Vikan


Vikan - 06.11.1980, Qupperneq 18

Vikan - 06.11.1980, Qupperneq 18
Glíman við alkóhólismann Eru íslendingar kom f ram úr öðrum þjóði Fyrir fáeinum árum var alkóhólismi feimnismál. Nú er rætt um þennan sjúkdóm opinskátt og af skilningi. Gífurlegt átak hefur verið gert í baráttunni við alkóhólisma, og árangurinn hefur þegar skilað sér. Að margra dómi standa íslending- ar nú framar flestum öðrum þjóðum I þessum efnum. „Ég er oröinn hundleiöur á þessu rausi um alkóhólisma," sagði einn vina minna við mig, þegar hann frétti, hvaða efni ég væri með í höndunum. „Þetta er bara spurning um karakterstyrkleika." bætti hann við, og um leið sannfærðist ég um. að ekki veitti nú af að rausa meira um alkóhólisma. Fyrir aðeins fáeinum árum var alkóhólismi feimnismál, enda var ofan greind afstaða gjörsamlega ríkjandi. Alkó- hólismi var í flestra augurn einfaldlega aumingjaskapur viðkomandi. það var litið niður á ofdrvkkjumenn. og yfirleitt botnuðu menn ekkert í aðstandendum |x;irra að púkka upp á svona fólk. Þeir urðu fyrstir Sem betur fer er viðhorl'iö nú gjörbreytt. þótt enn sé þörf umræðu. í II. tbl. Vikunnar 1977 birtist viðtal við Hilniar Helgason, Hrafn Pálsson og Tómas Agnar Tómasson. sem reyndist tímamótaviðtal. Þessir þrír voru meðal þeirra fyrstu. sem hlutu meðferð á Freeport sjúkrahúsinu i Bandarikjunum, og |ieir urðu fyrstir hér á landi til þess að koma fram undir mynd og nafni og ræða opinskátt um sjúkdóm sinn. einkenni hans og meðferð. Svona skamnit er í rauninni siðan farið var að taka á þessu vandamáli fyriropnum tjöldum. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið. og margir góðir menn hafa lagst á eitt um að stórauka fræðslu um þennan sjúkdóm og veita læim aðstoð. sem honum eru haldnir. enda hefur komið í Ijós. að þörfin er gífurleg. 5000 á 5 árum? Eftir því sem næst verður komist. munu um 5000 íslendingar hal'a hlotið meðferð við alkóhólisma á síðastliðnum fimm árurn. Þar af hafa um 600 manns notið vistar í Bandaríkjunum. 476. sem nutu til þess stvrks frá Tryggingastofnun ríkisins, og rúntlega 100. sem kostuðu sína meðferö sjálfir. Á deild 10 á Kleppsspítala og Vist heimilinu á Vífilsstöðum, sem er i mörgum tilfellum framhald al' deild 10. er um nálægt 3500 innlagningar að ræða siðustu fimm árin. Vistheimilið á Vifilsstöðum var opnað í maí 1976. Urn 2500 manns hafa svo fengið meðferð á sjúkrastöð SÁÁ. sem fyrst var opnuð í Reykjadal 1. des. 1977, en hefur nú verið á Silungapolli síðan í maí 1979. Urn 750 manns hafa siðan notið framhaldsmeðferðar hjá SÁÁ á Sogni, en starfsemin þar hófst i ágúst 1978. Þessar tölur ber að laka með miklum fyrirvara. þótt ég gæti ekki stillt mig um að nefna þær til að gefa lesendum ein hverja hugmynd um. Iivað við er að fást. Reikningsglöggir menn eru vitanlega ekki Sá er hygginn, sem þekkir adra. hmn er vitur. sem þekkir sjálfan sig. Lao-tse. Sá er sterkur, sem sigrar adra, hinn er mikilmenni. sem sigrast a sjálfum sér. Lao-tse. Gæfa og ógæfa eiga rætur i sjálfinu. Lao-tse. lengi að fá út töluna 6600 eða jafnvel 7350, en þær tölur eru ekki raunhæfar, vegna þess að í mörgum tilvikum er uni sömu sjúklinga að ræða. Þeir. sem sækja Sogn. hal'a í langflestum tilfellum verið á Silunga- polli áður. og vistmenn á Vífilsstöðum njóta í flestum tilvikum áður meðferðar á deild 10. Sumir fara líka oftar en einu sinni i meðferð. Hins vegar eru hér ótaldar stofn anir. eins og Göngudeild Flókadeildar. vistheimilin að Víðinesi og Gunnarsholli o.fl. Talan 5000 er því ágiskun. en varla fjarri lagi. Meðalaldurinn hefur lækkað um áratug Um árangurinn af allri þessari starfsemi þarf ekki að deila. þótt vissulega sé hann ekki 100% fremur en í baráttu við ýmsa aðra sjúkdóma. En það er gleðilegt, hversu miklu hefur verið áorkað á siðustu árum. svo miklu. að margir telja íslendinga nú standa framar flestum öðrum jyjóðum i þessum efnum. Öll fræðslustarfsemi hefur verið stór- aukin. og má geta þess. að félagar í SÁÁ hafa nú um tveggja ára skeið farið í skóla um allt land og rætt við 15-16 þúsund nentendur á aldrinum 13-17 ára. 18 Vikan 45. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.