Vikan


Vikan - 12.06.1980, Page 38

Vikan - 12.06.1980, Page 38
Vikan og Heimilisiðnaðarfélag íslands Útlínur andlitsins teiknaðar á blað ... j, kröfum smáfólksins. Heilu fjölskyld urnar eru saumaðar úr gömlum fötum og efnisbútum og imyndunaraflinu gefinn laus taumurinn. Bæði börn og fullorðnir njóta síðan góðs af framtakinu. Undanfarið hefur verið gerð tilraun hjá Heimilisiðnaðarfélaginu með kennslu í tuskubrúðugerð og viðtökurnar komu kennurum skólans talsvert á óvart. Mikil aðsókn hefur verið á námskeiðin og færri komist að en vilja. Alls eru þar um 17 nemendur á tveimur námskeiðum og er hvort námskeið eintr sinni i viku. fjórar kennslustundir í senn. Námskeiðið kostar 18.000 krónur og inriifalið er efnið í eina dúkku. Nemendur á námskeiðinu eru á öllum aldri og hugmyndir i brúðurnar fást úr ýmsum áttum. Blöð og bækur eru mikið notuð hjálpartæki, en úrvinnsla eigin hugmynda ekki síður skemmtilegt viðfangsefni. Á þessu námskeiði voru ýmsar gerðir í vinnslu. allt frá litlum ungbarnabrúðum og upp i kerlingar i fullri líkamsstærð. Möguleikarnir eru óendanlegir og nú er bara að hefjast handa! baj Ljósmyndir: Jim Smart. Þóra Tryggvadóttir kennari á námskaiðinu leiðbeinir Ágústu Snæland og önnu Eymundsdóttur. ... en einnig ma nota pening við gerð augnanna. Ágústa Snæland var að vinna kvenmann í fullri likamsstærð. „Ef hún tekst vel endar hún í ákveðinni verslun hér i borginni. Þetta er kona með kúst og skrúbb og hún sest að i versluninni og verður þar alían sólarhringinn — eins og hún hafi gleymt að fara heiml Bryndis Jónsdóttir þræðir höfuðið á búkinn. 38 Vikan 24. tbl,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.