Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 47
og blindandi leiftur af svörtu Ijósi er allt i einu var kveikt á. Hann sagði: ,,Þú segir þeim ekkert!” Þá heyrði ég skrækt suð, eins og i vél á miklum hraða. Hljóðið hækkaði óðum og mig fór að verkja í eyrun. Það var nálbeitt, eins og i tannlæknabor. Ég heyrði rödd hans í gegnum það, og hann sagði: ,,Þú segir lögreglunni ekkert. Þú gleymir öllu sem Júlía hefur sagt þér um föður sinn. Eða Anne Jordan. Þú gleymir að þú sást mig hér í dag.” . . . Ég hlýt að hafa varpað mér á gólfið og farið að öskra. Það næsta sem ég man. er að dyrnar þeyttust upp og herbergið var aftur orðið fullt af lögreglumönnum. Enn fleiri lögreglumönnum en áður. Wall lögregluforingi sagði mér að þeir hefðu verið saman komnir fyrir utan og verið að leggja af stað i leitina, þegar hann heyrði mig hrópa. . . Gray Jordan var hvergi sjáanlegur... Augnabliki síðar hefði hann verið heilaþveginn. En lögreglan kom tímanlega. Hann mundi allt og sagði þeim allt. sem hann mundi, meðan Anne Jordan sat og hlustaði, föl á verði. með spenntar greipar. ..Erú Jordan," spurði gráhærði lög regluþjónninn loks þolinmóður. „kom maðurinn yðar hingað i dag?” „Nei! Nei, auðvitað ekki!" „Hvers vegna er það auðvitað ekki?” „Hann fór frá mér fyrir fjölmörgum árum. Ég hef ekki séð hann síðan.” „Þér hafið heyrt lýsingu herra Bensons á manni, sem hann heldur fram að hafi verið hér. Sáuð þér þann mann?” „Nei. Það hefur enginn komið hingað." „Á lýsingin Við manninn yðar?" „Almáttugur. nei! Gray var ekkert líkur þessu.” „Herra Benson?" „Ég hef bara sagt það sem ég sá. Og heyrði." Lögreglumaðurinn yppti öxlum. „Ég hef mestar áhyggjur af hrópum yðar." Anne Jordan sagði: „Hann réðst á mig. Hann sagði yður það sjálfur. Hann hristi mig og æpti og hrópaði. Það var það. sem þið heyrðuð.” „Vegna þess, að þér vilduð ekki leyfa honum aðgiftast Júlíu?" „Já." „En hvers vegna vilduð þér ekki veita samþykki yðar? Hún er komin á lögaldur, er ekki svo? Það sögðuð þér okkur.” „Það er skammt síðan. Hún er ung eftir aldri.” ,.Og hann réðst á yður vegna þess?" „Já.” „Herra Benson?” „Það er satt, að ég hristi hana. En það var áður en ég fór að æpa. Ég greip i hana og hristi hana vegna þess að hún vildi ekki samþykkja að við giftumst. FORNIN Og vegna þess að hún vildi ekki segja mér sannleikann um fæðingu Júlíu. Rétt eins og hún er núna að Ijúga að ykkur um Gray Jordan.” „Yfirlögregluþjónn,” sagði Wall þolinmóður. „Farðu með þau bæði niður á stöð, og farðu aftur yfir skýrslurnar þeirra, meðan við höldum leitinni áfram. Yfirheyrðu þau hundrað sinnum. ef svo ber undir.” Hann leit aftur á Mike og Anne Jordan. sem var enn í náttkjól og slopp. „Klæðið yður, frú Jordan, og verið svo vænar að segja okkur allt. sem þér vitið. ef þér viljið fá dóttur yðar aftur. Og ég á við, að þér verðið að segja okkur allt. Hversu mikil einkamál ykkar Júlíu það kann að vera. Er það skilið?” „Að sjálfsögðu. lögregluforingi. Má ég fá mér annan sjúss, áður en við förum?” „Ég get ekki meinað yður það, frú. En ég ræð yður eindregið frá því.” Hún stóð upp, gekk tígulega að vinskápnum og hellti viskíi í glas. Hún sneri sér að lögregluforingjanum og lyfti glasinu í háðsskyni. „Til fjandans með ráðin þín.” sagði hún og tæmdi glasið í einum teyg. Ian Wall yfirlögregluforingi renndi fingrunum i gegnum þykkt, grátt hár sitt og horfði á Eileen, hjúkrunar- konuna hjá Bill Meadowson. þar sem hún var að raða skjölum á skrifborði hans. Það var komið frarn að hádegi á laugardegi og viðtalstímanum var lokið. „Ég biðst afsökunar —” sagði hann. Bill Meadowson hallaði sér aftur á bak i skrifstofustól sínum. „Það er óþarfi. Ég vil leggja allt sem ég get af mörkum —” Hann þagnaði og beið þar til Eileen var farin út meðskjölin. Þegar dyrnar höfðu lokast á hæla hennar, hélt hann áfram: „Þetta er hræðilegur at- burður. Ég skil hann hreinlega ekki." „Það gerum við ekki heldur. Ekki enn.” „Þér segið að hún hafi aldrei komist heim?” „Að því er við best fáum séð. En frú Jordan er ekki viss. Það er ekkert, sem bendir til þess, að hún hafi komist heim. En það er heldur ekkert, sem bendir til þess, að hún hafi ekki gert það.” „Hún fór áreiðanlega frá okkur stuttu eftir miðnætti. Það hefði getað verið á bilinu