Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 51
Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson
Á mánudagsmorguninn fengum við
skeyti frá sir Alexander Milne, sem
skýrði frá því að ráðist hefði verið á
hornvirkið en ekkert frekar.
Ég bað vin minn að láta mig vita ef
hann sæi nafn bróður mins á undan mér
meðal þeirra sem höfðu særst eða fallið.
Um hálfum mánuði síðar kom hann
mjög alvarlegur inn í svefnherbergi mitt
á heimili móður hans í Athole Crescent i
Edinborg.
„Ég hygg að þú sért kominn til þess að
segja mér sorgarfréttina sem ég hef búist
við." sagði ég. Hann kvað já við því.
Bæði ofursti fylkisins og nokkrir liðs-
foringjar staðfestu að útlit bróður míns
hefði verið mjög svipað og ég hafði lýst
og banasárið á nákvæmlega sama stað
og ég hafði séð. En það var ekki unnt að
segja hvort hann hefði í rauninni dáið
samstundis.
Hann hlaut að hafa birst mér
nokkrum klukkustundum eftir dauða
sinn því ég sá hann þegar klukkan var
lítið eitt gengin í þrjú um nóttina.
Litla bænakverið hans og bréfið sem
ég hafði skrifað honum var sent heim til
okkar nokkrum mánuðum síðar. Hvort
tveggja hafði fundist í innri brjóstvasa á
kyrtli sem hann var í þegar hann féll. Og
nú er þetta í minni eigu."
Eins og allar þær frásagnir sem
varðveittar eru í hinu fræga skjalasafni
Breska sálarrannsóknafélagsins er þessi
frásögn Colt höfuðsmanns skjalfest með
ótal vitnisburðum sem of langt mál væri
að rekja hér.
Ég ætla samt að rekja hér enn eina
frásögn úr skjalasafni þessa fræga félags
i Lundúnum, en þar á í hlut kona ein
sem jafnframt var einn af starfsmönnum
félagsins. í þessu dæmi er samningurinn
gerður milli konunnar sem dó og einnar
vinstúlku hennar.
Það kann nú ef til vill að hvarfla að
einhverjum lesanda að fólk myndi hugsa
svo mikið um slíkan samning að
hugsunin ein gæti valdið hlutaðeiganda
ofsjónum. En þá er eftir að skýra það að
þessar „ofsjónir" koma alltaf heim við
andlátsstundina. í dæminu hér á eftir er
öllum slikum vangaveltum gjörsamlega
kollvarpað sökum þess að samningurinn
er gerður milli tveggja vinstúlkna en hin
framliðna birtist fyrst dóttur sinni, svo
barnfostru og síðast eiginmanni sínum,
en alls ekki vinkonu sinni. En dóttirin og
barnfóstran vissu ekkert um
samninginn. Þessi frásögn er skráð í
skýrslum Breska sálarrannsókna-
félagsins í V. bindi á bls. 440.
Konan sem segir frá kaus að láta
nafns síns ekki getið en frásögn hennar
er svona:
„Mars, 1889.
Móðir mín dó 24. júní 1874 í husi einu í
Silíma á eynni Möltu sem var nefnt
Veiðimannahöllin. Við höfðum sest þar
að henni til heilsubótar.
Hún hafði alltaf verið hrædd um að
verða kviksett og fékk því föður minn til
þess að lofa því að láta ekki grafa sig fyrr
en vika væri liðin frá andláti hennar.
Ég man að við urðum að fá sérstakt
leyfi, því það er venja þar suðurfrá að
greftrunin fari fram þrem dögum eftir
andlátið.
Ég sá hana í síðasta sinn þrem dögum
eftir að hún dó. Eg fór með föður
mínum til hennar og við klipptum af
henni allt hárið, sem var bæði mikið og
hrokkið. Ég man ekki eftir þvi að ég
væri neitt óstyrk eða vitund hrædd. Hún
var grafin á sjöunda degi og birtist mér
nóttina eftir.
