Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 16

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 16
IMafn Odds Sigurðssonar, spretthlaup- arans unga, er vafalítið það fyrsta er kemur í hugann þegar rennt er yfir árangur í frjálsum íþróttum á síðasta ári, Frami Odds, tvítugs höfuðborgarpilts, hefur verið með ólíkindum og nafn hans var á allra vörum er hann hvað eftir annað hreinlega skildi keppinauta sína eftir á hlaupabrautinni. Fjölmiðlar nefndu hann gjarnan hlaupaspútnikinn og það ekki að ástæðulausu. Oddur náði bestum tíma lslendings á siðasta ári í 100, 200 og 400 metra hlaupum og árangur hans í síðast- nefndu greininni er ævintýri likastur þegar tillit er tekið til þess að hann hefur aðeins stundað reglubundnar æfingar í rúmt ár. lþróttamenn. sem hafa æft um margra ára skeið. myndu vafalítið margir hverjir gera sig hæstánægða með þann árangur er Oddur hefur náð á einu sumri. Það kom þvi ekki svo mjög á óvart er Oddur hafnaði i 2. sæti í kjöri iþrótta- manns ársins sem íþróttafréttamenn gangast fyrir. Svo sannarlega ekki á hverjum degi sem nýliði í íþróttum ODDUR SIGURÐSSON Það verður erfitt að ná ólympíu- lágmarkinu — segir Oddur Sigurðsson, sprett- hlauparinn ungi, í viðtali við VIKUNA kemst á lista yfir 10 bestu íþróttamenn landsins og það i 2. sætið. Oddur hefur stundað æfingar af krafti i vetur og hélt i febrúar til Bandaríkj- anna þar sem hann æfði við góð skilyrði um þriggja vikna skeið. Vist er að Oddur er vel undir sumarið búinn og margir bíða vafalítið spenntir eftir fyrsta hlaupi hans i vor. Vikan heimsótti Odd á heimili hans vestur á Ljósvallagötu eitt kvöld fyrir skömmu. Er undirritaður var að búa sig undir að ýta á hnappinn á dyrasímanum heyrðist létt fótatak að baki. Var þar Oddur kominn — hlaupandi að sjálf- sögðu — með þjóðardrykkinn, kók, i fanginu. Það varð því úr að við urðum samferða upp stigann og inn á heimili hans þar sem hann býr hjá foreldrum sínum. Oddur var nýkominn frá Banda- ríkjunum úr stuttri æfingaferð er undir- ritaður heimsótti hann svo það var eðlilegt að spyrja hann fyrst út í dvölina þar. „Það var ákaflega gaman þarna úti i San Jose i Kaliforníu og ég æfði mikið 16 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.