Vikan


Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 46

Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 46
heyrði hann skaka með tönginni í arin- inn. En þegar hún kom inn með dúkinn og diskana stóð hann úti við gluggann, hreyfingarlaus. t annarri hendi hélt hann á tómri viðarkörfunni og starði út um gluggann. — Hvað er að, Knut? Á hvað ertu að horfa? Hann svaraði ekki en hélt áfram að stara. Síðan sneri hann sér að henni. Andlit hans var fölt. — Hanna...? — Já, hvað? — Hanna, veit Arne að við erum hér? — Hvort Arne viti að við séum hér? Auðvitað veit hann það ekki. Af hverju í ósköpunum spyrð þú að þvi? Hún var skjálfrödduð. — Ég sá mann standa úti við mýrlendið undir hæðinni þarna, sagði hann hægt. — Frekar langt í burtu. En samt sem áður. Það var eitthvað við manninn sem minnti mig á Arne. Kaldur hrollur fór um hana. — Arne? En þú veist að Arne er i Þýskalandi. Og það er ekkert fólk á þessari eyju. Þú sérð ofsjónir, Knut. — En Hanna, ég get svarið aö ég sá mann þarna úti. — Þá er það sjómaður sem hefur komið á land til að hita sér kaffi. Hann kinkaði kolli. En hún sá eitthvaö flöktandi i augnaráði hans. Hún kyssti hann snöggt á kinnina og strauk hendinni í gegnum þéttan hár- lubbann. — Heyrðu. Við skulum ekki minnast á Ame meira. — Nei. Þetta var heimskulegt af mér. Ef til vill var þetta líka bara tré. Þú veist að i ljósaskiptunum vill imyndunaraflið hlaupa með mann f gönur. Hann gekk að útidyrunum. — Jæja. Ég ætla að labba út í skóginn. Ef til vill finn ég nokkrar greinar til að setja í arininn. — Þaö er ágætt. Hann hvarf út um dyrnar og hún hélt áfram að útbúa matinn. Hún lagði niðurskorna skinkuna og gæsalifrina á tinfat, með grænmetinu sem hún átti. Siðan náði hún i vínflösku, tók til i eldhúsinu, fleygði öllum tómu niður- suðudósunum og slétti úr rúmfötunum. Þá leit hún á klukkuna og hrökk í kút. Knut hafði verið i burtu í næstum því klukkutíma. Það var nasstum því orðið aldimmt og óveðursský var á himninum. Kaldur Þarna gæti hann verið, hugsaði hún. Ef til vill hefur hann meitt sig þegar hann var að höggva viðinn. Ef til vill lá hann í blóði sínu, meðvitundarlaus, þarna inni. Hún nálgaðist skúrinn. Vindurinn hvein i sprungnum trjáboröunum í grá- hvítum, ómáluðum veggjunum. Dyrnar stóðu í hálfa gátt. Hurðin hreyfðist hægt á ryðguðum lömunum. Hún opnaði upp á gátt og starði inn í myrkrið. Svo æpti hún skerandi. Einhver vera hékk niður úr einum þverbitanum og sveiflaðist fram og til baka, hægt og viljalaust. DREGUR AÐ LEIKSLOKUM vindur blés inn um opinn eldhúsglugg- ann. Hanna lokaði honum. Síðan fór hún í þykka ullarpeysu og gekk út. Sjórinn var mjög úfinn. Bylgjurnar skullu með miklum hávaða á klettunum. Fugl stritaðist á móti vindinum, yfir höfði hennar, eins og svartur skuggi. Hún starði út yfir sjóinn og hrollur fór um hana. Hún myndi aldrei venjast bátum og hafinu. Hún gekk upp á lyngi vaxna hæð og skimaði í kringum sig. Þar var engan að sjá, hvorki úti í mýrinni né í gisnum furuskóginum. Myrkrið lagðist nú endanlega yfir eyjuna. — Knut! Hvar ertu? Knut! Hún hrópaði oft og mörgum sinnum. En ekkert svar barst til baka. Hún fann hvernig fæturnir skulfu undir henni. Ef til vill hafði hann meitt sig. Ef til vill lá hann hjálparlaus einhvers staðar inni í skóginum. Hún