Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 30
Draumar Strauk nidur eftir fótunum á mér Kæri draumráðandi. Mig langar að láta þig ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mérfannst ég vera að læra skólanámið úti hjá hlöðunni, á þeim stað þar sem ég er á sumrin. Þá kom maður, X. Hann stóð fyrir aftan mig og var að horfa á mig. Ég skipti mér ekkert af honum og þá fór hann. Rétt á eftir fór ég út í fjós og þá var X þar. Systir mín var þar líka og mér fannst hann vera að hjálpa henni að tengja segulbandið hennar við einn básinn. Ég spurði hvort hún vildi lána mér segulbandið en hún sagðist þá þurfa að nota það. Svo fór hún. En ég fór að læra inni í fjósi. Þá kom X, labbaði aftur fyrir mig og stóð þar. Svo fór hann að strjúka niður eftir fótunum á mér og mér fannst hann vera að þurrka drullu af höndunum á sér. Þá sagði ég: Ógeð ertu, X. Svo man ég ekki hvað gerðist fyrr en ég var búin að snúa mér við. Þá tók hann utan um mig og ég utan um hálsinn á honum. Svo beygði hann sig niður að mér, kyssti mig og sagði: „Komdu með mér heim. ” Ég sagði: „Ég get það ekki. ” Svo fór ég að hugsa um hvort ég gæti fengið vinnu í nágrenni við hann því mig vantaði vinnu. Hvort ég sagði honum það man ég ekki. Það skrítnasta við drauminn var að X var miklu stærri en ég, en hann er í rauninni ekki stór og ég ekki lítil. K. Fjós í draumi boðar oft gjöf eða góðar fréttir og flest í draumnum undirstrikar jákvæðar hliðar merkingar- innar. Þarna gæti einnig verið um að ræða einhvers konar heppni sem fellur þér í skaut innan tíðar og breytir talsverðu til betri vegar. Þess verður varla langt að bíða að þú tengist ákveðnum aðila sterkum böndum en hvort þar er um að ræða framtíðar- samband skal ósagt látic. Maðurinn í draumnum tengist merkingunni sáralitið og er hann sjálfur einungis tákn fyrir ákveðna atburði. Til þess að ráða í þau atriði vantar draum- ráðanda vitneskju um nafn hans og fleiri smáatriði í draumnum hafa einnig nokkra þýðingu. Ur Öxnadalnum til Akureyrar Draumráðandi. Það var aðfaranótt páska- dags að mig dreymdi þennan draum. Mér fannst ég þurfa að fara suður út af blóðrannsókn og lagði ég af stað gangandi í ofsa snjókomu. í Öxnadalnum fannst mér ég vera komin á fjóra fœtur og reyndi ég að krafsa mig þar áfram. Þar keyrði flutningabíll fram hjá mér og stansaði ekki en á eftir honum kom svört vera sem reyndist vera móðir mín. Bað hún mig að snúa við því mig vantaði bréf og tíma til að komast til læknis. Snerum við báðar við og var ég þá allt í einu stödd í kirkjunni á Akureyri með systur minni. Þar ætluðum við að fá bréfið, sem mig vantaði, en það fannst ekki og ekki nafnið mitt heldur. Fannst mér ég vera hálfleið yflr því en ákvað að láta við svo búið standa. Fórum við að líta í kringum okkur og þarna vorum við systurnar, presturinn og ein skúringakona. Sá ég þá litla mynd af tveimur drengjum, annar var í kerru en hinn hélt í hana. Bíll var einnig á myndinni eins og hún hefði verið tekin á ferð og sagði konan okkur að bíllinn hefði keyrt á drengina og þeir hefðu látist samstundis. Ég sagði þá eitthvað á þessa leið: En hvað þeir hafa verið fallegir. Þá fór allt á hreyfmgu og fannst mér grátur fylgja þessum látum. Ég vissi að þarna voru þeir bræður og fórum við systurnar þá að tala við þá. Þeir létu vissa hluti hreyfast, sem átti að þýða já eða nei. Fannst mér draumurinn enda þannig. Nú langar migað biðja þig, draumráðandi, að svara þessum draumi fjótt. Kœr kveðja. SPAK Framundan eru miklir erfiðleik- ar og þér finnst um tíma að engin leið sé fær. Þetta er þó mikill misskilningur og í þessu tilviki sem öðrum birtir til um síðir. Flest tákn í draumnum benda til þess að erfiðleikarnir tengist fjölskyldu þinni og verði fremur langvinnir. Hins vegar muntu komast yfir þetta og með timanum hverfa þessir slæmu atburðir í minninguna. Miklu skiptir að þú haldir stillingu þinni meðan á þessu stendur og minnstu þess að öll sár gróa um síðir, þótt ef til vill virðist það ótrúlegt í miðju - j atvikanna. «'iTr ____'mwzf —, 30 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.