Vikan


Vikan - 24.12.1981, Síða 63

Vikan - 24.12.1981, Síða 63
Pósturinn Týndi gíróseðli Kæra Vika Nýlega gerðist ég áskrifandi að Vikunni og eftir nokkurn tíma fékk ég sendan gíróseðil. En ég var svo klaufsk að ég týndi honum áður en ég kom í verk að borga. Ég skrifaði Vikunni en ég er hrœdd um að bréfið hafi ekki komist til skila. Nú bið ég um að fá sendan nýjan seðil ef hægt er. Vikan er mjög gott blað og ég vildi alls ekki missa áskriftina fyrir þennan klaufa- skap. Með fyrirfram þökk, E. V.M. Hafðu minnstar áhyggjur — þér verður snarlega sendur annar seðill því ekki máttu missa áskriftina að þessu ágæta blaði. Blöð í öðrum löndum Kæri Póstur Okkur langar að biðja þig um að gera okkur æðislegan greiða. Viltu gefa okkur nöfn og heimilisföng erlendra blaða, dagblaða, vikublaða eða einhverra annarra til dœmis í Ameríku, Englandi, Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu, Nýja Sjálandi og öðrum löndum. Okkur dauðlangar að kynna okkur erlend blöð þar sem við höfum áhuga á erlendum tungu- málum. Við værum æðislega þakklátar ef þú gæfirokkur gott svar._Bless og takk fyrir gott svar. Tvær áhugasamar Ef leið ykkar liggur til Reykja- víkur skuluð þið labba ykkur inn í eina af stærri bóka- verslunum miðbæjarins. Þar fæst aragrúi dagblaða og tíma- rita frá ýmsum löndum, í það minnsta frá Norðurlöndunum, Englandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi og yrði of langt mál að telja þau upp. Úrvalið frá öðrum löndum er hins vegar minna. Pósturinn fór á kreik til að verða við beiðninni og gróf upp skrá yfir tímarit heimsins, valdi nokkur heimilis- föng úr, af handahófi. Ekki er Pósturinn alveg viss hvers kyns blöð er um að ræða en ályktar að þarna séu á ferðinni einhvers konar fjölskyldublöð. Australian Family Circle Golden Fleece Blgd, 100 Pacific Highway Nort Sidney, N.S.W. 2600 Australia Przyjaciolka Wydavinctwa, Arystyczno- Graficzne, „Prasa-Ksiazka-Rwdr”, Ul. Smolna 10. Warshaw, Poland Vancouver, 1008 Hornby St., Vancouver, B.C.V6 7 1 V7; Canada Manano, Ambers 38, Mexico 6, D.F. Mexico Weekly Post 3-1. 2Chome, Hitotsubashi, Chiyoda-ku, Tokyo Látum þetta duga í bili. (Vonandi eru þetta ekki allt búnaðartímarit eða sérrit um sjávarútvegsmál.) PENNAVINIR Kolbrún Benediktsdóttir, Skarðsbraut 17, 300 Akranesi, vill skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 13-14 ára, er sjálf 14. Áhugamál: strákar, dans, böll, bíóogfl. ffJHiV vertir auglýsendum gööa þjönustu á skynsamlegu veröi og hver auglýsing nœr til allra lesenda VIKUNNAR. Auglýsingasími: 85320 Kristín Jónsdóttir, Kirkjubraut 18, 780 Höfn Hornafiröi, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára, er sjálf 12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. 52 tbl. Vikan 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.