leit i átt að verkfæraskúrnum. — Knut, hvislaði hún og fann að fæturnir voru að láta undan. Hún þvingaði sig til að líta upp. Svo hrökk hún við og glennti upp augun. Það var eitthvaö undarlegt við þann' hengda. Hún færði sig hægt nær og reyndi að sjá andlitið. Það var ekkert andlit, aðeins hvitur flötur. Þetta var ekki maður heldur tuskudúkka klædd peysu og buxum. Arne hafði eitt sinn búið hana til. Hann hafði notað hana sem fuglahræðu við litla matjurtagarðinn hjá sumarbústaðn- Miði hafði verið festur á brjóst dúkk- unnar. Hún reif hann niður og las: Hanna! Knut er dauður. Nú er röðin komin aðþér' Kveðja, Arne. Hún vildi öskra en gat það ekki. Hún stóð bara þarna hreyfingarlaus en svo var sem hún sæi einhverja hreyfingu inni í myrkrinu, á bak við dúkkuna sem AMe-vAX*/ sveiflaðist. Og hún heyrði þurran, lág- væran hlátur. Eða var það aðeins vindurinn? Hún steig eitt skref aftur á bak, sneri sér við og tók í ískrandi hurðina. Enginn var fyrir utan. Enginn sem hún sá. Hún skjögraði í blindni niður að bryggjunni þar sem báturinn hans Knuts lá og togaði í landfestarnar. Nei. Hún gat ekki barist við hafið ein sins liðs. Freyðandi hafið hvolfdist í átt til hennar eins og svöng risaófreskja. Hún hljóp í átt að sumarbústaðnum, hrasaöi við dyrnar og skellti þeim aftur. Læsti þeim. Þá mundi hún allt i einu eftir byssunni. Arne átti byssu sem var geymd í sumarbústaðnum. Hann hafði skotið máva með henni. Og kennt henni að nota hana. Byssan var í læstri kommóðu i einu svefnherberginu. Kaldur málmurinn róaði hana. Hún fann til kaldranalegrar öryggistilfinningar þegar hún greip .þéttingsfast um svalt byssuskeftið. Síðan athugaði hún hana og komst að raun um að hún var hlaðin. Hún kveikti á kerti. Síðan kom hún sér fyrir á stól í einu horni stofunnar. Hún heyrði ekkert annað en hljóðið í vind- inum fyrir utan, gnauðandi vindinum og í trjágrein sem slóst við rúðuna. Eða, var það...? Jú. Hún heyrði háttbundin, þung hljóð þarna úti. Fótatak. Hún náði tæplega andanum. Fótatak sem kom nær og nær. Sem betur fer — skaut upp i huga hennar — eru dyrnar læstar. En á sama andartaki heyrði hún málmkennt þrusk og hún mundi að Ame átti lykil að sumarbústaönum. Hún heyrði brakandi hljóðiö þegar ytri dyrnar vom opnaðar. Hún lyfti hendinni sem hélt á byssunni í átt að dyrunum og vissi að brátt gæti hún ekki meir. Þá var hurðinni hrundið upp. Og Arne stóð f gættinni. Grannleitt andlitið var náfölt og augun uppglennt. Vatnið lak af honum og röddin var lág og titrandi: — Jæja, Hanna. Það er nokkuð sem við þurfum að rasða um, við tvö? Hann steig eitt skref í átt til hennar. En um leið stóð hún á fætur, lyfti byss- unni upp og æpti um leið og hún skaut: — Þú . . . þú myrtir Knut! Þú . . . myrtir hann! Það heyrðist smellur þegar hún hleypti af. Þá öskur og annað öskur. Og síðan hné hún niður. Hægt opnaði hún augun. Það ólgaði og bullaði inni í henni, undir henni. Hún lá í þröngu, ókunnugu herbergi og ein- hvers staðar heyrðist i mótor sem drundi og drundi. Síðan var allt í einu komið andlit fyrir framan hana. Kunnuglegt andlit. John Holm, hugsaði hún. Sýslu- maðurinn. En ... Hún mundi nokkuð af því sem gerst hafði en vissi ekki hvort það var draumur eða veruleiki. 46 Vikan 52. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.