Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 21

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 21
I Fimmti hluti borðaði hann? Hver sá um fötin hans? Hann reyndi að svara spurningum þeirra en þau hlustuðu ekki á svörin. Þau héldu áfram að leita um íbúðina. Sleikipinnar? Svo þú átt sleikipinna, sagði lyfsalinn. — Veistu ekki að sykur er hættulegur heilsunni? Sleikipinnar skemma tennurnar. Ted huggaði sig við að þau bjuggu í Boston. Þau vildu fá Ettu til að koma á fridegi sinum til að geta spurt hana spjörunum úr. Hann neitaði. Þau vildu fá að taka Billy með sér í dýragarðinn. Hann sagði að það væri allt í lagi en bað þau um að minnast ekki á Jóhönnu við Billy, þar sem það gæti komið honum úr jafnvægi. Nú mundu þau aftur eftir Jó- hönnu. — Við gáfum henni gott líf. Ég veit ekki hvað þú gerðir, sagði Harriet hvasst. — Kannski er það einmitt mergurinn málsins, sagði Ted. — Kannski var hún ekki annað en dekurkrakki. Og þegar tók að bjáta á hegðaði hún sér í samræmi við það. — Vogaðu þér ekki að tala svona um dóttur mína, æpti Sam. — Uss, þarnið, sagði Harriet i að- vörunartón. Þau föðmuðu og kysstu hinn ráðvillta Billy og síðan sendi Ted þau í dýra- garðinn. Sjálfur fór hann í næsta kvik- myndahús og horfði á vestra. Aðal- Rannsóknarnefndin fór án þess að kveðja Ted með handabandi. Foreldrar Jóhönnu höfðu komist að niðurstöðu. Þau fundu Ted sekan um að hafa eyði- lagt dóttur þeirra. Vikur liðu og fólk fór að gera sér grein fyrir að Jóhanna Kramer hafði í raun og veru yfirgefið eiginmann sinn. Og hver og einn lagði þann skilning í það sem honum þótti hentugastur. Larry leit á það sem tækifæri til að útvega Ted drátt. Ted sagði honum að hann hefði engan áhuga á að skemmta sér, hugur hans væri bundinn við aðra hluti. — Hver var að tala um hug þinn? spurði Larry. Ef hann gat fengið vin sinn Ted til að eltast við stelpur hafði hann líka réttlætt sín eigin hlaup á eftir stelpum. Þá var ekkert örvæntingarfullt við það, eins og Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir Avery Corman Copyright 1979byAvery Corman. kostur myndarinnar var sá að hún kom honum ekkert við. Þau komu seint heim, Billy var allur útklístraður eftir sleikipinna og pizzublettir í skyrtunni hans. Barnið hafði sigrað lyfsalann, 2 gegn 0. Þau ætluðu að dvelja einn dag i viðbót í New York til að geta verið með barnabarninu sínu en vildu heldur gista á hóteli þótt Ted bvði þeim í kurteisis- skyni upp á sófann sinn. Harriet og Sam voru aftur mætt klukk- an átta næsta morgun. tilbúin til að hlaupa fjóra hringi í kringum borgina ef með þyrfti. Billy vildi fara aftur í dýra- garðinn og þau lögðu af stað til að vekja dýrin. Þau komu aftur síðdegis. — Við verðum vist að hottast af stað, sagði Harriet við dótturson sinn. Hott, hott til Boston, hott, hott til Loní. ef þú gætir ei að þér, detturðu oni. Barnagæla sem Jóhanna var vön að fara með fyrir Billy og Ted mundi allt í einu eftir. Hún hafði hirt föt sín en skilið eftir sig hergmál. — Jæja, ef þið fréttið af Jóhönnu, sagði hann — þá segið henni... Hann vissi eiginlega ekki hvað þau áttu aðsegja henni. — Aðokkur líði vel. — Líður ykkur vel? sagði Harriet. — Heldurðu að ykkur komi til með að líða sumar vinkonur hans héldu fram. Ekki ef Ted Kramer var líka á harðaspretti. Foreldrar Teds voru algjörlega á önd- verðum meiði. Fyrir þau var aðalatriðið að Ted fengi sér aðra eiginkonu. Þeim var alveg nákvæmlega sama hvort hann fengi drátt eðaekki. — Já.enviðerumennekkiskilin. — Eftir hverju ertu að bíða? spurði móðir hans. Málið átti nú að koma fyrir skilnaðar- rétt. Ted leitaði ráða hjá vini sínum, Dan, sem var lögfræðingur, og hann sendi hann til annars lögfræðings sem var sérfræðingur í skilnaðarmálum. Tafarlaus skilnaður og tafarlaust brúð- kaup með annarri konu var það eina sem gat bjargað orðstír hans á Miami hjá Dóru og Harold. — Fólk getur skilið skilnað, sagði móðir hans. — Ég hef þegar sagt öllum að þú sért skilinn. — Ég held að New York ríki mundi aldrei viðurkenna þann skilnað. — Þetta er ekkert fyndið. Ég á alveg fullt i fangi með að afsaka þig. Ég verð að segja að drengurinn sé bara hjá þér i bili á meðan dræsan á í ævintýri með öðrum. Hann talaði við bróður sinn. Mílurnar á milli þeirra voru ekki bara landfræði- legar. Ralph bauð honum fjárhagsað- stoð. Eftir að hafa þannig boðið honum það eina sem honum gat hugkvæmst sendi hann konu sína, Sandy.í símann. Hún sagði að sér hefði hvort sem er aldrei geðjast að Jóhönnu. Hún sagðist líka mundu hafa tekið Billy um tima ef hennar börnværu ekki svo miklu eldri Éftir að öllum kurteisisreglum hafði þannig verið fylgt kvöddust þau og það liðu mánuðir þar til þau töluðu saman á ný. Thelma sá Jóhönnu sem einhvern refsiengil á slæm hjónabönd. Hún leit inn í kaffi og sagði Ted að brottför Jóhönnu hefði orðið til þess að ýta ýmsum hlutum upp á yfirborðið. — Charlie sagði mér að hann héldi fram hjá. Hann bað mig að fyrirgefa sér, hvað ég og gerði. Ég hef líka farið fram á skilnað. Charlie kom næsta kvöld. — Thelma segir að ég sé frjáls að því að giftast klínikdömunni minni. Og hvern langar til að kvænast klinikdöm- unni sinni? Hann fór eftir að hafa innbyrt nokkra drykki og sagði í kveðjuskyni: — Það er þér að kenna að ég er ekki lengur hamingjusamlega kvæntur maður. Viðbrögð foreldra Jóhönnu voru þau að halda áfrarn að senda hrúgur af leik 20. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.