Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 27
r
„Syndidi
alltafí
hjóla-
skautum?"
t*eir láta sér ekki allt fyrir brjósti
brenna i Keflavikinni, ef dæma má af
þessum þrpfnur þrælhressu félögum
þaian. llitla stúlkan, sem synti framhjá
þeim í sundlaugunum í Laugardalnum,
gat ekki á sér setið og við getum varla
láð barninu þðtt það.spyrði.
Annars geta þeir ýmislegt annað en
synt i skautunum góðu, dansinn er
efstur á dagskrá. Hjólaskautadans er
þeirra sérgrein og listina sýna þeir öll
kvöld vikunnar á hinum ýmsu stöðum.
Nóg er að gera og þeir setja ekki fyrir sig
að skreppa úr heimabænum, Keflavik.
til að sýna á samkomustöðum, bæði í
höfuðborginni og annars staðar á
landinu.
„Við höfðum allir lært dans einhvers
staðar áður en kynntumst hjólaskaut-
unum í Bandaríkjunum.
Gunnar kom með sína fyrstu skauta
hingað og reddaði skautum handa okkur
lika. Hann byrjaði að sýna þetta með
stelpu, en eitt kvöldið í Bergási datt
ökkur allt í einu í hug að fara meö
þonum út á gólfið. Við æfðum upp
prógramm á fimm minútum og þá
byrjaðiskoæðiðfyriralvöru ...!!
Og nú er Valþór að fara til Bandarikj
anna að læra hjólaskautadans.”
Þeir félagarnir eru á aldrinum 15-18
ára, tveir i skóla og einn í vinnu, og hafa
nóg að gera við sýningar í sumar. læir
heita Gunnar Páll Rúnarsson, Hilmar
Kristinsson og Valþór Ólafsson. Og
símarnir eru: Valþór — 92-2018, Hilmar
— 92-2209 og Gunnar 92-1816. Við
óskum þeim góðs gengis og mikils frama
i listinni. Fyrir forvitna skal tekið fram
að þeir sýna yfirleitt ekki i vatni og á
sundskýlum. Silkisamfestingar og
glampandi dansgólf er það hefðbundna i
því efni.
baj
Listahátíð í Reykjavík
Syngur fyrir rétflætið
tinn gesta listahátíðar, sem margir biða
með eftirvæntingu, er þýski söngva-
maðurinn og skáldið Wolf Bierman.
Hann er þekktur fyrir óvægilegar
ádeilur á óréttláta stjórnskipan hvort
sem er fyrir austan tjald eða vestan.
Sjálfur er hann yfirlýstur sósíalisti en
engu að siður var hann óragur við að
gagnrýna stjórnskipan í Austur-Þýska-
landi, meðan hann var búsettur þar. Og
það reyndar svo óvægilega að honum
var bannað að koma fram opinberlega
frá 1962, þar i landi. En hann fjallar um
fleira en það sem ekki má tala um. hann
fjallar um ýmsa fleti mannlifsins i söngv-
um sínum, en alltaf er stutt í kröfuna um
réttlæti öllum til handa.
Wolf Bierman fæddist i Hamborg árið
1930 og stendur því á fimmtugu, nú
þegar hann kemur til lslands. Hann er
sonur hafnarverkamanns sem var
drepinn af nasistum fyrir þá tvo glæpi,
að vera bæði gyðingur og kommúnisti,
eins og Þórarinn Eldjárn kemst að orði i
Timariti Máls og menningar, 3. tbl.
1978. Árið 1953 fluttist hann til Austur-
Þýskalands og þar hefur hann átt
drýgsta starfsævi þótt hann hafi orðiðað
starfa „neðanjarðar” frá 1962. Fyrsta
bók hans, Gaddavirsharpan, kom út árið
1965 i Vestur-Þýskalandi og síðan
fylgdu fleiri i kjölfarið, þótt fljótlega
væri sett i austur-þýsk lög að borgurum
landsins væri óheimilt að gefa verk sín
út i Vestur-Þýskalandi án leyfis yfir
valda. Ekki megnaði það bann að þagga
niður í Bierman. Auk Ijóðanna fékkst
hann við leikritagerð. En það er líklega
hljómplötuútgáfan sem hefur komið
Ijóðum hans á framfæri við stærstan
hóp aðdáenda hans og þótt Wolf
Bierman muni ekki getað státað af
heimsfrægð á borð við suma gesti lista-
hátiðar þá er hann mjög vel kunnur viða
um lönd og á sér traustan aðdáendahóp.
Sá hópur var reyndar til staðar meðan
hann vann sinn starfsdag i trássi við lög
og reglu i Austur-Þýskalandi en margir
bjuggust við að hann myndi missa heLsta
dýrðarljómann þegar hann varð að
setjast að í Vestur-Þýskalandi árið 1976.
Þá brá hann sér vestur fyrir tjald i
hljómleikaferð en var meinaður
aðgangur að heimalandi sinu er hann
hugðist snúa til baka. Það hafði reyndar
alltaf legið i loftinu að austur-þýskum
stjórnvöldum væri ósárt um að missa
hann úr landi og hann hafði ekki hætt
sér að heiman af þeim sökum lengi. Það
tók hann nokkurn tima að finna aftur
starfsgleðina fyrir vestan tjald en siðan
hófst hann handa af fullum krafti aftur
og komst fljótlega að þvi að viðfangs-
efnin voru næg i Vestur-Þýskalandi. þar
var margur potturinn brotinn. og siðan
hefur heyrst vel í Wolf Bierman. Og nú
hafa islenskir aðdáendur hans tækifæri
til að heyra hann og sjá, i eigin persónu,
og kynnast honum betur en í stuttum
pistli í blaði. Hann er sagður eiga létt
með að höfða til mannlega þáttarins i
okkur öllum, og hver getur ekki tekið
undir kröfu um réttlæti öllum til handa.
Meira biður Bierman nú ekki um, en það
hefur stjórnvöldum austan tjalds og
vestan þótt full stór biti að kyngja.
24- tbl. Vikan 27