Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 28

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 28
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Bautinn á Akureyri olli mér nokkrum vonbrigðum. Hann stóð i raun ekki undir þvi lofi. sem hlaðið hcfur verið á hann. Matreiðslan var svo sem í meðal- lagi, en útlit veitingastofunnar er í þreytulegasta lagi. Líklega er þó Bautinn sá staður. sem benda verður ferðamönnum á. þvi að hið hræðilega Súlnaberg handan götunnar er eina samkeppnin. Og Bautinn er alténd ekki dýrari en Súlna- berg. En betra er þó að borða sjaldnar og borða á KEA. Bautanum er tviskipt i efra og neðra gólf. Mun snyrtilegra er á neðra gólfi og einkum þó ekki eins kuldalegt og á hinu efra. Á báðum stöðum eru ágætir birki- stólar eins og á kaffiteríu Loftleiða. Á veggjum i neðri sal er dökkbrúnn panill að ofanverðu og grænt leðurliki að neðanverðu. Rauður dúkurinn á gólfi er einkar misheppnaður. þvi að skitur sést mjög vel á honum. Í stil við dúkinn virtist skortur á hreinlæti. Óhreinir diskar lágu á borðum i klukkustund eftir að gestir voru farnir. Það er hvimleitt að borða innan um stafla af óhreinum leir og mataráhöldum. Bautinn er fremur annrikislegur staður. Of hátt stillt útvarp bætir ekki meltinguna, en er þó ekki nógu hátt tii að fréttalestur heyrist. Unthverfið hefur þó sínar jákvæðu hliðar, svo sem barna- stóla og röska afgreiðslu. Ekki góður en skástur Djúpsteiktur fiskur Djúpsteiktur fiskur með salati var á matseðli dagsins. Fiskurinn sjálfur var sæmilegur, en steikarhjúpurinn var of brenndur. Hrásalatið var gott og hafði að geyma tómata, gúrku og blaðsalat. svo og hæfilega litla salatsósu. Frönsku kartöflurnar voru frambærilegar. Sitrónu- og tómatbátar bættu réttinn töluvért. Best var þó kokkteilsósan, mild og rjómuð. liklega næst besta kokkteil- sósa landsins. Þessi sósa og hrásalatið góða fylgdu flestum réttum Bautans. Verð fiskréttarins var 2.500 krónur. Kínverskar pönnukökur Tvær kínverskar pönnukökur með hrásalati voru á fastaseðlinum. Sjálfar pönnukökurnar voru góðar, þunnar og stökkar. Inni í þeim voru kjötbitar i karrihrísgrjónum. ekki í frásögur færandi. Hrásalatið góða með blaðsalati og tómati bætti réttinn. Verðið var 2.200 krónur heill skammtur og 1.400 krónur hálfur. Lambakótilettur Lambakótilettur með frönskum og salati voru á fastaseðlinum. Kótiletturn- ar voru grásteiktar, dálítið brenndar og bornar fram með öllu fitulaginu á. Þær voru ekkert sérstakar. en ætar. Krydd- smjörið var lítið kryddað og ekki gott. EINNI & NNNI 28 ViKan 20. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.