Vikan


Vikan - 12.06.1980, Side 45

Vikan - 12.06.1980, Side 45
MEYJAR- FÓRNIN skrefum eftir stígnum til Route de Madrid. „Elle est raide, celle lá!" Og á svolítið stirðri enskunni sinni: „Hvað með kvöldmatinn minn, Ronnie?” „Við borðum kvöldverð. Þegar ég er búinn að hringja.” „Ah, nei. Ég finn það. Þú ferð aftur á djöfuls skrifstofuna þína. Og ég —” Hún yppti öxlum. „Je ne veux pas faire le pieddegrue." Hann nam staðar, kyssti hana annars hugar og dró hana svo aftur áfram í léit að sima. Hún hafði á réttu að standa. Kvöldverðurinn var úr sögunni. Merkin komu með tiðninni 3:2:1, endurtekið. Forgangshraði. .. Lítið kaffihús. Loksins sími. ,,Allo! Allo! Ici Jackson, C.I.! Bureau de Liaison de la Grande- Bretagne. . . Oui! Instamment! 0, Alun! Guði sé lof, að þú ert þarna! Hvað er á seyði? Hvað? Já, auðvitað. Nei, það hvarflar ekki að mér. Ég kem eftir svona kortér. Nei, ekkert sem ekki má bíða.” Hann sneri sér við og mætti dapur- legu augnaráði Gaby Deschamps. „ C’est mort! Le dimanche — ” „Seinna — ég lofa því —” „C’est pas du kif-kif! Það verður ekki eins —” En hann hljóp þegar í áttina að bíln- um sínum og kallaði eitthvað yfir öxl sér, sem hún nennti ekki einu sinni að hlusta eftir. Hún var búin að gefa UNOCO upp á bátinn. Hún rölti af stað yfir grasið, og honum varð ekki einu sinni hugsað til hennar, þegar hann ók litla Citroen-bílnum suðaustur i átt að ánni, i átt að Eiffel-turninum á hinum bakkanum og húsinu við Boulevard Pasteur, þar sem sunnudagar, og meira að segja stúlkur eins og Gaby eða kvöld- verður undir trjánum i Bois, skipta engu máli, þegar fréttist af beiðni um vitn- eskju um dulræn málefni (forgangs- hraði), hvaðan sem hún kann að koma. Útdráttur úr fyrsta skeyti UNOCO, merkt GB/OIB 437/815, sent eftir Yard- stone-lykli til Dave Farmer rannsóknar■ lögreglustjóra: BVDM (FH) ykkar mót- tekin. Menn okkar í Hamborg, Feneyj- um, Róm, Kaupmannahöfn, Ztirich, Genf Aþenu, Nice, Amsterdam látnir vita og umbeðnar upplýsingar sendar ykkur um leið og þær berast. París könnuð þegar I stað og ykkur eftirlátinn Strachan í London. Það var áliðið sunnudags, og Farmer og Wall voru orðnir uppgefnir. Alþjóða- vélin héldi áfram að starfa, en það var vart hægt að búast við meiru úr þeirri átt fyrr en næsta dag. Wall ók heim til sín I Woodman Gardens. Það var nægilega áliðið til að hverfið virtist allt i fastasvefni. Hann skildi bílinn sinn eftir á veginum og gekk upp stíginn að litla hliðinu milli blóma- runnanna. Hann var þegar hálfsofandi, meðan hann leitaði að lyklinum. Hann hrökk við, þegar hann varð var við hreyfingu fyrir aftan sig, en það var orðið of seint. Nóttin sprakk. Þegar hann raknaði úr rotinu, kraup kona hans við hlið hans. Hún grét. Hann var enn á dyraþrepinu, en hall- aðist upp að útidyrunum. Hnakkinn var aumur, en hann varð hvergi var við opið sár. Mjúkt barefli og fagmannlega beitt, hugsaði hann og gretti sig af sársauka, þegar fingur hans snertu sárið. En hvers vegna? Hvers vegna svona hóflegt ofbeldi? Hvers vegna ekki að gera út af við hann, ef þeir ætluðu sér það? Hann reyndi að rísa á fætur, en gafst upp og tók þá loks eftir, að hann var á skyrtunni. „Jakkinn minn! Hann er horfinn!” „Hann er þarna hjá runnunum.” Kona hans tók jakkann upp og dustaði af honum. Hún var enn með tárin í augunum. „Aðgættu hann. Vantar eitt- hvað? Veskið þitt?” Hann fór höndum um flíkina. „Ekkert. Það er allt á sínum stað. Peningar. Lögregluskírteinið. Ávísana- heftið. Penninn . ..” Hvers vegna? spurði hann sjálfan sig aftur. Hvers vegna, hvers vegna, í Guðs nafni, hvers vegna? ANNAR KAFLI Það var skömmu eftir miðjan dag á sunnudag, að Mike Benson heyrði hljóð úr eldhúsinu. Hann hljóp að dyrunum og nam staðar, en fór síðan gætilega inn. Lúgan var lokuð, en á bak við hana var kominn matarbakki. Bakkinn með tómu kaffikönnunni var horfinn. Eins og allt annað í þessum fallusar- turni var lúgan kringlótt og bak við hana hálfhringlaga snúningspallur úr hörðum viði. Hann reif i hann, en hann var traustlega festur að utanverðu. Hann barði í skilvegginn með hnefunum og hrópaði, en fékk ekkert svar og gafst upp eftir nokkra hríð. Maturinn var ágæt- lega útilátinn, en ekkert sérlega spenn- andi: Þykk sneið af köldu kjöti með niðursneiddum tómötum, tvö hrá epli á öðrum diski, meira kaffi i annarri könnu. Hann fór aftur með bakkann inn í hringherbergið og setti hann á rúmið. Hann tók upp kjötbitann og fór að borða. Það virtist ekki nein ástæða til að láta það vera, og hann var aftur orðinn svangur. Hvers vegna gáfu þau honum yfirleitt að borða? Hvers vegna ekki drepa hann strax og drífa þetta af? Og hvar var hann? Hver kom upp með matinn? Hann gekk aftur að glugganum með kjötbitann í hendinni, leit yfir þaklausar rústirnar og á veru koma frá turninum neðanverðum. Þó erfitt væri að greina það úr svona hæð, virtist veran vera há- vaxin og klædd I síðan kufl, sem sýndist dragast með jörðu, þar sem hún staul- aðist á milli hálfhruninna veggjanna. Framhald ínæsta blaði. rogeRsGallet PARI S Lúxus badvörur loksins á íslandi cMmerióka S Síml82700 24. tbl. Vlkan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.