Vikan - 29.09.1983, Blaðsíða 16
LAXNESS í RUSLAFÖTUNNI
FYRSTA SPORIÐ í ÁTT TIL
/
gamla skatthol-
'mu til vmstri á
myndmni fann
LaDonna Þórdís
Breiöfjarð gamah
bréf með undir-
skrift og var það
fyrsti haldbœri
tengHiður hennar
við ættmgjana á ís-
landi.
Ættfræði er án efa eitt vinsælasta áhugamál íslendinga. Sjaldan hittast
tveir íslendingar svo þeir reyni ekki að rekja ættir sínar saman. Þessi áhugi er
ekki síðri hjá þeim íslendingum sem flytjast af landi brott. En nú er það oft
svo að tengslin við ættlandið gamla rofna að miklu eða öllu leyti þegar heilu
fjölskyldurnar flytjast til annarra landa og festa þar rætur.
Hvernig fara menn þá að þegar komið er fram í þriðja eða fjórða ættlið
og bókstaflega ekkert er til að styðjast við? — Það er saga að segja frá því,
eins og sannaðist þegar LADONNA ÞÖRDÍS BREIÐFJÖRÐ hóf að grúska í
þeim málum. Hún kom til íslands nú í sumar og hafði þá eftir ýmsum
krókaleiðum komist að því hvert skyldfólk hennar var. Við báðum hana að
segja okkur af hverju hún hefði lagt svo mikið á sig við þessa leit. Ef til vill
kannast einhverjir ættfræðiáhugamenn á meðal lesenda við þau nöfn sem
hér koma fram og geta þá bætt við einu nafni á ættartré sitt, nafni LaDonnu
Þórdísar Breiðfjörð:
Ég er að vinna að
sögulegri skáldsögu um frum-
byggjana í Norður-Dakota.
„Ástæðan fyrir því að ég ákvað
að heimsækja Island er samofin
því að ég vinn nú að sögulegri
skáldsögu um íslensku
frumbyggjana sem settust að við
Mouse River í Norður-Dakota í
Kanada. Ég vildi byggja söguna á
reynslu afa míns, Einars Björg-
vins Breiðfjörð frá Sælingdals-
laug í Dalasýslu, og ömmu, Guð-
rúnar Jónasdóttur frá Borgum á
Skógarströnd. Þau dóu þegar ég
var lítil og af ýmsum ástæðum
höfðu tengslin við Island rofnað
þegar þau féllu frá. Faðir minn
hafði því ekkert í höndunum sem
gat hjálpað mér þegar ég byrjaði
að grafast fyrir um bakgrunn
þeirra á Islandi.
Það sem ýtti undir þennan
áhuga minn var einnig að afi
minn og amma höfðu flust frá
Norður-Dakota og búið hjá for-
eldrum mínum í Minnesota þegar
ég var aðeins bam. Það var alltaf
einhver töfraljómi yfir þeim í
mínum augum. Þau voru svo
kurteis og hógvær og með af-
brigðum gestrisin. Mér fannst
íslenskan þeirra hljóma eins og
töfrahljómar og þegar afi las upp
úr Islendingasögunum eða biblí-
unni þá sat ég og mændi dolf allin á
hann. Upp frá þessu var Island
draumalandið mitt.
( skattholinu fann ég fyrstu vís-
bendinguna.
Ég spurðist aldrei fyrir um bak-
grunn þeirra og vissi ekki mikiö
um Island fyrr en ég fluttist til
Kalifomíu, 17 ára gömul. Þá
gerðist sá atburður sem varð þess
valdandi að ég fór að hugsa um
það að ráði að grennslast fyrir um
skyldfólk mitt. Ég var aö ganga
fram hjá húsi nágranna minna og
sá hvar frúin var að henda bókum
í ruslatunnuna. Mér fannst þetta
alveg ófyrirgefanlegt og færði
mig nær. Þá sá ég að ein þeirra
var Independent people eftir ís-
lenskan höfund, HaUdór Kiljan
Laxness. Ég spurði hvort ég mætti
eiga bókina og það var ekki nema
sjálfsagt. Ég fór með hana heim
og las hana og las hana aftur og
aftur, ég veit ekki hvað mörgum
sinnum! Ég var alveg heilluð af
því sem þar var lýst.
Eftir þetta fór ég að leita að
fleiri bókum sem þýddar höfðu
verið eftir íslenska höfunda. Þá
var það eitt sinn, fyrir ein jólin, að
faðir minn hringdi í mig og spurði
16 Vikan 39.tbl.