Vikan


Vikan - 12.06.1980, Page 39

Vikan - 12.06.1980, Page 39
Erlent Tilviljun? Dauði tveggja forseta Undarlega margt er líkt með morðunum á Abraham Lincoln og John F. Kennedy. Fleira en svo að það verði skýrt með orðinu „tilviljun”. Svo verður þó að gera. Abraham Lincoln var fyrst kjörinn á þing 1846. John F. Kennedy fylgdi í fótspor hans nákvæmlega 100 árum síðar. Lincoln var kosinn 16. forseti Bandaríkjanna 6. nóvember 1860. Kennedy var kosinn 35. forsetinn 8. nóvember 1960. Eftirmenn þeirra beggja hétu báðir Johnson. Andrew Johnson, eftirmaður Lincolns, var fæddur árið 1808. Lyndon B. Johnson fæddist 1908. Morðingi Lincolns, John Wilkes Booth, fæddist 1838 en morðingi Kennedys, Lee Harvey Osvald, 101 ári síðar. Báðir voru þessir menn frá Suðurrikjunum og báðir voru þeir drepnir áður en hægt var að draga þá fyrir rétt. Booth skaut Lincoln i leikhúsi og hljóp siðan í felur í vöruhús. Osvald skaut aftur á móti á Kennedy úr glugga vöruhúss og flýði síðan í kvikmyndahús. Daginn sem Lincoln var myrtur sagði hann við einn varða sinna: „Mér segir svo hugur að menn sitji um lif mitt. . . ef þeir láta til skarar skríða verður mér ekki forðað.” Kennedy tjáði konu sinni og ráðgjafa að ef einhver reyndi að skjóta sig með riffli úr glugga þá væri ekkert við því að gera. „Því þá að hafa áhyggjur,” bætti hann við. Svo undarlega vill til að þessi orð voru sögð að morgni 22. nóvember 1963. Nokkrum stundum síðar var Kennedy allur. Lincoln og Kennedy voru -báðir myrtir á föstudegi, báðir voru skotnir i hnakkann og báðir voru í fylgd eiginkvenna sinna þessa örlagariku daga. Lincoln var skotinn í Ford- leikhúsinu. Kennedy var skotinn í bíl af Ford gerð — en tegundarheitið var Lincoln. t lokin má geta þess að einka- ritari Kennedys varaði hann sérlega við að fara til Dallas þennan dag. Einkaritarinn hét Evelyn Lincoln. 24. tbl. Vlkan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.