Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 35

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 35
að segja reikningnutn frá þjóninum. Báðir fylgdu þeir henni heim að dyrum, en ekki spori lengra. í sjálfu sér var Ylfa ágætis stúlka þó svo hún hefði ekki fundið upp púðrið. En til lengdar gengur ekki að þjóna tveim herrum. Fyrr en siðar varð hún að gera það upp við sig hvorn þeirra hún vildi — hún varð að velja. Lausnin var aðeins ein — hún varð að losa sig við annan til að halda hinum. Hreint ekkert gaman! Rúnar föli hataði vöðva- búntið Ingvar sem aftur á móti var svo önnum kafinn við fyrstudeildarleikina sína að hann hafðihreintekki tíma til að hata neinn, hvorki Rúnar föla né aðra. Hann sá ekki keppinaut í dósasperglinum en gerði sér aftur á móti grein fyrir hættunni sem stafaði af appelsínugula sportbílnum. Það var verra mál. Nú getur verið að lesandinn spyrji: Fer ekki eitthvað að gerast? Víst um það. Lausnin er í sjónmáli, dæmið gengur upp. Kvöld eitt þegar Ylfa og Ingvar voru að koma úr bíói stóðu þau undir regnhlíf Ingvars fyrir framan útidyrnar hjá Ylfu. Það hellirigndi, þrumur og eldingar í lofti, hreint úrfelli og Ylfa hafði ekki hjarta í sér til að senda Ingvar heim í slíku veðri. — Þú neyðist víst til að koma upp með mér, sagði Ylfa. — Við getum fengið okkur eina kók eða seven up og á meðan hlýtur regninu að slota þannig að þú kemst heim án þess að verða allt of blautur. Ingvar þáði boðið án þess að hugsa sig um tvisvar. En hinum megin á götunni sat Rúnar í litla appelsínugula sportbílnum sínum. Hann sá þau hverfa inn í húsið og hann sá líka þegar þau kveiktu ljós í herbergi Ylfu. Það þurfti ekki mikið ímyndunarafl til að skilja hvert stefndi. Hann var efins um að Ylfa gæti varið sig ef vöðva- búntið byrjaði að leita á hana. Hann var jú víðfrægur marka- skorari. Fimm mínútum siðar hringdi hann dyrabjöllunni hjá Ylfu. Hún kom niður og opnaði og það skipti engum togum, Rúnar rauk inn í íbúðina líkt og slökkviliðsmaður inn í eldhaf. Hann staðnæmdist á. miðju herbergisgólfinu með kreppta hnefa og hatrið skein úr augunum. Ingvar sat í sófanum, kominn úr jakkanum með vara- lit smurðan um allt andlitið. Hann hafði þá bersýnilega gert tilraunir til að skora en skotið í stöng og slá fram að þessu. Eða það vonaði Rúnar svo sannar- lega. Ingvar leit sem snöggvast á litlu, hvítu, krepptu hnefana hans Rúnars, stóð því næst á fætur, bretti upp skyrtu- ermarnar og gekk ógnandi í átt til fölleita mannsins sem stóð eins og límdur á miðju herbergis- gólfinu. — Eigum við að slást um hana? sagði hann. Er það það sem þú vilt? Og svo hnyklaði hann vöðvana. Föli Rúnki var fljótur að rétta úr fingrunum. Honum þótti of vænt um sjálfan sig og heilsu sína til að fara að standa í slagsmálum. En ef hann nú átti að tapa Ylfu sinni fyrir fullt og allt þá skyldi hann hefna sín svo um munaði. Þegar hann hörfaði í átt að dyrunum hafði hann komið auga á regnhlíf Ingvars sem hékk þar á snaga, enn blaut eftir regnið mikla. Áður en nokkur gat rönd við reist hafði Rúnar þrifið hana niður af snaganum ... og brotið hana í tvennt á hné sér. Brotunum henti hann svo í átt til Ingvars. — Gerðu svo vel! Nú er öruggt að þú verður holdvotur á leiðinni heim til þín á eftir! Þýð.:E.J. 20. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.