Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 11
12-16 Formlegar aðgeröir: Á unglingsárum hefst lokastig hugsunar. Nú getur einstaklingurinn hugsað huglægt og rætt um málefni með aðstoð málsins eingöngu. Hann er fær um að nota sértæk hugtök og hefur ályktunarhæfni fullorðins manns. merkir í rauninni að barnið miðar alla hluti við sjálft sig og á erfitt með að setja sig í spor annarra og sjá hlutina ut frá öðrum sjónarhóli en sínum eigin. Börn á þessum aldri hugsa ekki um hlutina eins og þeir gætu hugsanlega verið, heldur hvernig þeir eru áþreifanlega og í raunveruleikanum. Fjögurra ára barn getur einnig bara tekið tillit til einnar víddar í einu. Ef sama magni af vatni er t.d. hell' úr mjóu glasi í breiðara glas heldur barnið að vatnið í breiða glasinu sé minna en i mjóa glasinu. Á aldrinum sjö til tólf ára þurfa börn ennþá að hafa hlutina áþreifanlega til staðar til að geta hugsað um þá, þau geta leyst vandamál með því að prófa sig áfram en geta ekki komið með tilgátur og reynt þær kerfisbundið. Frá tólf árá aldri getur barnið hugsað svipað og fullorðinn maður, sett fram tilgátur, reynt þær og alhæft um hlutina. Gunnar Vigfússon með myndavélina góðu. Onei — ég er ekki hirðljósmyndari! Kannist þið við svona myndir? Ætli það ekki? Forsetinn, utanríkis- ráðherra, útlendur sendiherra, þrir saman á mynd og í myndartexta er þess undantekningarlaust getið að viðkomandi sendiherra hafi nýlokið við aðafhenda trúnaðarbréf sitt. Sá, sem þessar myndir tekur, heitir Gunnar Vigfússon og hefur hann haft þennan starfa í fjöldamörg ár. Á undan honum var faðir hans, Vigfús Sigurgeirsson, i þessu ásamt Pétri Thomsen, konunglegum sænskum hirð- ljósmyndara. — Nei, ég hef nú ekki fram að þessu viljað kalla mig hirðljósmyndara þótt ég taki þessar myndir fyrir forseta- embættið. Ég hef líka tekið flestar þær myndir sem teknar hafa verið af fyrstu ríkisráösfundum nýrra rikisstjórna undanfarin ár. Ég geng til þessara starfa eins og um hverja aðra vinnu væri að ræða og tek fyrir eftir taxta Ijósmyndarafélagsins. Ekki segir Gunnar að sér sé boðið upp á neitt sérstakt í hvert sinn sem hann kemur til Bessastaða þessara erinda, nema hvað Sigrún ráðskona á alltaf til eitthvert góðgæti í eldhúsinu. Hann er látinn vita með góðum fyrir- vara, svo brennir hann uppeftir. tekur myndirnar og brennir svo aftur í bæinn. — Þetta eru yfirleitt þrjú mótif sem ég tek. Eitt er af sendiherranum þar sem hann afhendir forsetanum trúnaðarbréfið og stendur þá utanríkis- ráðherrann á milli þeirra. Annað er af forsetanum og sendiherranum saman en þá mynd fær sendiherrann upplímda á karton með undirskrift forsetans. Þriðja uppstilling, sem ég er reyndar höfundur að, er svo sú útgáfa sem birtist i blöðunum. En hvers vegna er mönnunum alltaf stillt eins upp? Eru e.t.v. fjórir krossar á gólfinu, einn fyrir utanrikisráðherr- ann, annar fyrir forsetann, þriðji fyrir sendiherrann og sá fjórði fyrir Ijósmynd- arann? — Nei, það eru engir krossar þarna á gólfinu. En það er erfitt að finna öðruvísi stað til að taka myndir á Bessastöðum. Allir veggir eru þaktir málverkum þannig að ekki verður hjá því komist að hafa málverk i baksýn. — En að láta herrana sitja? — Ég er hræddur um að það yrði hálf afkáralegt þar sem stólarnir á Bessastöðum eru allir svo djúpir, mennirnir yrðu þá eins og kálbögglar úti í horni. Sem sagt: Þessum uppstillingum verður ekki breytt i bráð — enda eru þær ágætar. E.J 20. tbl. ViKan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.