Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 27

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 27
Fjórði hluti Hann hafði það fast- lega á tilfinningunni að eitthvað væri í ólagi með loftfarið og minntist á það við konu sína. að koma frá því að leggja gildrur utan við þorpið. sér það. Honum finnst eins og þaðstefni beint á sig. 2.09. Leech situr enn i reyksalnum og finnur vélina hallast meira en áður. Hann heyrir hvernig glamrar i símrit- anum og einhver kallar: — Kastið kjöl- festunni — viðerum að hrapa. Niðri á jörðinni stendur Alfred Roubaille og horfir með hryllingi á það hvernig loftfarið rekst á hæð í tæpra hundrað metra fjarlægð. Um leið teygja eldtungur sig út úr skrokknum. Þegar brunaliðið kemur loks á vettvang kortéri seinna er ekkert eftir af þessu stærsta loftfari veraldar nema glóandi stálgrindin. Eins og fyrir kraftaverk komast sex áhafnarmeðlimir lifs af úr slysinu — á meðal þeirra er Leech. Allir aðrir láta lífið. þar á meðal Thomson lávarður og sir Sefton. Breska stjórnin skipar rannsóknar- nefnd í málinu undir stjórn sir Johns Simons, sem seinna varð utanríkis- ráðherra. Það þarf að fá svar við ýmsum óþægi- legum spurningum. Fólk minnist allra vandræðanna i sambandi við .reynslu- flugið. Þvi var þessu flugi ekki frestað? Var lögð meiri áhersla á þjóðarstolt en öryggi? Sama dag er haldinn miðilsfundur hjá sálarrannsóknarfélaginu i London. Viðstaddir eru miðillinn Eileen Garrett. ástralski blaðamaðurinn lan Coster. breski viðskiptajöfurinn Harry Price og hraðritari. Þetta fólk ætlar að reyna að ná sambandi við hinn nýlátna rithöfund sir Arthur Conan Doyle. — Fái ég nokkurt tækifæri til að láta vita af mér eftir dauðann mun ég notfæra mér það, hafði hann sagt. En þetta síðdegi gerast óvæntir atburðir. í stað Conan Doyle kemur andi einhvers manns sem kallar sig Irwin. Brátt kemur i ljós að þetta hlýtur að vera flugstjóri loftfarsins R 101. Miðillinn ryður út úr sér ýmsum tækni- legum skýringum. ritarinn hefur varla við að skrifa þær niður. — Hreyflarnir eru ekki nógu kraftmiklir... ekki nógu mikil vélarorka . . . Það er eitthvað í ólagi með bensín- gjöfina . . . Við fljúgum of lágt . . . of litlar loftskrúfur . . . ófullnægjandi kælikerfi... Þessi upptalning á göllum i R 101 og ástæðum fyrir slysinu heldur áfram næstu tvo timana. Price ákveður að láta fagmenn fara yfir allar þessar tæknilegu útskýringar. Þeir lýsa þvi yfir að það sé útilokað að þær hafi fengist frá leikmanni eins og Eileen Garrett. Daginn eftir situr Villiers majór einn við arininn í stofu sinni. Hann brýtur heilann um orsakir slyssins. Skyndilega fær hann það á tilfinninguna að hann sé ekki einn i herberginu. Og hann heyrir rödd: — í guðs bænum. Villiers . . . ég verð að tala við yður. Við erum ekkert annað en fjandans morðingjar . . . hlustið á mig! Og nú kannast Villiers við röddina. Hún tilheyrir Irwin. flugstjóra R 101 og gömlum stríðsfélaga hans. — Hvað viljið þér mér. Irwin? segir hann hátt en fær ekkert svar. Sýnin er horfin. Næsta morgun hringir Villiers til Julians Sorsby yfirmajórs. sem er gamall vinur hans og hefur mikinn áhuga á sálarrannsóknum. Sorsby lofar að útvega honum miðilsfund með Eileen Garrett. Hann fær hann tveimur dögum siðar. Villiers veit ekki um það að Irwin hefur þegar komið fram á fundi hjá Eileen Garrett. Og Eileen veit heldur ekki hið rétta nafn Villiers. Og andi Irwins lætur ekki á sér standa. Aðrir áhafnarmeðlimir R 101 láta líka til sín heyra í gegnum miðilinn ásamt sir Sefton. Allir gefa þeir nánari skýringaráslysinu. — Við uppgötvuðum bensínleka strax eftir flugtak. Ventlarnir voru ekki nógu þéttir. . . Við höfðum miklar áhyggjur . . . En við ætluðum að ná til Le Bourget og fresta þar flugi vegna veðurs. En yfir Ermarsundi uppgötvuðum við að það var of seint. Við vorum glataðir. — Hvernig bar slysið að? spyr Villiers. — Ein af bógstoðunum