Vikan


Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 47

Vikan - 24.12.1981, Qupperneq 47
Sakamálasaga — Jæja? sagöi Holm. — Líður þér betur núna? — En hvaö... hvar...? — Þú ert um borð í lögreglubát. Og Knut Movold hefur játað allt. — Knut? En hann er... dáinn. — Það er ég nú hræddur um ekki. — En... Sýslumaðurinn settist á stól. Hann hafði þekkt Hönnu Vik frá því að hún var litil og hann var næstum því eins og frændi hennar. — Sannleikurinn er sá, Hanna, sagði hann, — að Knut Movold og maðurinn þinn áttu fyrirtækið saman. Já, það veist þú líka. En Movold vildi eiga það einn. Þess vegna vildi hann losna við Arne, einfaldlega drepa hann. Og þú áttir að framkvæma verknaðinn. — Átti ég...? — Einmitt. Þú varst með í áætlun hans alveg frá byrjun. Þess vegna byrjaði hann að gefa þér undir fótinn. Þú verður að fyrirgefa að ég skuli segja þetta svona hreint út en svona var þaö. Hann hvarf viljandi þegar hann sagðist ætla að fara út að sækja eldivið. Fyrst hengdi hann tuskudúkkuna upp í skúrn- um. Hugmyndina um að nota hana hafði hann fengið þegar hann fór með Arne hingað í fyrra. Það sem stóð á miðanum hafði hann sjálfur skrifað á eina af ritvélum fyrirtækisins. Það hefði ekki verið hægt að afsanna að Arne hefði skrifað þær setningar. Hann treysti á að þú myndir ná í byssuna til að verja þig með henni. Arne hafði oft sagt honum frá byssunni og hvað hann væri laginn að skjóta mávana hér við bústaðinn. — En Arne. Er hann ...? — Nei. Hann fékk skot í öxlina og er ekki í neinni hættu. Honum tókst að komast niður að bátnum. Þar skaut hann upp neyðarblysi. Þá skildum við hér á meginlandinu að eitthvað hafði farið úrskeiðis. Hanna dró andann léttar. Svo hrukkaði hún enniö. Það var svo margt sem hún skildi ekki. — En Arne ætlaði að fara til Þýska- lands, sagði hún. Holm hafði dregiö fram pípu sína og stakk henni upp í sig. — Knut Movold er útsmoginn þrjót- ur, Hanna. Svo útsmoginn að hann skrifaði nafnlaust bréf til Arne þar sem stóð að þú og hann — ég meina Knut Movold — ætluðuð að eyða helginni saman í sumarbústaðnum á Vardöya. Arne ákvað að komast að sannleik- anum. Þess vegna sagðist hann þurfa að fara til Þýskalands. En þess í stað faldi hann sig í borginni og svo fór hann út í Vardöya á sínum bát í kvöld. Hann sá bátinn hans Knut Movold og fór upp í sumarbústaðinn til að tala út um hlutina við þig. Þaö er jú skiljanlegt þrátt fyrir allt. En þarna inni sast þú og beiðst, hár- viss um að hann væri geðveikur morðingi. Knut Movold hafði séð um að þú héldir það. Og Arne skildi hvað um var að ræða, eftir að þú hrópaðir að honum að hann hefði myrt Knut Movold. Nú getur þú þakkaö örlög- unum fyrir að þú hæföir ekki betur en þetta. — En hvar var Knut... Movold? — Hann faldi sig inni í skóginum. Hann hafði slegið sjálfan sig mörgum sinnum í höfuðið og efri hluta líkamans með skaftinu á exinni og fengið ljót sár. Ætlun hans var að segja að Arne hefði ráðist á hann og slegið hann, þar til hann — Arne meina ég — héldi að hann væri dáinn. Áætlunin var úthugsuð í smáatriðum. En þegar hún misheppn- aðist, þar sem þú myrtir ekki Arne, flýði Knut Movold. En undirmaður minn handsamaði hann fyrir nokkrum klukkustundum. Hann sleppur ekki. Hugsanirnar flögruðu í gegnum huga Hönnu. Það sem haföi gerst var svo óraunverulegt, of tilgangslaust og grimmdarlegt. Hún gat ekki komið orðum að því hvernig henni leið. — Og Arne, sagði hún hljómlausum rómi. — Er hann hér um borð í þessum báti! — Nei. Læknirinn fór með hann á sínum bát. Reyndar bað hann mig fyrir kveðju til þín, þakklætiskveöju. Fyrir það að þú skulir vera svona léleg skytta. kí RÆKTAÐU LÍKAMA ÞINN Líkamsræktin hf., Laugavegi 59, kjallara Kjörgarðs, sími 16400. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ — BYRJUM NÝTT LÍF ÖLLTÆK.IOG AÐSTAÐA ER ÁBORÐ VIÐÞAÐ BESTA í HEIMINUM Opnunartímar í desemberfyrir bæði kynin: Mán. —föstud. Laugard. 7.00 — 22.00 10.00—17.00 Yfir hátíðirnar Þorláksmessu Aðfangadag 7.00—18.00 8.00 — 12.00 Annan dagjóla Gamlársdag 11.00—15.00 8.00—14.00 Mánaðargjald kr. 380. Innifalið: Vatnsnudd, sólarbekkir, gufu- böð, matseðlar og að sjálfsögðu œf- ingar undir tryggri leiðsögn. 52. tbl. Vlkan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.