Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 31
Popp Rolling Stones hafa orðið fjölmörgum rokkhljómsveitum fyrirmynd, ekki sist fyrirliðinn, söngvarinn frægi Mick Jagger. Það var haft eftir þekktum sjónvarpsmanni i Bretlandi eftir að Stones höfðu komið fram í fyrsta sinn i sjónvarpi árið 1963: „Ef þessi hljómsveit á að verða eitthvað verður rindilslegi söngvarinn með hjólbarðavarimar að hætta.” Brosleg ummæli þegar haft er i huga að Rollingarnir hefðu aldrei náð jafnlangt og raunin varð án Jaggers. Sviðsframkoma hans og söngmáti hefur gert hann að einu mesta átrúnaðargoði poppsins, fyrirmynd rokksöngvarans, kyntákni og lengi mætti áfram telja. Hljómsveitin hefur verið starfrækt í meira en 18 ár með nær óbreyttri mannaskipan. Brian Jones, sem verið hafði með frá upphafi, lést árið 1969 vegna ofneyslu eiturlyfja og hafa tveir góðkunnir gítarleikarar gegnt starfi hans síðan — fyrst Mick Taylor og Ron Wood nú siðustu árin. Plötur Rolling- anna skipta orðið tugum og hafa margar þeirra unnið til æðstu verðlauna. Einstakir liðsmenn hljómsveitarinnar hafa að auki átt samstarf við fjölmarga aðra poppara og komið fram á plötum þeirra. Rollingarnir hafa staðið af sér allar helstu stefnubreytingar í poppinu og rokkmúsík þeirra haldið sínum sterku einkennum. Þeir eiga sér vísan stað i flokki bestu rokkhljómsveita sent hingað til hafa kontið fram á sjónarsviðið. Núverandi mannaskipan Rolling Stoneser: Mick Jagger — söngur, Keith Richard — gítar — söngur, Ron Wood — gitar — söngur, Bill Wyman — bassagitar, Carlie Watts — trommur. Forystusveit Rollinganna árið 1968. F.v. Brian Jones, en hann lést árið 1969, og lagasmiðirnir Keith Richard og Mick Jagger. Eftir þá eru öll bestu lög Stones, sigild rokklög eins og Satisfaction, Honky tonk woman, Brown sugar og Symphaty with the devil. Kolling Stones eða Rollingarnir eins og þeir eru oft nefndir hérlendis hafa haldið hópinn síðan 1962 og verið leiðandi afl I rokkinu. Þeir komu fram á sjónarsviðið í Bretlandi um svipað leyti og Bítlarnir og komst á töluverð samkeppni milli þess- ara forystusauða poppsins þegar þeir voru að ryðja sér braut til frægðar. Að vísu var músíkin ólik — Bítlamir höfðu laglinuna að leiðarljósi en Rollingunum hæfði betur hrjúf rokkmúsík i anda „rythm and blues" með oft á tiðum kæruleysislegu yfirbragði. Þeir voru síðhærðari en Bítlarnir, óformlegir i allri framkomu og hegðun og óstýrilátir umboðsmönnum sinum. Subbulegir, sagði fullorðna fólkið og vissulega var talað um þá í hneykslunartón manna á meðal og fjölmiðlar voru óvægnir i þeirra garð. Fyrir þragðið vöktu þeir fremur forvitni en hitt og máttu vel við slíkt umtal una þvi áhangendum fór ört fjölgandi og rokktnúsík þeirra féll í góðan jarðveg á þessum umbrotatímum æskufólks — framan af áratugnum '60- '70. Þorgeir Ástvaldsson Rindillinn varaþykki Mick Jagger — fyrirmynd rokksöngvarans bæði hvað snertir sviðsframkomu og söngmáta. Nýleg mynd af Jagger, tekin f Parfs en Rollingarnir hafa i allmörg ár átt lögheimili i Frakklandi vegna hárra skatta i föðurlandinu, Bretlandi. TILHEYRA FLOKKI BESTU ROKK HLJÓM- SVEITA I 20. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.