Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 38

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 38
Vikan og Neytendasamtökin Á vorin og sumrin þegar birta er mest er lífsstarf plantnanna í hámarki. Þá er vatnsþörf in mest og áburðargjöf sjélfsögð. Á haustin og í skammdeginu snýst þetta svo við. Vöxturinn hægist og stöðvast loks. Sumar plöntur hvílast alveg og visna þá blöð og stönglar. Má þar til nefna plöntur eins og Fljúgandi diska, gloxinia og ýmsar hnúð- og laukjurtir. i byrjun nóvember er óhætt að hætta að vökva þessar áöur- nefndu plöntur og ekki byrja aftur að vökva fyrr en aö vori. Best er að vera þá búin að umpotta. Nokkur ráðsem þiðættuðaö hafa í huga þegar þið ákvaröið hvort þörf sé aö vökva stofu- blómin, koma hér á eftir. Athugið yfirborð moldarinnar, ef það er rakt eru allar líkur á að öll moldin sé nægilega rök. Ef potturinn er léttur má álíta, að þörf sé á að vökva. Bankið í leir- potta og ef ílátið gefur frá sér tómahljóð er þörf á vatni. Hljóðið er aftur á móti dimmt, ef raki er nægur. Ef blöð plöntunnar eru lin eru likur á að jarðvegurinn sé of þurr. Flestar plöntur vaxa best, ef við leyfum moldinni aö þorna við og við. Ræturnar styrkjast við það og verða duglegri. Plöntur sem hafa smágerðar rætur eru þó undantekning frá þessu. Ef vatnsborð pottsins er lítið, ættuð þið að fylla oftar en einu sinni i og láta renna í gegn. Takið pottana fram í eldhús eða þvottahús þegar þið vökvið. Úðið gjarna blöðin vatni og þerrið ryk af blööum plöntunnar með mjúkum klút. Plöntur sem nýlega hafa verið settar í nýjan pott má ekki vökva mikiö. Eins ber að varast að vökva kaktusa mjög mikið eða aðra þykkblöðunga. Þessar I plöntur nota tiltölulega lítið vatn. Annars er nú svo, að engin regla er án undantekningar og falleg- ustu kaktusjurtirnar hefur smiður þessarar greinar séð hjá áhugamanni, sem vökvar sína kaktusa daglega með volgu vatni. Plöntur sem vaxa í ilátum með þéttum botni ber ekki að vökva mikið. Þegar dimmt og rakt er úti, ætti ekki að vökva blóm mikiö. Plöntur sem þið veröið að vökva sérstaklega mikið og vel eru þær plöntur sem hafa mikið rótakerfi og allar plöntur sem eru blaðmiklar og blómstra mikið. Á þetta t.d. við um jóla- stjörnu, hortensíu o.fl. Eitt er það í sambandi við vökvun, sem rétt er að minnast á, en það er að ekki er talið gott að vatn standi í undirskálum undir pottum. Ræturnar kynnu þá að rotna. Einstaka plöntur eru þó þeirrar náttúru, að þetta er talið eiga við. En það eru aðeins vatna- og raklendisjurtir. Munið einnig, að loftmikill jarðvegur þornar fyrr en þungur og þéttur. Vökvið alltaf með vatni, sem er með svipuðu hitastigi og umhverfið sem plantan er í. Næring i verslunum má fá marg- víslegar gerðir blómaáburðar. Er stundum erfitt fyrir leikmann að ákveða hvað rétt sé að bjóða stofublóminu upp á. Bæði er hér um að ræða áburð í föstu formi og fljótandi, lifrænan og ólíf- rænan. Rætur plöntunnar drekka til sin ólifræna áburðinn og breyta honum í lífræn efna- sambönd og nota þá til þau efni, sem hún vinnur úr loftinu. Lifrænn áburður nýtist hægar og getur komið sér illa ef plantan þarf á skjótri næringu að halda. Eitt er rétt að minna á í sambandi við áburðargjöf, en það er að ekki má gefa áburð á þurran jarðveg. Vatniðfyrst með volgu vatni og vökvið ekki með áburðinum fyrr en tveim til þremur tímum siðar. Plöntur, sem nýlega hafa verið settar i pott eða umpottaðar, má ekki vökva með áburði fyrr en plantan er komin i vöxt. Stundum hættir fólki til að sulla of miklum áburði — af umhyggju trúlega, en það er jafn hættulegt og að gefa of lítið. Fariö nákvæmlega eftir notkunarreglum á umbúðum þess efnis, sem þið hafið fengið i hendur. Mold i öllum blómaverslunum má fá mold, sem sögð er henta vel fyrir okkar stofublóm. Moldarblöndur eru yfirleitt í besta lagi og ekki ástæða til að gera neinar athuga- semdir við það sem á boðstólum er. Flestar plöntur þurfa moldar- blöndu, þar sem um er að ræða garðamold, mýrarmold, tað og grófan sand. Þær plöntur sem aftur á móti þurfa súran jarðveg eiga auk þess að fá í blönduna lyngmold. Eins og gefur að skilja hefur sandur ekkert næringar- gildi, en er eigi að siður nauðsynlegur til að létta moldina. Sumir setja í þessar moldarblöndur dálitið af tilbúnum áburði, t.d. 2 tsk. i hvern pott. ílát fyrir stofublóm Óhætt mun að mæla eindregið með leirpottum. Plastpottar eru einnig vel nothæfir, en ekki eins skemmtilegir. Fráleitt er að nota blikkilát og auk þess erfiðleikum háð að rækta blóm í slíkum ílátum. Nýja leirpotta er gott að pensla utan sem innan með matarolíu. Þeir drekka þá ekki i sig vatn og haldast eins og nýir. Umpottun Moldin sem þið ætlið að nota má hvorki vera of rök né of þurr. Þið veljið ykkur hæfilega stóran pott, t.d. 1 1/2 sinnum stærri en sá sem plantan stendur í. Setjið smásteina við gatiö í botni pottsins, en gætið þó þess að það stíflist ekki. Sáldrið nú mold í botninn. Takið pottinn með plönt- unni í, snúið pottinum við og sláiðvarlega brúninni á pottinum við borðrönd. Rótarkökkurinn mun nú losna og þið hristið frá gömlu moldina. Athugið vel ræturnar og f jarlægið með beittu eggjárni það sem kann að vera rotið. Setjið svo jurtina í nýja pottinn og fyllið í kring með nýrri mold. Gætið þess að hafa gott vatnsborð. Að endingu skal svo vökva vel og láta plöntuna standa í lítilli birtu í nokkra daga meðan hún er að jafna sig. Gleðigjafi Það geta víst allir blóma- ræktendur tekið undir þau orð, að fátt sé jafn ánægjulegt og sjá árangur verka sinna á sviði ræktunar. Sá sem ekki hefur fundið til gleði yfir nýju lifi hefur mikils misst. Er svo um blóma- rækt, sem annað i þessu lífi, að alúð er algjört skilyrði ef vel á að takast. Unnið út frá grein sem birtist í Vör bostad, en ef satt skal segja er efnið að mestu eða öllu leyti samið af þýðandanum SH. Birt í samráði við Neytenda- samtökin. 38 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.