Vikan


Vikan - 15.05.1980, Síða 16

Vikan - 15.05.1980, Síða 16
IMafn Odds Sigurðssonar, spretthlaup- arans unga, er vafalítið það fyrsta er kemur í hugann þegar rennt er yfir árangur í frjálsum íþróttum á síðasta ári, Frami Odds, tvítugs höfuðborgarpilts, hefur verið með ólíkindum og nafn hans var á allra vörum er hann hvað eftir annað hreinlega skildi keppinauta sína eftir á hlaupabrautinni. Fjölmiðlar nefndu hann gjarnan hlaupaspútnikinn og það ekki að ástæðulausu. Oddur náði bestum tíma lslendings á siðasta ári í 100, 200 og 400 metra hlaupum og árangur hans í síðast- nefndu greininni er ævintýri likastur þegar tillit er tekið til þess að hann hefur aðeins stundað reglubundnar æfingar í rúmt ár. lþróttamenn. sem hafa æft um margra ára skeið. myndu vafalítið margir hverjir gera sig hæstánægða með þann árangur er Oddur hefur náð á einu sumri. Það kom þvi ekki svo mjög á óvart er Oddur hafnaði i 2. sæti í kjöri iþrótta- manns ársins sem íþróttafréttamenn gangast fyrir. Svo sannarlega ekki á hverjum degi sem nýliði í íþróttum ODDUR SIGURÐSSON Það verður erfitt að ná ólympíu- lágmarkinu — segir Oddur Sigurðsson, sprett- hlauparinn ungi, í viðtali við VIKUNA kemst á lista yfir 10 bestu íþróttamenn landsins og það i 2. sætið. Oddur hefur stundað æfingar af krafti i vetur og hélt i febrúar til Bandaríkj- anna þar sem hann æfði við góð skilyrði um þriggja vikna skeið. Vist er að Oddur er vel undir sumarið búinn og margir bíða vafalítið spenntir eftir fyrsta hlaupi hans i vor. Vikan heimsótti Odd á heimili hans vestur á Ljósvallagötu eitt kvöld fyrir skömmu. Er undirritaður var að búa sig undir að ýta á hnappinn á dyrasímanum heyrðist létt fótatak að baki. Var þar Oddur kominn — hlaupandi að sjálf- sögðu — með þjóðardrykkinn, kók, i fanginu. Það varð því úr að við urðum samferða upp stigann og inn á heimili hans þar sem hann býr hjá foreldrum sínum. Oddur var nýkominn frá Banda- ríkjunum úr stuttri æfingaferð er undir- ritaður heimsótti hann svo það var eðlilegt að spyrja hann fyrst út í dvölina þar. „Það var ákaflega gaman þarna úti i San Jose i Kaliforníu og ég æfði mikið 16 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.