Ég svaf í lítilli búningsstofu sem var
fram af barnaherberginu og lágu tvö
þrep upp að henni, eins og er í mörgum
húsum af þessari fornu gerð.
Reykingastofa föður míns, þar sem
hann var vanur að sitja á kvöldin, var
fyrir þverum forsalnum. Ég þurfti því
ekki að fara gegnum barnaherbergið til
þess að komast út.
Þetta kvöld var veður mjög heitt og
blæjalogn. Ég hafði verið látin hátta fyrr
en vanalega og hafði ekki Ijós hjá mér.
Hlerarnir höfðu verið látnir vera að
mestu opnir og nóttin var svo björt að
ljóst var í herberginu.
Hurðin að herberginu var i hálfa gátt
og ég gat séð skuggann af barnfóstrunni
þar sem hún laut yfir sauma sína. Ég
starði á skuggann af hendi hennar, sem
hreyfðist mér til leiðinda jafnt og þétt,
þangað til ég sofnaði.
Ég hélt ég hefði sofið stundarkorn
þegar ég vaknaði. En þegar ég sneri mér
á hina hliðina og að glugganum sá ég
móður mína standa við rúmið mitt. Hún
var grátandi og augsýnilega örvingluð.
Ég áttaði mig ekki undireins á þvi að
hún var dáin. Ég kallaði þess vegna til
hennar eins og ég var vön — því hún
hafði oft komið inn til mín þegar ég svaf
— og sagði blátt áfram við hana: „Hvað
er að, elsku mamma?" En þá mundi ég
allt í einu eftir þvi að hún var dáin og
hljóðaði upp yfir mig. Barnfóstran kom
hlaupandi út úr herberginu sínu 6n
þegar hún kom á þröskuldinn fleygði
hún sér á hnén og fór að telja perlurnar
á talnabandinu sínu og gráta.
1 sömu svipan kom faðir minn inn um
hinar dyrnar og ég heyrði að hann sagði:
„Elsku Júlía!" um leið og hann kom inn.
Móðir mín leit fyrst til hans en svo til
mín. Hún sló um leið saman höndunum,
eins og í örvæntingu, og fór svo yfir að
barnaherberginu og hvarf.
Barnfóstran sagði síðar frá því að hún
hefði fundið greinilega að eitthvað fór
fram hjá henni, en hún var svo frávita af
hræðslu að vitnisburður hennar var ekki
marktækur.
Faðir minn bauð henni að fara út úr
, herberginu og sagði að mig hefði verið
að dreyma og fór ekki frá mér fyrr en ég
var sofnuð.
Hann sagði mér þó daginn eftir að
hann hefði einnig séð móður mína og að
hann vonaðist til þess að fá að sjá hana
aftur. Og ef hún kæmi aftur til mín
mætti ég ekki verða hrædd en segja
henni að hann langaði til að tala við
hana. Ég lofaði hátíðlega að gera það en
þarf varla að taka það fram að hún
hefur aldrei birst mér aftur.
Faðir minn er nú dáinn fyrir þrem
árum svo ég er nú eini sjónarvotturinn á
lífi. Hann sagði þó síðari konu sinni frá
þessu og hún skrifar hér nafn sitt undir
til staðfesiingar.
L.H. M.S.H."
Lafði E. skrifar um þetta það sem hér
fer á eftir:
„Frú H. var ein af bestu vinkonum
minum í mörg ár. Og við gerðum þann
samning með okkur að hvor okkar sem
dæi fyrr skyldi birtast hinni, ef þess væri
kostur. Mér var tilkynnt lát hennar i
síma daginn sem hún dó og ég vakt: alla
nóttina í von um að fá að sjá hana en
varðekki vör viðneitt.
Síðar sagði dóttir hennar mér að bæði
hún og barnfóstran og faðir hennar
hefðu séð vinkonu mína í barna-
herberginu. Hún sá svipinn fyrst, svo
barnfóstran og síðast einnig faðir
hennar, sem kom þjótandi inn í
stofuna." . D
20. tbl. Víkan 51