Vikan - 24.12.1981, Page 25
Kvikmyndir
Þau hjónin Jakob Magnússon (Jack
Magnet) og Anna Björnsdóttir (Anna
Bjorn) hafa að undanförnu gert garðinn
frægan úti i hinum stóra heimi. Anna
hefur nú nýlokið við að leika í stór-
brotinni ævintýramynd er ber nafnið
„The Sword and the Sorcerer”. Tónabíó
hefur fest kaup á myndinni og áætlar að
geta hafið sýningar á henni strax nú í
sumar. Anna Björnsdóttir hefur áður
leikið í kvikmynd, „American Graffiti
II”, eins og menn eflaust muna. Þar lék
hún íslenskan skiptinema í Ameríku og
hlaut góða dóma fyrir frammistöðu sína,
Hlutverk hennar í þessari kvikmynd
er talsvert annars eðlis, enda er þetta
ævintýramynd eins og þær gerast bestar.
Hún segir frá valdabaráttu Cromwells
nokkurs, sem leikinn er af Richard
Lynch, og hefnd afkomenda eins þjóð-
höfðingja er hann tortímir. Sá heitir
Talon (leikinn af Lee Horsley) og berst
hann við hina hryllilegustu óvætti og
skrímsli. áður en honum tekst að full-
nægja hefndarskyldunni. Þarna koma
einnig við sögu ung og falleg prinsessa,
Alana (Kathleen Beller) og bróðir
hennar Mikah (Simon MacCorkindale).
Og þó Alana veiti Talon verðug
sigurverðlaun vill hann ekki eyða ævi
sinni í örmum hennar. Hann stígur á
bak gæðingi sínum og með riddurunum
heldur hann á vit ævintýranna á ný.
. ,.v -' *•