Vikan


Vikan - 06.11.1980, Qupperneq 63

Vikan - 06.11.1980, Qupperneq 63
ekki vera með neinum nema B sem er hrifinn af D en hún er hrifln af A. Hvað eigum við að gera? Tvær hrifnar á kross. Ástarflækja ykkar er illleysan- leg. í tilfinningamáli sem þessu stoðar víst lítt að benda mönnum á að beina hrifningu sinni í rétta staði. Þið eigið á hættu að eyðileggja vináttu ykkar tveggja, svo og vináttu ykkar og strákanna vegna afbrýðisemi o.þ.l. ef þið fylgið málinu eitthvað eftir. Það eru fleiri fiskar í sjónum og ráðlegast er að líta í kringum sig eftir öðrum strákum, en eiga þá A og B að góðum vinum. Söngnám og plakat af Diönu Ross Hæ Póstur! Ég hefði gaman af að vita hvort þú getir sagt mér hvar hægt er að komast í söngnám. samt ekki óperunám. Þarf að hafa einhver réttindi til að komast í eitthvað svona? Jæja, ég veit þú segir það sem ég þarf að vita. Getiði birt plakat af Diönu Ross? Bæ, bæ. Takk fyrir. Ein af Norðurlandi Söngskólinn i Reykjavík veitir tilsögn í söng og raddþjálfun. Úti á landi er helst að leita til tónlistarskólanna. Yfirleitt þurfa menn aðeins áhuga og góða rödd i söngnámið, en nánari upplýsingar fást á áðurnefndum stöðum. Óskinni um plakat af Diönu Ross hefur verið komið á framfæri. Tvœr píur úti á landi Kæri Póstur! Við erum tvœr píur úti á landi. Getur þú sagt okkur hvert við eigum að snúa okkur ef við ætlum að verða skipti- nema úti íAmeríku? Verðum Wð að læra eitthvað áður? Er eitthvert aldurstakmark? Kostar eitthvað að fara út til Qð verða skiptinemi? Okkur liggur á svari og vonandi er Helga södd. Ef ekki þá má hún éta blómin á blaðinu. Vikan er mjög góð og líka svörin í Póstinum. Tvær píur úti á landi. AFS skiptinemasamtökin eru til húsa að Hverfisgötu 39, Reykjavík, en Skiptinema- samtök þjóðkirkjunnar, ICYE, hafa aðsetur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Skiptinemar á vegum AFS skulu vera á aldrinum 16-18 ára, en hjá ICYE 17-25 ára. Engin sérstök skilyrði eru sett að öðru leyti. Nemarnir greiða ákveðið gjald og eru ferðir, tryggingar og fleira innifalið í því, en fæði og uppihald er frítt. Nánari upplýsingar eru fúslega veittar á skrifstofum samtakanna. Strákur með stóran rass Kœri Póstur. Mitt stóra vandamál er minn stóri rass. Og ég er ekki einn um þetta vandamál því mikill hluti fólks, bæði strákar og stelpur, hefur stöðugar áhyggjur út af bakhluta sínum. Samt sem áður er þetta hálfgert feimnismál og ekkert gert úr því, t.d. í blöðum. Gætir þú nú ekki, elsku Póstur, reynt að birta upplýsingar um þetta mál? Af hverju safnast fta svona mikið á bakhluta fólks? Og hvernig er hægt að losna við hana? Er nudd til einhvers gagns (rassnuddvélar)? Ég veit að flestir vildu leggja mikið á sit til að minnka sinn rass. Þú gerðir því mér og fleirum mikinn greiða ef þú gætir útvegað upplýsingar um þetta mál. Með fyrirfram þökk. J.P. Það mun víst vera rétt hjá þér að margir eiga við stóran rass að stríða. Rassfitan er yfirleitt í ákveðnu hlutfalli við aðra líkamsfitu. Því er mjög mikii- vægt fyrir þá sem hafa vel útilátinn sitjanda að gæta vel að þyngdinni. Æfingar gætu líka hjálpað, sömuleiðis ein- hvers konar nudd, t.d. rassnuddvélar. Pósturinn bendir þér því á að einna vænlegast er að hafa samband við einhverja heilsurækt* eða nuddstofu. Þar má fá leiðbein- ingar og þar eru einnig æfinga- tímar fyrir fólk og hægt er að fá afnot af ýmsum hjálpartækjum. Árótting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Jón örn Arnarson hefur aldrei óskað eftir pennavinum. Ósk þar að lútandi með nafni hans, sem birtist i 41. tölublaði, virðist hafa verið send af ein- hverjum „vinum” hans og þykir Vikunni mjög miður að þessi sjálfsagða þjónusta við lesendur skuli misnotuð á svo smekklaus- an hátt. Jafnframt leggjum við áherslu á að beiðnir um pennavini séu handskrifaðar en ekki vélritaðar. 45. tbl. Vlkan 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.