlega í talstöðina, en það eitt, að hann skyldi vera þarna staddur. dökkur og óásjálegur i morgunsólinni. vakti manni beyg. Hann hringdi aftur óþolinmóður. heyrði glamrið handan hurðarinnar með glerrúðunum. Fáeinum andartökum siðar var lokið upp og einkennisklæddur maður sagði: „Já?" Það var engan að sjá i anddyrinu fyrir aftan hann. en að innan heyrðust hljóð: djúpar drunur karlmannaradda. skrækari kvenrödd. Hann sagði: „Júlía — í Guðs bænum. segið mér. hvað hefur komið fyrir.” „Eruð þér að leita að ungfrú Jordan?” „Já.” „Bíðið hér.” sagði lögregluþjónninn. Hann skildi dyrnar eftir opnar og hvarf aftur inn i húsið. Raddirnar þögnuðu og upphófust siðan aftur sem lágvært muldur. Siðan birtist breiðvaxinn maður með hár, sem farið var að grána. Hann horfði rannsakandi á Mike, benti honum síðan með höfuðhnykk að koma inn. „Þekkið þér ungfrú Jordan?” „Já." „Og frú Jordan?” „Ég hef hitt hana. Einu sinni eða tvisvar. í almáttugs bænum. hvað —” En gráhærði maðurinn gekk frá og sagði: „Komið hér i gegn.” Mike elti hann inn í stóru stofuna. sem opnaðist út i garðinn fyrir aftan húsið. Annar óeinkennisklæddur maður sat þar með minnisblokk. Anne Jordan sat skammt frá gluggunum og kreisti kaffikrús með báðum höndum. Hún leit áköf upp. þegar Mike birtist, en hann sá vonbrigðaskugga bregða fyrir á andliti hennar. þegar hún sá hver komumaður var. „0. þaðert þú. Michael —” Hún var klædd í dökkbláan slopp. úfin og berir fætur hennar i inniskóm. Venjulega var hún róleg, en nú var hún föl. tekin og áhyggjufull. „Hefur þú hitt Júlíu?” „Nei. ég kom að sækja hana. Við ætlum út saman i dag." „Það ætlið þið ekki," sagði gráhærði lögreglumaðurinn. „Ekki nema við finnum hana.” Útdráttur úr skýrslu Anne Marie Jordan, 43ja ára, húsmódur. búsettri i Briar’s Mede, Monks Way, Friars Hill: „Ég sá Júlíu dóttur mína síðast um sjöleytið í gærkvöldi. Frá þeim tíma og til miðnættis var ég að heiman að spila bridds. Mér skildist hún ætla í veislu með Michael. Ég vissi ekki. hvar veislan átti að standa. Hún er átján ára. og ég spyr hana aldrei, hvert hún sé að fara.. Ég var búin að drekka nokkra sjússa. Ég fór beint i háttinn, bjóst við. að hún væri með Michael. .. Ég saknaði hennar ekki fyrr en um morgunverðarleytið í morgun... Útdráttur úr fyrstu skýrslu Michaels George Bensons, 27 ára, búsettum i 315 Dubois Court, Muswell Gardens, NIO: lögfrœdilegs ráögjafa Kraven út- gáfufyrirtœkisins við Lye Lane: „Ég sá Júliu síðast á mánudaginn var. Við borðuðum saman kvöldverð og fórum í bíó. . . Í gær. föstudag, var ég i Manchester á vegum fyrirtækisins. Fimmtudagsnóttina gisti ég á Midland hótelinu. og siðdegis á föstudeginum og á föstudagskvöldið ræddi ég við umsækjendur um stöðu i útibúi fyrir tvöföld vernd í24tíma! norðan. Ég fór aftur til London seint á föstudeginum og kom til Euston klukkan 23.48. Ég reyndi að hafa samband við Júlíu simleiðis, en hún svaraði ekki, og ég reiknaði með, að hún hefði farið án mín í veisluna. Það var orðið of seint að taka lest til Friars Hill. Ég hefði þurft tvo tíma eða svo til að sækja bílinn minn og aka þangað og var reyndar orðinn talsvert þreyttur. þannig að ég fór þeint heim. . . Veislan átti að vera hjá Meadowson-hjónunum i Monastery Road. Ég veit ekki númer hvað það er. en húsið er stórt og skammt frá vegamótunum. Ég var staðráðinn í að fara til veislunnar, en það var klúður i skipulagningunni í Manchester, þannig að viðtölin stóðu talsvert lengur yfir en ætlað hafði verið...” Willis rannsóknarlögreglumaður gaf yfirrannsóknarlögregluforingjanum Ian Wall skýrslu: „Meadowson- hjónin staðfesta símleiðis að ungfrú Jordan hafi verið hjá þeim þar til einhvers staðar milli miðnættis og. klukkaneitt eftir miðnætti. Meadowson er einn læknanna i hverfinu. Ég ræddi við frú Mollie Meadowson, er sagði að ungfrú Jordan hefði komið ein og farið ein burt. Þau vissu ekki, hvernig hún kom, en þetta er tiltölulega skamrnt frá. Hún hefði getaðgengiðbáðar leiðir.” „Eru þau viss um, að hún hafi farið ein?” spurði Wall yfirrannsóknarlög- regluforingi. „Svo að segja. Þarna var fólk ekki alltaf að koma og fara. Gestirnir voru allir utanaðkomandi. ekki bæjarbúar. Admiral svitavarinn veitir þér tvöfalda vernd. Hann hefur bæói hemil á svita og eyóir lykt i 24 tima samflevtt. ADMIRAL SVITAVARI fæst bæói á spraybrúsum: ADMIRAL DRY og á kúluflöskum: ADMIRAL ROLL-ON. XO. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.