Vikan


Vikan - 12.06.1980, Qupperneq 22

Vikan - 12.06.1980, Qupperneq 22
Ár trésins i Vikunni Það er nauðsyn hverjum [Deim er gróðursetja vill tré að gera sér grein fyrir þvi að hann er með lif í höndunum. Tré er lifandi vera og aflar sér fæðu úr jarð- vegi og andrúmslofti. Úr jarðvegi fá þau köfnunarefni, fosfór, kalí og ýmis snefil- efni, s.s. mangan brennistein, bór, joð o.fl. Úr andrúmslofti vinnur tréð kolefni og er það blaðgrænan sem vinnur kolefnið úr koltvísýringi andrúms- loftsins. Rótarhárin sjúga til sln jarðvatn og þrýsta því inn í rætur trjánna. síðan flyst það um stofn þeirra. Næringarefnin eru uppleyst i vatninu og flytjast með þvi um tréð. Ef tré á að þrífast vel þarf að vera visst hlutfall milli rótar, stofns og krónu. Þetta hlutfall getur verið mismunandi, t.d. fær tré sem vex i nægu rými annað form en tré sem er aðþrengt og hefur ekki möguleika á því að vaxa vegna utanaðkomandi áhrifa. Tré hafa mikla möguleika til að aðlaga sig aðstæðum og við gróðursetningu þeirra og staðarval er verið að leggja grundvöll að vexti og þrifum þeirra i framtiðinni. Það er slæm fjárfesting að kasta höndum til gróðursetningarstarfsins. Þess vegna er það góður vani að gera gróðursetningarathöfnina að hátiða- stund í fjölskyldunni, þar sem áhersla er lögð á alúð við verkið. Það þarf að útskýra hvert handtak verksins, sér- staklega fyrir þeim sem ekki vita hver tilgangur er með hverju handtaki. Plönturnar þakka fyrir góða vinnu og umhyggju meðgóðum vexti næstu árin. Eigi verkið að vera vel heppnað þurfa plönturnar að vera góðar og verkið vel og rétt unnið. Hvað er þó góð planta má spyrja. Það langar mig að skilgreina i nokkrum orðum og styðst ég þá við POTT APLANTA. Pokinn rifinn varlaga utan af rótunum. Greitt úr rótunum. VILHJÁLMUR SIGTRYGGSSON: Gróðursetning trjáa og runna norskan staðal, þar sem hérlendis er ekki til nein skilgreining á því. Plöntum má skipta i þrjá flokka eftir því hvernig þær eru aldar upp og hvernig ræturnareru. Fyrst er svokölluð barrótarplanta. Barrótarplanta er planta án nokkurrar moldar á rótum. Hún er seld þannig að hún er tekin beint upp úr beði og án moldar á rótum. Þessar plöntur eru yfir- leitt ódýrastar (fyrir utan skógræktar- plöntur). Þessar plöntur þarf að gróður setja áður en þær fara að laufga að vori og það má ekki taka þær upp úr beði að hausti fyrr en þær hafa fellt lauf og lokað brumum. Síðan koma hnausplöntur. Þær plöntur eru teknar upp úr græðireit með hnaus og verða ræturnar að vera það vel greindar að þær haldi moldinni á rótun- um og þoli tilfærslu án þess að hnausinn detti i sundur, geri hann það kallast plantan barrótarplanta. Pottaplöntur er þriðja stigið. Þær plöntur eru aldar upp í pottum eða plast- pokum. Slíkar plöntur má ekki selja fyrr en plantan hefur fyllt pottinn með þéttu rótarneti, þá gjarnan ársgamlar plöntur i potti, eigi skemur. Stærð plantna við gróðursetningu fer eftir því til hvers á að nota þær. Minnstu plönturnar eru yfirleitt notaðar af skóg- ræktinni til skógræktar og við skjólbelta- ræktun. enda ódýrastar. Til gróður- setningar í almennings- og einkagarða eru yfirleitt notaðar stærri plöntur. Þær þola meiri ániðslu en litlar skógplöntur. Plöntur eru yfirleitt seldar eftir stærð og aldri og er verð þá yfirleitt i hlutfalli við stærð og aldur plöntunnar. HNAUSPLANTA. Þetta er 12 óra sitkagreniplanta. , Svona er tekið utan af hnausnum, variega. Stillt upp, beinni, mold ýtt að. Húsdýraóburður undir. XX Vlkan 24. tbl,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.