Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 26
Flugslys Þctta'geröist í 1.-3. hluta: Raymond Hinchcliffc flugstjóri og milljónaerfinginn Elsie Mackay leggja af staö i lítilli flugvél yfir Atlantshafiö. Þau sjást aldrei framar á lifi en Hinchcliffe birtist vini sínum og kemur auk þess fram í andaglasi hjá gamalli konu, Beatrice Earl. Rithöfundurinn sir Arthur Conan Doyle lætur máliö til sin taka og pantar miðilsfund hjá þekktasta miðli Breta, Eileen Garrett. Þar kemur Hinchcliffe líka fram og færir konu sinni, Emilie, ýmsar sannanir um tilvist sína. M.a. segir hann aö hún fái þau 10.000 pund sem Elsie Mackay haföi lofað honum í líftryggingu en faðir hcnnar, Inchcape lávaröur, haföi neitaö aö grciöa, siöasta dag júlímánaðar. Hann reynist sannspár með það og sömuleiöis annað slys sem hann varar viö, hiö dularfulla hvarf milljóna- mæringsins Lowensteins úr flugvél sinni yfir Ermarsundi. Eitt stærsta og glæstasta loftfar allra tíma er í byggingu í Bretlandi, R 101. Ákveóiö er aö fara í reynsluferð til Indlands með marga mektarmenn innan- borös. Hinchcliffe varar viö þessari feró og vill fá henni frestaö, en enginn vill trúa þeim Emilie eða Eileen. Og brott- farardagurinn, 4. október 1930, rennur upp. Rithöfundurinn Shane Leslie sat við kvöldverðarborðið ásamt konu sinni þegar þau heyrðu hávaða sem fékk rúðurnar í gluggunum til að titra. — Hvaðer þetta? spurði frú Leslie. — Þetta er kannski óveður. — Núna. í október? — Því ekki það? Leslie leit á klukkuna. Hún var rétt rúmlega átta. Skyndilega stökk hann á fætur. — Ivctta er ekki óveður. sagði hann. — Þetta er vélardynur. Hann hlýtur að koma frá R 101. Hún lagði af stað frá Cardington fyrir hálftima. Hann hljóp út. Vindurinn feykti gráum þokuskýjum um hintininn. Leslie rýndi í þau. — Þarna er hún. kallaði hann til konu sinnar. Og reyndar var það hið volduga loftfar sem ruddi sér braut út úr skýja- þykkninu. — Hún flýgur óhugnanlega lágt. kallaði Leslie og reyndi að yfirgnæfa vélargnýinn. — Almáttugur. það liggur við að hún snerti þakið. kallaði kona hans á ntóti. Hús þeirra stóð á hæð i þorpinu Hitchin í norðurhluta Lundúna. Nokkrunt sekúndum síðar var gjörningunum lokið og Leslie sneri aftur inn ásamt konu sinni. Hann hafði fastlega á tilfinningunni að eitthvað væri i ólagi með loftfarið og minntist á það við konu sina. Og það átti eftir að verða þeim minnisstætt tæpunt 12 timum síðar... FLUGMAÐURINN SEM SNERI AFUR Klukkan 20.25 um kvöldið náði R 101 London. Hundruð þúsunda manna höfðu safnast saman á regnvotunt götunum til að sjá þetta stærsta loftfar heimsins leggja upp í jómfrúferð sína til Indlands. Að vísu höfðu ýmsir gallar kontið frant við reynsluflugið, það var langt frá því aðganga vandræðalaust fyrir sig. Og miðillinn Eileen Garrett hafði fengið viðvörun að handan sem hún sagði breska flugmálastjóranum. Sefton Brancker. frá. En enginn tók mark á henni. 4. október. kl. 20.45. R 101 flaug yfir ströndina við Hastings og tók stefnuna í suður. Við hlið flugstjórans sátu þeir Thomson lávarður flugmálaráðherra og sir Sefton Brancker ásamt þeirn sem hlut höfðu átt að byggingu loftfarsins og Johnston siglingafræðingi. Yfir Ermarsundi fá þeir tilkynningu um versnandi veður. Hreyfill er í ólagi og hæðarmælirinn sýnir ekki rétta hæð. Loftfarið flýgur i tæplega 200 metra hæð yfir Erntarsundið. Klukkan 23.36. Tilkynning frá loftfarinu til stöðvarinnar i Croydon: — Náðum Frakklandsströnd við Pointe St. Quentin. Allt i lagi um borð. Á þessari stundu liggur Aleen Villiers i rúmi sinu i London og hefur fengið martröð: Hún sér hvernig eldtungur teygja sig skyndilega úr afturhluta R 101 og loftfarið fellur eins og brennandi kyndill til jarðar. Hún hrekkur upp í svitabaði og vekur mann sinn. Villiers ntajór. Hann var áður yfirmaður i fréttadeild flugntála- ráðuneytisins. — Hvaðerað?spyr hann. Aleen segir honum draum sinn. — Hafðu engar áhyggjur. segir hann rólega. — Þetta gengur áreiðanlega allt saman vel. En þar reyndist hann ekki sannspár. 5. október klukkan 1.30 flýgur R 101 yfir flugvöllinn Poix i Norður-Frakk- landi. Herra Maillet. flugvallarstjóri. furðar sig á þvi hversu lágt hún flýgur. Að því er hann best fær séð er hæðin varla yfir 100 metra. eða ntinna en helmingur af lengd vélarinnar. Klukkan 2.00 um nóttina: Um borð í R 101 situr yfirverk- fræðingurinn Henry Leech einn í reyksalnum yfir glasi. Skyndilega finnur hann hvernig vélin hallast. Nokkur glös detta á gólfið. Svo tekst henni að rétta sig við. Leech veltir þvi fyrir sér hvort eitthvað geti verið að hæðarmælinum. Klukkan 2.05. Loftfarið flýgur yfir þorpið Beauvais. Vélargnýrinn vekur ibúana upp úr fasta- svefni. Alfred nokkur Roubaille. sem er 26 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.