Vikan


Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 15.05.1980, Blaðsíða 23
— Hvers vegna getum við ekki verið tvífættir apar? — Þaðeruengiraparsvoleiðis. Þeir voru komnir að viðkvæmu efni í samningaumleitununum. — Allt í lagi, sagði Ted. — Þú rymur og skríður. Ég klóra. — Fínt. Pabbaapinn klórar. Svo klifruðu þeir upp rennuna, sem nú var staðsett einhvers staðar í Afríku, og þeir voru apar. Nema hvað Ted tókst ekki eins vel upp i hlutverkinu og Billy. Á heitum sunnudegi i júlí fóru þeir með nestiskörfu út á leikvöll. Billy eyddi mestum tímanum í tjörninni við gos- brunninn og Ted slóst stundum í hóp- inn. Hann bretti upp buxnaskálmarnar og fór úr skóm og sokkum eins og hann sá aðra foreldra gera. Annars sat hann á bekk og las meðan Billy hljóp um, skvetti vatni, hoppaði og skoppaði. tíst- andi af gleði yfir að eyða deginum á sundskýlu einni saman. — Vertu vatnsberinn minn, sagði Ted og Billy fyllti plastglas af vatni og hellti yfir höfuð föður síns. Það vakti með honum ofsa kátínu. Þeir eyddu nær öllum deginum á leikvellinum. Það kóln- aði og skuggarnir lengdust, garðurinn var óvenju fagur. Ted leið líka óvenju vel. Billy hló og skemmti sér. Það skorti ekkert á hamingju þeirra. Böm eru sveigjanlegri en maður heldur, hugsaði Ted. Kannski fullorðna fólkið líka. Hann leit i kringum sig og uppgötvaði skyndilega að Billy var horfinn úr sjón- máli. Hann var ekki hjá gosbrunninum, ekki í sandkassanum, ekki í klifurgrind- inni, ekki á saltinu. Ted gekk um allan völlinn. Billy var hvergi sjáanlegur. — Billy, kallaði hann. — Billy. Ted hljóp að hliðinu. Billy var heldur ekki þar. Billy- Billy! En þá kom hann auga á hann. Hann var kominn út af leikvellinum og hljóp eftir garðstignum. Ted hljóp á eftir, kall- aði, en drengurinn leit ekki við. Hann hélt bara áfram að hlaupa, valtur i spori. Ted herti á sér og var að ná honum þegar hann heyrði hann kalla: — Mamma! Mamma! Á undan honum á stígnum gekk dökkhærð kona. Billy náði henni og greip I pilsið hennar. Hún sneri sér við og leit á hann, ókunnug kona á skemmti- göngu. — Ég hélt að þú værir mamma mín, sagði Billy. ÁTTUNDI KAFLI Larry sagði að þetta væru bestu kaup sumarsins. heill hluti I húsi á Fire Island. Þetta var nokkurs konar nauðungarupp- boð, fyrri leigutaki hefði fengið tauga- áfall. —Vegna veru sinnar í húsinu? spurði Ted. —Ég veit það ekki. Þetta var helgina í kringum 4. júlí. Hún hitti engan og þegar helgin var búin sat hún lömuð í stólnum sinum. Ted flökraði við að græða þannig á geðrænu vandamáli annarrar mann- eskju og var einnig á báðum áttum með að leigja hluta af húsi þar sem íbúar fengu taugaáföll. En Larry lagði fast að honum svo hann hringdi i umsjónar- mann hússins, sem var innanhússarki- tekt. Hún var um þessar mundir vin- kona Larrys og átti tíu ára gamlan son. — Við erum öll einstæðir foreldrar, sagði hún við Ted í simann. Hann tók það dálítið nærri sér að heyra hana segja þetta svo kæruleysislega. Það var búið aðflokka hann niður. — Við viljum ekki hafa neina ein- hleypa með okkur, hélt hún áfram. — Það væri ágætt að fá þig. Auk þess ertu karlmaður og okkur vantar karlmann. Etta var mætt með Billy við upplýs- ingaborðið á Long Island járnbrautar- stöðinni klukkan hálfsex á föstudegi. Stöðin var full af fólki sem barðist við að komast út úr borginni til að ná lest út I úthverfin eða niður á strönd. Ted lét berast með straumnum. Hann kom auga á Ettu og Billy við upplýsingaklefann og það var svo skritin sjón að hann nam staðar. Billy, þessi manneskja sem gegndi svo stóru hlutverki I lifi hans, virtist svo ótrúlega lítill mitt í öllum mannfjöldanum á yfirfullri stöðinni. Hann hélt í hönd Ettu, lítill, svo ótta- lega lítill drengur. — Hæ, kallaði Ted og barnið hljóp til hans og faðmaði hann að sér eins og það hefði ekki séð hann vikum saman. Og fannst það kraftaverk að hans eigin pabbi skyldi skyndilega birtast i þessari ógnvekjandi þvögu. Ted hafði alltaf álitið Hafströndina á Fire Island fremur leiðinlega og allt of fjölfarna. En þegar hann sá hana með augum Billys — með issala, leikfanga- búð og pizzuskýli: — Þú sagðir ekki að við gætum keypt pizzu hér — var Haf ströndin eins og Cannes. Hann fann húsið, einlyft timburhús með sólskýli eins og öll hin húsin. Þetta hafði þó bleikt skilti ofan við dyrnar sem á stóð skrifað: CHEZ GLORIA. Gloría kom sjálf til dyra, brjóstamikil kona, tæplega fertug. I gallabuxum sem hún hafði klippt af skálmarnar. Skyrtur með áletrunum voru mjög I tísku og á hennar stóð letrað: Hasar júgur. — Þú hlýtur að vera Ted, sagði hún hátt og hressilega, og Billy reyndi að fela sig á milli fóta hans. Hún kynnti þá fyrir hinum ibúum hússins sem voru Ellen, lausráðinn ritstjóri með 11 ára dóttur, George, geðlæknir með 16 ára son sinn sem hann hafði hjá sér á sumrin. og 46 ára gömul kona, eigandi náttúru lækningafélagsbúðar með 19 ára gamla dóttur sína. Þau höfðu stofuna og borðstofuna sameiginlega og fimm svefnherbergi. Ætlast var til að hvert einstætt foreldri deildi herbergi meðafkvæmi sínu. Húsreglurnar, sem héngu fyrir ofan vaskinn, kváðu á um að hvert foreidri bæri fulla ábyrgð á afkvæmi sínu og borðsiðum þess. Þau skiptust á að búa til matinn en hvert um sig urðu þau að bera ábyrgð á hegðun barna sinna i sambandi við matmálstíma. Allir voru á hlaupum, annaðhvort til að kæla kornstöngla, sem voru of heitir, undir kaldavatnsbununni eða hita upp kalda kornstöngla. Ellen, ritstjórinn, sem var 1.90 á hæð og ná- I Eftirtalin eyðublöð bjóðast nú auglýsendum ókeypis hjá smáauglýsingaþjónustu Dagblaðsins: 1. Vegna bifreiðaviðskipta: 2. Vegna lausafjárkaupa; Sölutilkynningar, tryggingarbréf og víxileyðublöð auk Kaupsamningar og víxileyðublöð afsalseyðublaða og fjölritaðra leiðbeininga um frágang 3. Vegna leigu íbúðarhúsnæðis: bifreiðaviðskipta, sem við höfum lengi boðið. Húsaleigusamningar. BIAÐID Dagblaðið er smáauglysingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 20. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.