Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 37

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 37
MJK* mmm Vökvun plantna Það eru til óteljandi ráð um rétta vökvun stofublóma. Einn telur rétt að vökva lítið og oft, annar sjaldan og mikið og sá þriðji hefur enn eina skoðun é málinu. Einnig temprar það hita hennar og stuðlar að efnabreytingum sem nauðsynlegar eru plöntunni til vaxtar. En gætið þess að moldin sé ekki stöðugt blaut, því þá útilokið þið loft, sem nauðsyn- legt er öndun plöntunnar. ánægjan af að fygjast með þroska plöntunnar, sem gefur eigandanum ómældar ánægju- stundir. Margir halda því fram, að ekki megi þakka fyrir græðlinga, ef þeir eigi að dafna vel, og helst eigi að stela þeim! Ekki er auðvelt aðfjölga öllum inniblómum með græðlingum. Fer þetta alveg eftir tegundum. Annars virðist einum takast það mæta vel sem öðrum reynist ókleift. Á hið sama við á flestum sviðum. Aðalatriðið er að hæfilegur raki haldist hið næsta græðlingnum, að ekki skíni sterk sól á hann — en birta verður þó að vera næg. Ekki má vera mikil hreyfing á lofti umhverfis græðlinginn, hann tapar þá raka og visnar jafnvel. Látið ekki græðlinginn verða fyrir raka- missi, setjið jafnvel glerkrukku yfir hann, þegar búið er að stinga sprotanum í mold. Sumir nota alltaf þá aðferð að stinga græðlingnum í vatn, fá á rót og setja síðan græðlinginn beint í mold. Aðrir stinga sprotanum strax í mold, hvolfa glasi eða krukku yfir og vökva vel. Þannig umbúnaður virkar nánast eins og gróðurhús. En gleymið ekki að lyfta glerílátinu annað veifið af græðlingnum, svo ferskt loft komist að honum. Þerrið þá rakann af ílátinu og vökvið um leið. Vfirleitt tekur það 3 til 4 vikur að græðlingur nái að rótfesta sig, getur tekið lengri tíma hjá vissum tegundum. En strax og þið erum viss um að græðlingurinn sé búinn að fá rætur f jarlægið þið umbúnað allan. Yfirleitt finna blómaræktendur sjálfir sitt kerfi að fara eftir. Byrjendum er hins vegar ráðlagt að fylgjast vel með hvernig jurtir þeirra haga sér. Vatnsþörf plantna er auðvitað misjöfn og svo verðum við líka að hafa í huga birtu, hita og loftraka okkar húsakynna. T.d. má fullyrða, að þar sem geisla- hitun er virðist loftið áberandi þurrt. Ef mikið er um bækur og pappír gildir hið sama. Loftraki er sem sagt ekki viðunandi. Margir kaupa svokölluð rakatæki og vissulega er bót að því. Aðrir láta sér nægja að hafa skálar með vatni einhvers staðar í felum. En vitaðeraðþarsem fiskabúr eru þarf ekkert þessara ráða. Við lærum öll af reynslunni og óhætt er að segja að á þessu sviði er það gilt. Sumum tekst fljótt að temja sér rétta vökvun. Blóma- fólk litur yfirleitt til sinna plantna einu sinni eða tvisvar á dag. Þannig kynnist maður best þörfum hverrar plöntu fyrir sig. Stofublóm virðast ekki drekka vatn á ákveðnum timum eða þurfa jafnmikinn skammt að staðaldri. Vökvun fer nokkuð eftir vaxtarstigi plöntunnar, þ.e.a.s. aldri og þroska. ilátið hefur lika mikið að segja. Plast- pottar eru þéttir, en leirpottar gljúpir. En galdurinn er og verður að vökva þegar nauðsyn krefur og læra hvenær sú þörf er fyrir hendi. Vatnið leysir upp nauðsynleg næringarefni úr moldinni og ræturnar innbyrða þessi efni og frá þeim berast þau um plöntuna. Það er nú svo, að é fæstum heimilum er unnt að taka tillit til stofublóma hvað hitastigi viðkemur. Mannfólkið situr í fyrirrúmi. En við getum verið varkár og forðað blómunum úr gluggunum, t.d. þegar mjög kalt er í veðri. Ef mikill kuldi er úti eða dragsúgur myndast geta sumar plöntur hreinlega drepist — aðrar kunna að jafna sig. Það er varhugavert að koma pottablómum fyrir nálægt miðstöðvarhita. Loftið umhverfis plönturnar verður of þurrt og á veturna, þegar birta er mjög lítil, er þetta enn hættulegra. Bæði dragsúgur og miklar hita- sveiflur eru eitthvað það versta sem komið getur fyrir plöntur. Grœðlingar Flestir sem fést við ræktun innijurta hafa af því ánægju að ala upp sínar plöntur sjálfir. Nú hefur fram að þessu verið álitið eitthvert einkamál kvenna að fást við ræktun stofublóma. Auövitað er það ekki siður ánægjuefni fyrir karlmenn og börn að sjá líf vaxa, fylgjast með nýjum sprota sem reynir sig í tilverunni. Eftirlætisplöntur blóma- ræktunarfólks eru yfirleitt jurtir, sem viðkomandi laumaðist til að klípa smá sprota af hjá kunningj- anum og hefur með natni hjálpað til þroska. Það er ekki þar með sagt, að þarna sé á ferðinni mesta skrautjurtin. Þaöer 20. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.