gaf sig. það kom stór rifa i skrokkinn. Þar komst vindur inn sem ýtti okkur niður. Einn af ventlunum lak. Einn af hreyflunum bilaði og það kviknaði i honum. Það varðsprenging... Svo sker rödd Irwins sig úr: — Þér verðið að hjálpa okkur. Villiers. Það eru ótal hönnunargallar á þessum risaloftförum. Við vissum það allir. Atherton hélt dagbók yfir þá. Colmore skildi líka eftir sig teikningar. Það verður að leggja þetta fyrir rannsóknarnefndina. Hjálpið okkur til að leiða sannleikann í ljós, Villiers... Síðasta skipun um borð: Kastið kjöl- festunni — við erum að hrapa. 37 árum síðar fékk Villiers majór síðbúna sönnun þess að dauðinn er ekki endir alls. Villiers var maður kaldrar skynsemi. Hann trúði ekki á drauga. En fundar gerðarbókin eftir þennan miðilsfund sagði sína sögu: Þar var getið um rúm- lega fjörutíu tæknigalla og útilokað að um svik gæti verið að ræða. Villiers tefldi á tvær hættur. hafði samband við sir John Simon og bað um viðræður. Þeir hittust í dómshöllinni i London. Villiers bað sir John um að útvega rannsóknarnefndinni dagbók Athertons og teikningar Colmores sem getið hafði verið um á miðilsfundinum. John Simon lofaði að reyna það. Villiers beið eftirvæntingarfullur eftir úrslitum. Ekki bara vegna orsaka slyssins heldur lika til sönnunar á því að unnt væri að komast i samband við anda látinna manna. Ef dagbókin og teikning- arnar fyndust var það algjör sönnun á lifi eftir dauðann. Sir John Simon lét leita þessara gagna. Ekkja Colmores staðfesti að maður hennar hefði geymt slíkar teikningar í skrifborðsskúffu í skrifstofu sinni. En þær fundust ekki. Höfðu þær horfið af mannavöldum? Við því hefur ekkert svarfengist. Frú Atherton gat hins vegar ekki Gullkálfurinn svarti Söngvaranum svarta Michael Jackson hefur hlotnast margur heiður- inn um ævina þótt ekki sé aldurinn hár. Velgengni hans að undanförnu hefur verið með eindæmum og gull- plöturnar hlaðast upp. * Hér á myndinni er hann (lengst t.v.) munað eftir neinum dagbókum í fórunt manns sins ... Villiers gafst upp. Það virtist ekki vera hægt aðsanna neitt. Rannsóknarnefndin birti skýrslu sína ári eftir slysið. Út úr henni kom ekki neitt ákveðið og margir höfðu á tilfinningunni að þar væri þagað yfir ýmsu sem ekki þyldi dagsins Ijós. 37 árum eftir að R 101 fórst gerði breski rithöfundurinn Michael C'ox kvikmynd um loftfarið. Hann talaði við þá sjónarvotta að atburðinum sem enn voru á lifi og aðstandendur þeirra sem fórust. Meðal þeirra var gömul kona: frú Atherton. Hún lét Cox hafa gamla pappira sem maður hennar hafði látið eftir sig. Þar fann Cox eftirfarandi: — Það Itefur verið brjálæðisleg pressa á okkur að Ijúka við þetta loftfar. . . Það er mjög óréttlált af yfirmönnum okkar að ætlast til að við getum afgreitt nýtt loftfar af þessari stærð eftir pöntun . . . Það hefur allt of litla flughneigð og er of afturþungt... Þetta hafði Atherton skrifað heilu ári áður en loftskipið lagði í hina örlagaríku ferð sína. Og enn hefur ekki fundist nein skýring á þvi hvers vegna rannsókn- arnefndin fékk ekki að sjá þessa pappíra. Villiers majór var nú kominn á eftir- laun. Hann sá myndina og heyrði þessa setningu sem Atherton hafði skrifað niður hjá sér. Fyrir hann var þetta siðbúin sönnun á þeim skilaboðum sem hann hafði fengið að handan fyrir 37 árum. Hann efaðist ekki lengur. Dauðinn er ekki endir alls. Dauðinn er bara millibilsástand. Það er til lif eftir dauðann — á þvi sviði sem við köllum fyrir handan. að veita viðtöku tvöfaldri gullplötu fyrir metsöluplötu sína Off the wall og honum til aðstoðar við burðinn er leik- konan fræga Jane Fonda og jassistinn Quincy Jones en hann útsetur og stjórnar upptökum á lögum Michaels og gerir það eins og meistara sæmir. Samvinna þessara tveggja svertingja hefur gefið mjög góða raun og er önnur plata í uppsiglingu. 20. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.