Vikan


Vikan - 29.09.1983, Page 26

Vikan - 29.09.1983, Page 26
Maðurinn sem kynvera Enn er það svo að margir for- eldrar eiga erfitt með að tala við börn sín um kynferðismál. Margir unglingar eru einnig ótrúlega fá- fróðir um þessi mál og hlýtur það oft að vera ein af orsökunum fyrir að bráöungar stúlkur verða ófrísk- ar löngu áður en þær geta axlað þá ábyrgð að fæða og ala upp barn. Foreldrar halda ekki börnum sín- um í þekkingarleysi um kynferðis- mál af föstum ásetningi. Þeir gera það langoftast af því að þeir hafa sjálfir veriö aldir upp við fordóma í þessum málum og eiga því erfitt með að ræða opinskátt um kyn- feröismál. Þess vegna er mikil- vægt að samfélagið, meðal annars skólar, geti upplýst börn og unglinga um kynferðismál þannig að uppfræðsla eigi sér stað. Áhugi á kynferðismál- um byrjar snemma Börn byrja snemma að fitla við og leika sér að kynfærunum. Þau leika sér að öllum líkamshlutum — kynfærum jafnt sem öðrum. Börn skynja snemma að svæðin kringum kynfærin veita unaðs- tilfinningu og sjá ekkert athuga- vert við að snerta þessi líffæri. Ef þau sýna merki þess að vera feimin við að snerta þessa líkams- hluta er það af því að fullorðnir hafa komið því inn hjá þeim. Ef börnum er bannaö á harkalegan hátt að snerta á sér kynfærin geta þau fengið sektarkennd og tengt hræðslu við þessa líkamshluta. Þetta getur mótað afstöðu barna seinna meir gagnvart kynlífi og getur valdiö erfiðleikum. Hinn fullorðni man hins vegar ekki eftir því að honum hafi verið bannað og ef til vill hegnt fyrir að sýna þess- um líkamshlutum áhuga; það er oröið ómeðvitað. 26 Vikan 39- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.