Vikan - 12.06.1980, Page 8
Landbúnaður
Þessir tvíburar gætu verið táknrænir fyrir
kartöfluhappdrættið. Þeir sem stunda kartöflurækt á
íslandi vita ekki, þegar til er sáð, hver uppskeran verður
að hausti. í fyrra var uppskeran á öllu landinu helmingi
minni en í hittifyrra. Svo miklar eru sveiflumar.
Eineggja tvíburarnir Guðni og Hallgrímur eru synir Sigurðar
Guðnasonar og Jóhönnu Lovísu Hallgrímsdóttur, en þau
stunda kartöflurækt á býlinu Háarima í Þykkvabænum.
„Stundum hvarflar að
mér að selja jörðina og
kaupa miða i
happdrætti fyrir and-
virðið," segir Sigurður
Guðnason, kartöflu-
bóndi í Þykkvabænum,
og brosir glettnislega.
Við erum á leið út í
síðasta kartöflugarðinn
á jörð Sigurðar,
Háarima, þar sem eftir
er að setja niður
kartöfluútsæði. Góðlát-
legt grín Sigurðar á sér
þó alvarlegri bakgrunn.
Gamla lagið við kartöfluuppskeru
tryggir litlar sem engar skemmdir
vegna upptökunnar. Magnið sem
8 Vikan 24- tbl.