Vikan


Vikan - 12.06.1980, Side 9

Vikan - 12.06.1980, Side 9
Sveiflurnar í kartöfluuppskerunni í Þykkvabænum og annars staðar á landinu eru gifurlegar. 1 fyrra nam uppskeran réttum 6.500 tonnum, en í hittifyrra var hún rúmlega 13.000 tonn. Afraksturinn minnkaði um helming frá ári til árs. Það er þvi ekki nema eðlilegt að Sigurður Guðnason líki þessum búskap við happdrætti. Manni dettur í hug að kartöflu- bændur hljóti að horfa á eftir útsæðinu með vonarglampa í augum, skyldi uppskeran bregðast — eða stefnir í góðæri? Á leiðinni út að kartöflugarði Sigurðar slæst Sverrir Gíslason kartöflu- bóndi í Rimakoti með í förina. „Það eru bjartsýnismenn sem stunda kartöflu- rækt, en þeir eru líka harðgerir enda þýðir ekkert að láta hugfallast þótt illa ári,” segir Sverrir. Erfiðleikarnir á síðasta ári sköpuðust meðal annars af því að þegar kom fram í miðjan maí var enn tiu stiga gaddur og klakinn náði 60 sentimetra ofan í jörðina í Þykkvabænum. Vaxtartíma- bilið stendur frá miðjum maí, þegar niðursetningu er að öllu forfallalausu sem næst lokið, og til ágústloka en þá hefst upptakan. Það má því engu muna ef kartöflurn- ar eiga áð hafa nægan tíma til að vaxa í fulla stærð. Strax þegar jarðvegur og hitastig leyfa hefst niðursetningin og hún verður að ganga svo fljótt sem kostur er, enda er það ekkert smáræðis- magn af útsæði sem sett er niður á nokkrum dögum í Þykkvabænum. Þarna búa um 50 bændur sem rækta 8-12 hektara hver um sig. 1 sérhvern hektara eru sett niður 1500 til 2000 kíló af útsæði. Ef reiknað er með 10 Ijósm. JónAsgek Mörg Ijón aru f veginum fyrir góðri kartöfluuppskeru. Slœmt árferði, plöntusjúkdómar, upptöku- skemmdir og geymsluskemmdir — allt getur haldist i hendur til að rýra uppskeruna. kartöflum i hverju kilói þá eru settar niður allt að 12 milljónir af kartöflum á vorin í Þykkvabænum. Niðursetningu á kartöflum lauk um eða eftir miðjan maí í ár. Ýmislegt bendir til þess að uppskeran verði fremur góð. Hafisinn er fjarri ströndum, sjávarhiti góður og kartöflubændur láta í ljósi bjartsýni. „Ætli maður skreppi ekki bara i Þórskaffi í haust,” sagði Sigurður i Háarima. Helstu tegundir sem Þykkbæingar rækta heita gullauga, ólafsrauður, helga og bintje. Síðastnefnda afbrigðið barst hingað til lands fyrir nær 25 árum og þykir henta sérlega vel til bökunar, í franskar kartöflur og almennt við matar- gerð. We/gí/-kartöflur draga nafn af guðmóður sinni, Helgu i Unnarhollskoti i Hrunamannahreppi. Fyrir á að giska 40 árum fann Helga eitt óvenjulegt kartöflugras í garði sínum. Þetta gras var frábrugðið hinum tegundunum sem í garðinum uxu, gullauganu og ólafsrauðinum. Síðarnefnda tegundin er rauðleit eins og nafnið gefur til kynna en nýja afbrigðið var Ijósrautt að lit. Helga í Unnarholtskoti ræktaði þetta afbrigði sitt um 20 ára skeið. en árið 1958 hætti hún búskap og þá fengu aðrir kartöflubændur helgu-útsæði til afnota. „Á tslandi eru ræktaðar bestu kartöflur í heimi. Ástæðurnar eru bæði jarðvegsgæði og hin sérstæðu veður- skilyrði,” segir Sverrir i Rimakoti, þegar Þykkbæingar skila á hvers manns disk verður hins vegar afl taka upp mefl alsjálfvirkum vélum. 1 :'VL Traktorinn og niðursetningarvélin kosta um 10-12 miiljónir króna. Vélin opnar jarðveginn/setur niður kartöfluútsæðið, bætir jarðveginn áburfli og lokar honum aftur. Tviburarnir og Sverrir Þór, sonur Sverris i Rimakoti, eru þarna að undirbúa niðursetningu í siðasta hektarann. 24. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.