Vikan


Vikan - 12.06.1980, Síða 31

Vikan - 12.06.1980, Síða 31
Popp R/liðjumyndin að þessu sinni er skop- stæling af Bítlunum i sömu stellingum og þeir birtast á umslagi plötunnar frægu Sgt. Pepper Lonely Heart Club Band. Hún var gefin ut 1. júní árið 1967 og vakti þá i senn undrun og mikla hrifningu og var mikið um hana fjallað i helstu poppritum. I dag er þessi plata ekki einungis talin sú besta sem Bitlarnir gerðu um dagana heldur og ein besta poppplata sem gefin hefur verið út til þessa. Sannkölluð timamótaplata og kemur þar margt til. Aðalsmerki Sgt. Pepper er fjölbreyti- leiki í lagavali án þess að eitt lag hverfi í skuggann af öðru, því hvert þeirra er útsett af mikilli smekkvisi og þeirri upptökutækni sem þekkt var fyrir 13 árum beitt til hins ýtrasta — og gott betur því þarna bregður fyrir hljóðum og hljómfalli sem áður hafði ekki verið notað á poppplötum, a.m.k. ekki á sama hátt. Með öðrum orðum: Frá tæknilegu sjónarmiði olli platan straumhvörfum í hljómplötuútgáfu. Ekkert bil er milli laga plötunnar og það var nýjung árið 1967. Lögin mynda því samfellt verk án þess þó að textarnir gefi tilefni til þess. Viss stígandi er i upp- Sgt. Pepper Lonely Heart Club Band: Merkasti minnis- varðinn sem Bítlarnir reistu sér röðun laga og endar platan (síðasta lag á hlið 2) á einu áhrifamesta lagi sem Bítlarnir skildu eftir sig á plötu, A Day in Life. Umslagið eða umbúðirnar vöktu ekki siður athygli en innihaldið, einkum myndin á framhliðinni (sjá mynd hér að ofan) sem vakti margar spurningar meðal poppunnenda. Þarstanda Bitlarn- ir fjórir mitt meðal frægs fólks sem ýmist var lífs eða liðið árið 1967. Stendur allt þetta merkisfólk yfir leiði með árituðum borðum og stóð ekki á ráðningu þessarar myndgátu meðal poppspekinga. Hér stóðu fjórmenningamir frægu ásamt friðu föruneyti yfir eigin gröf — þeir væru með öðrum orðum hættir. Ekki reyndist sú ráðning rétt þvi plötur Bítl- anna urðu fleiri. Eðlilegri skýring á útliti umslagsins er sú að á þessum árum voru Bitlarnir komnir á kaf í austurlenska dulspeki og birtist sá áhugi í mörgu sem þeir tóku sér fyrir hendur, breyttri músik, breyttum klæðnaði og útliti og ýmsum tiltækjum i hegðun og frani- komu — og því þá ekki að gera umslag plötunnar svolítið dularfullt. Á bakhliðinni eru svo textar allra laganna prentaðir. Þetta hafði ekki tíðkast áður en varð mörgum til eftirbreytni og þykir í dag sjálfsögð þjónusta við kaupendur hljómplatna, þ.e. hafi textarnir einhverja þýðingu. Má segja að umbúðir og frágangur Stg. Pepper hafi breytt viðhorfum hvað varðar hönnun á plötuumslögum og hleypt mikilli grósku í þessa atvinnu- og listgrein, sem í dag er mikilvægur liður í hljómplötuútgáfu. Bítlarnir gáfu út Sgt. Pepper um svipað leyti og þeir stóðu á hátindi frægðar sinnar. Hugur þeirra hafði þá þegar hneigst að öðrum hugðarefnum jafnhliða músíkinni, t.d. dulspeki eins og áður er getið, sem m.a. varð þess vald- andi að þeir komu ekki saman aftur til plötuupptöku sem ein samverkandi heild heldur sem fjórir einstakiingar hver með sinar skoðanir á músik og málefnum Ágreiningur lagasmiðanna ágætu, þeirra McCartneys og Lennons, óx stig af stigi eftir þetta, allt þar til siðustu merkin um samstarf sáu dagsins Ijós — platan Let it be sem út kom 1970. Sgt. Pepper Lonely Heart Club Band er tvimælalaust merkasti minnisvarðinn sem Bítlarnir reistu sér og þær plötur vandfundnar sem hafa haft jafn- áþreifanlega mikil áhrif i poppinu. 24. tbl. Vlkan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.