Vikan


Vikan - 12.06.1980, Side 63

Vikan - 12.06.1980, Side 63
Ryan O’Neal, c/o lntermtional Creative Management, 40 West 57th Street, New York, N. Y. 100 192. Bonnie Tyler, Osterstr. 116, 2000 Hamburg 19, Deutschland. Rod Stewart, Poxtfach 5754, 2000 Hamburg 76, Deutschland. Teens, c/o Wolfgang Scheer, Kurfurstendamm 209, 1000 Berlin 15, Deutschland. Ég lœt þetta vera nóg, en ég vona að það geti hjálpað ein- hverjum sem er í vandrœðum. Virðingarfyllst, Rósa Þetta var ekkert smáræði og vonandi geta einhverjir lesendur fundið þarna sitt uppáhald og haft af heimilis- fanginu nokkurt gagn. Rósu þakkar Pósturinn kærlega hjálpsemina. Þú ert ■ . .___________________ Kæri Póstur! Ég sendi þér nú mitt fyrsta bréf og ef þú birtir það ekki þá . . . Jæja, sleppum því. En skilyrðið er að þú birtir ekki nafn mitt heldur ???? Þið sjáið það undir bréfinu. Ég vona að Helga og Gunna séu frískar, en ég frétti nefni- lega um daginn að þær hefðu verið með hettusóttina. En þú, minn kœri Póstur, ert nú meiri lygalaupurinn. í einu Vikublaðinu birtirðu nafn og heimilisfang Olivíu Newton John og í því næsta á eftir segistu ekkert vita um hana. Hvað á þetta að þýða? Ha, Hvað er lausaverslun? Kœri Póstur! Mig langar að biðja þig að svara tveimur spurningum fyrir mig, sem ég efast ekki um að þú getur svarað. En þœr eru svona: Segjum svo að mig langi til að opna búðarholu með vörum sem égframleiði sjálfur eða selja þær á annan máta. Hvað þarf ég að gera til að svo geti orðið og hvaða skilyrði þarf ég að uppfylla? Hvað er lausaverslun? Svo er það ekki meira að sinni. Með fyrirfram þökk. H.I.S. Það var þetta síðasta sem vafðist rækilega fyrir Póstinum. í íslenskri orðabók stendur að lausaverslun sé sú tegund verslunar sem hefur enga fasta bækistöð. Þannig að farand- salar ættu að falla undir það og einnig ýmiss konar umferða- heildsalar. í íslenskum lögum er ekki gert ráð fyrir að menn stundi verslun án leyfis og þvi þarf smásöluleyfi til að stunda verslun af flestu tagi. Smásöluleyfi kostar 130.500 krónur og gildir í fimm ár i senn. Endurnýjun kostar sáralítið. Til þess að fá smásöluleyfi þurfa einstaklingar að hafa íslenskt ríkisfang og heimilisfesti, fjárræði og löggilt próf úr verslunarskóla, eða jafngilda menntun. Umsóknir um undan- þágur skulu sendar til viðskiptaráðherra. Rétti til smásöluversl- unar fylgir leyfi til að afla tilboða í vörur hérlendis. Hins vegar virðastlistamenn ekki þurfa verslunarleyfi til að selja sínar vörur, svo ef þú telur þessa vöru þínar af list- rænum toga er spurning hversu langt þú kæmist í kerfinu. Annars færðu allar nánari upplýsingar um þetta hjá viðskipta- ráðuneytinu og er siminn þar 25000. viltu segja mér það? Og í einu blaðinu var spurt hvort Elvis aðdáendaklúbbur væri til og þú sagðist ekki vita það. En ég veit um einn og fylgir hann hér: Elvis Presley Flaming star, Postboks 52, 1470 Lerenskog. Og ég hef einnig heimilisföng ýmissa annarra. Jœja, kæri Póstur, nú skaltu vara þig. Ég og vinir mínir höfum samið dágóða rullu um þig. Hér kemur hún: Þú ert karlmaður, giftur og átt 3 börn. Þú ert þrjóskur, þrár og vitlaus og veist ekkert í þinn haus. Nú, þú hefur kvenmann þér til aðstoðar þarna og hún gerir lítið annað en að rugla þig. Þú ert hávaxinn, dökkhærður, 28 ára og ert vatnsberi. Er þetta nú ekki nóg? Og ef þessi lýsing er eitthvað lík þér þá skal ég fara að hlæja svo hátt að það heyrist til þín. Bestu kveðjur og blessaður sendu nú rullu til mín. Hahahahaha. 6135-6010 Allt verður nú Pósturinn að sætta sig við, jafnvel þá þungu sorg að pennavinirnir kalli hann lygalaup og svo mætti lengi telja. En það er náttúrlega hægt að hugga sig við breiðu bökin. Þrátt fyrir að Pósturinn hafi nokkrum sinnum birt heimilis- fang umræddrar Olivíu verður hann að játa fáfræði sína hvað alla aðra einkahagi hennar varðar. Til þess að fræðast um poppstjörnur að gagni verða lesendur að lesa poppsíðurnar í blaðinu. Og takmörkuðu plássi á Póstsíðu er ekki hægt að eyða á heimilisföng leikara eingöngu, því þá er hætt við að ýmsum sárni. Því miður, vinir mínir, ekkert úr rullunni um Póstinn hæfir lýsingu á honum og hans högum, ef til vill eitt eða tvö atriði af þrettán eru ekki alröng. Það getur varla talist að hitta naglann á höfuðið. Það er annars undarlegt að hafa svona mikinn áhuga á persónulegum högum Póstsins. Honum er nú einu sinni ætlað að aðstoða lesendur í sambandi við þeirra einkamál, en ekki öfugt. Helga og Gunna þakka fyrir sig og segjast í sólskinsskapi og við hestaheilsu. Naga svo fer- lega neglurnar Kœri Póstur! Þú sem allt veist, hvernig á ég að fara að því að hætta að naga neglurnar? Þær brotna og klofna svo ferlega að ég get engan veginn stillt mig um að naga þær og bíta og svo er þetta orðinn einn vítahringur. Er til eitthvað til að bera á neglurnar og get ég tekið eitthvað inn til þess að þær vaxi betur? Fljótur nú og ég tek það fram að ég er EKKl STELPA! Margblessaður. Nagli Auðvitað veit Pósturinn hvernig þú átt að fara að því að hætta að naga neglurnar! Þú ferð í næstu lyfjabúð og kaupir eitt glas af efni sem framleitt er til að hjálpa fólki í slíkum kringumstæðum. Það er svo hryllilega bragðvont að þér mun reynast gersamlega ókleift að stinga fingrunum up- í þig án þess að kasta upp — ,a því sem næst. Síðan skaltu kaupa í sömu férð vitamín og kalktöflur og eftir um það bil tvo mánuði ertu sem nýr maður — ef á fingurna er litið! Og vonandi á öllum öðrum sviðum einnig. Hvað þýðir? Kœri Póstur! Hvað þýðir nafnið Ingibjörg Þórey? Kveðja. Líklega er þetta eitt stysta bréf sem Póstinum hefur borist á löngum ferli sem sálusorgari Vikulesenda. Því er ekki nema sjálfsagt að ljá því rúm hér á síðunum. Nafnið Ingibjörg hefur mjög mikið verið notað hér síðan á landnámsöld. Það er samsett úr nöfnunum Ingi og Björg. Ingi er eitt þeirra nafna sem ekki hefur tekist að skýra með nokkurri vissu en Björg þýðir einfaldlega hjálp eða björgun. Þórey merkir auðna Þórs og hefur tíðkast hér frá upphafi. 24. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.