Vikan


Vikan - 15.05.1980, Side 36

Vikan - 15.05.1980, Side 36
Vikan og Neytendasamtökin UPPELDI STOFUBLÓMA Þegar dag tekur að lengja þurfum við að huga að inniblómunum okkar, sem hvílt hafa framlág í rökkrinu nokkra mánuði. Þau þurfa á aðhlynningu að halda, svo þau megi lifa lífinu áfram okkur til augnayndis. í mars eða byrjun apríl mun rétt að huga að því að skipta um mold og stækka potta. Um leið er kærkomið tækifæri til að taka græðlinga og sannir blómaunnendur hafa mikla unun af að fylgjast með plöntunni sinni frá byrjun. Viö sjáum þess glögg merki nú aö blómin okkar hafa þráö birt- una ekki síður en við sjálf. Eðli flestra innijurta er að hvila vissan tíma árs, en híbýli okkar eru svo hlý, að hvíldin er ekki eins áþreifanleg og náttúran ætlast þó til. Þurrt loft er afar slæmt fyrir blóm og þvi ætti að kappkosta að halda réttu raka- stigi í íbúðum. Það kemur okkur reyndar ekki síður til góða. Margar plöntur er rétt að klippa á vorin. Sú aðgerð ætti að fara fram nokkru áður en skipt er um pott og sett í ný mold. 14 dagar mun hæfilegur tími. Birta Nú vitum við að allar jurtir þurfa birtu, en þó mjög mismun- andi eftir tegundum. Birtuna þurfa jurtirnar til að geta unnið kolefni úr loftinu, sem er þeim nauðsynlegt ásamt steinefnum og vatni úr moldinni. Ef plöntur fá ekki næga birtu veslast þær upp og deyja úr hungri. Blómasalar geta sagt okkur allt um birtuþörf hinna ýmsu tegunda. Hitaþörf Stofublóm eru ættuð frá hinum ólíklegustu stöðum og kjörhiti þeirra því eðlilega m jög mismun- andi. En samt eiga þau mjög auðvelt með að laga sig að breytilegum aðstæðum. Nútíma íbúðir eru bjartar og hlýjar og hitastig yfirleitt jafnt innandyra allan ársins hring. Þetta er kostur fyrir sum stofu- blóm, en ókostur fyrir önnur og eru íbúðir nú á tímum fullheitar að vetrinum fyrir flest blóm, vegna þeirrar röskunar sem verður á samræminu sem þarf að vera milli birtu og hita. Takið t.d. eftir því, að gróður sem er staösettur fjarri gluggum verður í mörgum tilfellum fölur og grannur, veslast kannski hreinlega upp. Yfirleitt þrifast flest stofublóm best við hitasveiflur sem nema 5- 6 stigum, þósvosum vilji hafa sama hitastig bæði dag og nótt. 36 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.