Vikan


Vikan - 12.06.1980, Qupperneq 18

Vikan - 12.06.1980, Qupperneq 18
I frystikistuna og ferðalagið Flatkökur Kleinur Kleinuhringir FLATKÖKUR MaQn: 2 stk. Inmhald: Rúgmjðl. heilhveiti, hvaiti. feiti og salt. Bakarí Friðriks Haraldssonar sf Kéryabfaut 06, Kápavoqi • 4 13 01 KLEINUR Uagrc 0 atk. tanihoéð: Hvwtl. tyKur, Oer, rrfób. oga krydddroper. Bdari Friðriks Haraldssonar sf Kinneebreut OC, Kópevogl • 413 01 Verslunareigendur Hringið til okkar og við munum senda ykkur STRAX! Framhaldssaga mokkasinum. Hann leit út eins og sjónvarpsstjarna í dulargervi. — Þú ert magur, Teddy. — Ég hef verið í megrun. — Hæ, færið stráknum sykurlaust gos. — Það er allt í lagi, ég ætla að fá bjór. — Það er langt síðan við höfum sést. — Ég veit það. Ralph horfði á fótleggi þeirra stulkna sem leið áttu fram hjá glugganum en leit síðan niður á diskinn sinn. Fjölskyldu- böndin höfðu aldrei verið neitt náin og voru það heldur ekki í kvöld. Ted hafði á tilfinningunni að umræðuefni þeirra yrði fijóttað þverra. — Manstu eftir knattspyrnuleikjun- um í gamla daga, Teddy? Og póló- leikjunum á föstudagskvöldunum á Ebbetsvellinum? sagði Ralph sem greini- lega fann fyrir sama álaginu. — Já, þá var nú líf í tuskunum. Sent betur fer gátu þeir talað um knattspyrnu og þær knattspyrnuhetjur sem hæst bar þegar þeir voru ungir. Síðan fóru þeir á völlinn, horfðu á leikinn og héldu áfram að ræða knatt- spyrnu — og bera saman leikmenn og þær hetjur sem þeir þekktu í gamla daga. — Komdu til Chicago, Ted, sagði Ralph mitt i þessari iðju. — Ég get látið þig hafa vinnu í áfengisverslun. — Þakka þér fyrir, Ralph, en það er nú ekki sérgrein min. —Ég á ekki við í miðri Chicagoborg. Einhvers staðar í úthverfi. — Nei, Ralph. En þakka þér samt fyrir boðið. Þeir héldu áfram að horfa á leikinn. Þeir tóku neðanjarðarlest heim og hún var svo troðfull að þeir þurftu ekki að reyna að halda uppi samræðum. Ted gekk með Ralph til Hiltonhótelsins þar sem hann bjó. Þeir héldu áfram að ræða knattspyrnu. — Má ekki bjóða þér drykk? — Klukkan er orðin of margt. Billy vaknarsnemma. — Liður honum ekki vel? — Jú, þaðerekki annaðaðsjá. — Ertu með einhverja vinnu í sigtinu? — Já, nokkrar. — Teddy, þú þarft peninga. — Nei, það er allt í lagi með mig. — Hvernig má það vera? — Þannig er það nú samt. — Þú þarft ekki annað en að nefna lán. — Nei, það er óþarfi, Ralph. Peningar þýddu aukinn tima. Hann þurfti á tíma að halda. Hann þurfti nauðsynlega á peningum að halda en samt gat hann ekki beðið um lán. Hann var of sioltur til að játa neyð sina. — Þetta var indælt kvöld, Ralph. Við verðum að endurtaka þetta næst er þú kemur. Þeir kvöddust með handabandi. Skyndilega þrýsti Ralph hönd hans og vildi ekki sleppa henni. — Það er svo helvíti litið samband á milli fjölskyldunnar. Teddy — — Þú ert hérna núna, Ralph. Við áttum góða stund saman. Æð tók að þrútna á enni Ralphs. — Teddy. Þú hlýtur að þarfnast peninga. Ég segi þér alveg satt — Ralph fór niður í vasa sinn og dró upp ávísanaheftið. Hann hélt enn um hand- legg Teds. — Ekki mótmæla, Ted. Hreyfðu þig ekki! — Ralph, ég tek ekki við þessu. — Teddy, leyfðu mér að gera þetta. — Nei, Ralph. — Mig langar til þess. Leyfðu mér að gera þetta fyrir þig. Hann flýtti sér að skrifa ávísun áður en Ted tækist að snúa sér undan, braut hana saman og stakk henni i vasa hans. — Þú getur endurgreitt mér þetta þegar þú ert orðinn ríkur. Ralph þrýsti bróður sínum aðsér. — Þetta eru bara peningar, sagði hann um leið og hann hvarf inn á hótelið. Ted leit ekki á ávísunina. Hann gat ekki fengið það af sér. Hann fór heim, settist við borðstofuborðið og breiddi úr ávisuninni. Hún hljóðaði upp á 3000 dali. Bróðir hans hafði keypt honum tíma. Hann gat leyft sér að hringja í Iðnaðarblaðið á morgun og segja þeim að fara í rassgat með sín sultarlaun. Hann fékk upphringingu frá Time og eyddi nokkrum dögum í viðtal við yfirmenn þar. Þeir virtust allir mjög jákvæðir i hans garð. Þar var bara einn hængur á. Einn af söiumönnum þeirra á vesturströndinni, sem hafði hafnað þvi að vinna í New York, vildi gjarnan fá að endurskoða þá afstöðu sina. Og hann hafði forgangsrétt. Þetta tók hræðilega á taugarnar. Hann átti barn sem hann varð að sjá fyrir. Og hann var farinn að bregðast grundvallarhlutverki sínu, þess sem skaffar fæðuna. Hann tók að ganga í bæinn alla leið til bókasafnsins og heim aftur, bæði til að hamla gegn iðjuleysinu og spara strætis- vagnafargjöld. Charlie neyddi upp á hann símanúmeri stúlku. — Hún er falleg. Stórkostlegar tennur. Ég er einmitt að útbúa í hana krónu. Hann sagði Charlie að hann ætti enga peninga til að stunda kvenfólk, hafði þar að auki engan áhuga eða krafta til að Byrja á nýju ástarævintýri með öllum þeim skoðanakönnunum sem þvi fylgdi. Jim O’Connor hringdi og eyddi löngu máli i að útskýra hvernig hann talaði við forstjóra sinn sem sagði að þeir vildu ekki fá nýjan sölumann sem ynni upp á prósentur þar sem þeir vildu spara alls staðar sem hægt væri. Ted hélt tólinu frá eyra sér: Það hefði verið svo miklu betra að fá neitunina strax og án allra málalenginga. Hann gat ekki jsolað alla þessa bið. — Svo að ég varð auðvitað að sam- þykkja það, Ted. Svo þetta yrði bara venjulegt sölustarf auk þeirra starfa sem þú ert svo góður við, Ted. Markaðs- könnun, tengsl við handritastrákana og þess háttar. — Einmitt. — En engar prósentur. Ég veit ekki IS Vlkan 24. tbl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.