Vikan


Vikan - 29.09.1983, Page 48

Vikan - 29.09.1983, Page 48
iS raaiy 40. tbl. — 45. árg. 6. okt. ÍSLENSK FEGURÐ Á IBIZA Stjörnustúlkurnar úr Stjörnukeppni Vikunnar, Úrvals og Hollywood frá í vor áttu góda daga á Ibiza í sumar, en það var hluti af verðlaunum sigurvegaranna og þátttökulaunum. Fararstjóri Úrvals á Ibiza, Jón Björgvinsson, er gamal- reyndur blaðamaður og myndatökumaður og sendi okkur nokkrar myndir frá heimsókn stjörnustúiknanna, ásamt stuttri frásögn. Þetta fáum við að sjá í nœstu Viku. VEIÐISAGA ÚR ELLIÐAÁNUM Nú er allri laxveiði lokið þetta árið. Ekki er þó úr vegi að rifja upp góða sögu frá sumrinu, síst þar sem sagan er raunverulega sögð í myndum og sýnir það sem um er að vera. Þröstur Elliðason var þar nœrri sem tveir menn áttu við lax í Elliðaánum og gekk á ýmsuþar til sá silfraði var kominn upp á bakkann. ÞANNIG VERÐUR NÝJA FLUGSTÖÐIN Þeir sem kynnst hafa aðstöðunni í blessaðri flugstöðinni okkar á Keflavíkur- flugvelli munu líklega flestir á einu máli um að vel gœti sú aðstaða batnað. Nú er fyrirhugað að bœta úr því sem kunnugt er og reisa nýja flugstöð. Hvernig hún verður fáum við að sjá í nœstu Viku. Úr dagbýk Helgu Thorberg: KVENNAFERÐ TIL FRÖKEN PARÍSAR / nœstu Viku kíkjum við á nokkur blöð úr dagbók Helgu Thorberg, en þetta sumar hefur verið sérlega viðburðaríkt í hennar lífi. Söguefnið er kvennaferð til heimsborgarinnar, Parísar sjálfrar, og við fylgjumst með henni í tyrknesku baðhúsi, á hlaupum eftir Signubökkum og alltafígóðum félagsskap. HANDAVINNA Nú er farið að kólna í lofti og flestir búnir að draga fram hlýrri fatnað. Því ekki að prjóna sér eitthvað fallegt, eins og til dæmis þessa glœsilegu kápu sem hún Anna Kristjánsdóttir í Bjarkarlundi hannaði. Við birtum uppskrift að henni í nœstu VIKU. N.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.