Vikan


Vikan - 29.09.1983, Page 23

Vikan - 29.09.1983, Page 23
I 5. Þú segir feröalangnum aö halda áfram um skóginn. Sumir láta hann næst mæta dýri en aðrir nefna dýriö ekki fyrr en í lok spurninganna. Þaö er smekksatriði. En, hafið dýriö endilega meö, hvaöa dýr (ef þá nokkurt) og hvernig ferðalangnum leist á dýrið. 6. Þetta er lokaáfanginn. „Þú kemur aö húsi. Hvar er húsið? I skóginum eða utan hans?” segir þú. „Hvernig er húsið? Býr einhver í því? Lýstu því vel.” Eftir að þú hefur spurt allra þessara spurninga máttu fara að segja ferðalangnum fyrir hvað hvert þessara tákna stendur. Sumum kann að þykja erfitt að fá ekki frekari útlistingu á tákn- unum en smávísbendingar, en flestum reynist létt aö túlka skógarferðina sína. 1. Skógurinn stendur fyrir líf þitt, sérstaklega á þeirri stundu sem spurt er. Traust og stór tré benda sjálfsagt til festu í lífinu, sömuleiðis stígur og það segir manni kannski eitthvað hvort farið er eftir honum eða hvort hann er til staöar á annað borð. Það er talsverður munur á dönsku skógarþykkni sem ekkert sést í gegnum og til dæmis aö sjá sólina og heiöan himin í gegnum laufskrúð. Inn í þetta dæmi geta árstíðirnar líka komiö. 2. LykUlinn stendur fyrir skóla- kerfið. Allir sjá mun á ryöguðu ræskni sem enginn vill hirða (eða sem er hirt) og nýjum, fallegum sem ef til vill gengur að öllu, stundum jafnvel húsinu seinna í ferðinni. Til er að menn fleygi lyklinum í lækinn og þá má auðvitað gera ráð fyrir aö menn fórni náminu fyrir ástina. Sumir harðneita því aö finna lykil, það er líka tekið með. 3. Vatnsfallið er ástarlífið. Tært, gruggugt, fallegt eða ógnvekj- andi, straumhart eöa lygnt. Það þarf sjálfsagt ekki mikið hugmyndaflug til að ráða í þetta. Brú eða ekki brú skiptir einhverju máli, sumir sneiða hjá vatnsfallinu, aðrir fá sér jafnvel sundsprett. Sem betur fer er fátítt að menn drukkni í vatnsfallinu, það er að segja ástarlífinu. 4. Veggurinn er þjóðfélagiö. Sumir koma að hrörlegri steinahrúgu og sparka jafnvel í hana, aðrir að ókleifum vegg. Svo er til í dæminu að menn taki sér stööu uppi á honum og fari að syngja. Það má þá jafn- vel ætla að það séu upprenn- andi stjórnmálamenn eða mannkynslausnarar. 5. Dýrið er lífsförunauturinn. Þetta er í rauninni einna við- kvæmast í túlkun, en þó er tals- verður munur á skógarbirni (traustum, stórum, sterkum , jafnvel ógnvekjandi), sjálf- stæðum og óútreiknanlegum köttum eða frjálsum og kátum íkornum og fuglum. Það skiptir líka máli ef eitthvað er sérstaklega tekið fram um dýrið, ef það bítur eða malar blítt til dæmis. 6. Húsið er heimilið og sjálfsagt veitist mönnum létt að finna út úr þeirri gátu. Hús eru marg- vísleg, sem og heimili og af- staða manna til þeirra, allt frá hrörlegum kofum til voldugra kastala. Kirkja myndi þá benda til trúhneigðar. LEYNDA RDÓMURINN / GARÐINUM Þessi útgáfa leiksins er af enskum uppruna og hefur ekki áður veriö kynnt hér á landi svo aö vitað sé. Henni fylgir sú athuga- semd að niðurstaðan úr garð- lýsingunni geti veriö misjöfn eftir því hvenær á lífsleiðinni spurt er og þá getur jafnvel verið gaman aö hripa niöur lýsinguna frá ári til árs, hjá sjálfum sér og öðrum. Þessi kynning miðast við að maður „prufukeyri” lýsinguna á sjálfum sér. Fyrsta stigið er að loka

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.