frá tólf til hálfeitt. Ég er ekki viss um nákvæma timasetningu. Dóttir mín fylgdi henni til dyra. Þetta hlýtur að hafa verið harla daufleg veisla fyrir unga stúlku. Engir bæjarbúar, aðeins ókunnugt fólk, og það ekki margt. Það leikur enginn vafi á. hvers vegna hún fór snemma heim.” „Þér eruð læknirinn hennar, ekki síður en fjölskylduvinur?” „Já." „Og það er stutt síðan hún leitaði til yðar sem læknis?" „Já. Fáeinir dagar.” „Var málið — alvarlegs eðlis?" „Nei, lögregluforingi. Það var smá- vægilegt, en olli henni nokkrum sárs- auka og óþægindum. Ég skrifaði lyfseðil handa henni og sagði henni að hafa eng- ar áhyggjur, þetta myndi fljótlega liða hjá.” „Nefndi hún það eitthvað á föstudagskvöldið? Með öðrum orðum, í gærkvöldi?” „Almáttugur, nei! Þetta var einvörðungu gestaboð á föstudeginum. Ég hvet aldrei sjúklinga mína til að ræða um kvilla sína, þegar ég hitti þá I sam- kvæmum.” „Ein spurning enn. Drakk hún mikið i veislunni?” Bill hikaði. „ívið mikið, fannst mér. Ég bað konuna mína að nefna það við hana. Hún var ekki á bíl, svo það skipti auðvitað engu meginmáli. En mér er illa við að sjá svona unga stúlku —” „Einmitt. Mynduð þér segja, að hún hafi verið orðin drukkin, þegar hún fór?" „Jesús Kristur, nei! Ekki drukkin. Ég sagði yður, að það hafi ekki verið þess háttar samsæti. lögregluforingi." Hún ýtti nidur handfanginu á hurðinni, lauk hœgt upp oggekk inn í annan hehn. Trumbuslátturinn buldi á henni eins og hitabeltisstormur. eins og hagl bylur á bárujárnsþaki. Það var líkt og /lóð- bylgjur ofbeldis skyllu á henni. Andar- tak stóð hún kyrr rétt innan við dyrnar og trúði ekki eigin skilningarvitum. „Hvers konar samsæti var það þá?” „Æ,” örstutt hik, axlayppting. „ósköp venjulegt samsæti. Það var ekkert merkilegt við það.” ANNAR KAFLI Mollie kom til dyra í húsi Meadowson- fjölskyldunnar. „Ég er Mike Benson. Get ég fengið að tala við Betty?” sagði hann. „Nei.” „Hvers vegna ekki? Þú veist, hvers vegna ég er kominn. Við Júlía ætlum að gifta okkur. Ef Betty var síðasta manneskjan —” Hún var þreytuleg og rödd hennar hafði áberandi hrjúfan ástralskan hreim, þegar hún sagði: „Betty er undir áhrif- um róandi lyfja. Það fær enginn að tala við hana.” Hún reyndi að loka, en hann tróð fætinum á milli stafs og hurðar. „Andartak, frú Meadowson. Ég held aðég hafi fullan rétt á —” „Þú hefur engan rétt, vinur. Ekki i þessu húsi. Komdu helvítis löppinni á þér burt. eða ég skaða þig!” „Ekki fyrr en þú hefur sagt að ég megi hitta Betty.” „Ég vara þig við!” „Segðu mér að minnsta kosti —” Honum brá við snögga hreyfingu hennar, þegar hún teygði sig aftur fyrir sig. Hann heyrði skrölt og svo kom handleggur hennar aftur í Ijós. Hún hélt á hleðslustöng úr málmi. „Fimm sekúndur, væni.” „En —" Endinn á þungu prikinu skaust hratt niður. Hann hrökk ósjálfrátt frá, en varð of seinn. Hann fann til skyrtdilegs sársauka og svo var hurðinni skellt aftur fyrir framan nefiðá honum. Þrem mínútum síðar sat hann á efstu tröppunni, kominn úr skó og sokk og með alblóðugar tærnar, þegar svartur Jensen-bíll Bills Meadowson rann hljóðlega inn innkeyrsluna. Þegar Mike sagði honum hvað hafði gerst, sagði hann aðeins: „Henni fannst hún sjálf- sagt hafa fulla ástæðu til þess. Það er alveg rétt, að þú getur ekki fengið að hitta Betty.” Hann bjó um fótinn þarna úti. Þegar því var lokið stóð hann um stund og horfði á umbúðirnar og sagði svo: „Ég verð að fara. Ég er orðinn seinn fyrir. En leyfðu mér að gefa þér gott ráð. Ekki angra fjölskyldu mina. Við eigum í nægilegum erfiðleikum fyrir. Láttu lögregluna um þetta, herra Benson. Þeir eru sérfræðingar. Samt ræð ég þér frá því að kvarta um þetta atvik við þá. Ef þú gerir það, segjum við konan mín bæði, að þú hafir reynt að ryðjast inn í húsið tilefnislaust og með ofstopa. Þetta er aðeins lítið sár. Þú haltrar í nokkra daga, en það er allt og sumt. Skilurðu hvað ég á við?” Hann beið ekki eftir svari, en kinkaði kolli stuttaralega og hvarf inn í húsið. Mike beið andartak enn og klæddi sig siðan með nokkrum erfiðismunum í sokk og skó. Hann haltraði að bíl sínum og ók út á veginn. En hann nam staðar aftur skammt frá innkeyrslu Meadowson- fjölskyldunnar. Framhald í næsta bladi. 20. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.