Vikan - 03.05.1984, Page 12
13 Slúöur
Ursula Andress er uppáhaldsfyrir-
mm
( villu sinni í Appia Antica hefur Gina
komið upp fullkomnu stúdíói og ein-
beitir sér nú að Ijósmyndun.
—segir Gina
Loiiobrígida
„Lífið hefst um fertugt,"
segir Ursula Andress, 45 ára,
og er ekki sú fyrsta sem það
segir. Hún kynntist barns-
föður sínum, Harry Hamlin,
um fertugt, eignaðist barn
41 árs. Og þó Harry Hamlin
hafi nú yfirgefið hana (eða
öfugt) þá nýtur hún lífsins
sótt.
„Ursula Andress er uppá-
haldsfyrirsætan mín," segir
Gina Lollobrigida, sem var
eftirsótt leikkona í eina tíð
en hefur nú alfarið snúið sér
að ijósmyndun. í einkalífinu
eru þær stöllur líka miklar
vinkonur. „Fegurðin þrosk-
ast eins og annað," segir
Gina Lollobrigida. „Sjáið
bara Jane Fonda (47 ára),
Raquel Welch (42 ára) og
Claudiu Cardinale (45 ára).
Þær eru allar á hátindi vel-
gengninnar og aldrei hefur
verið eins skemmtilegt að
mynda þær eins og þegar
þær fóru yfir fertugt! Til
þess að Ijósmynd sé
skemmtileg þarf eitthvað að
speglast í því andliti sem
maður sér. Maður verður að
geta lesið eitthvað út úr
myndinni. Svo er Ursula þar
að auki í frábæru líkamlegu
ástandi. Kroppurinn er eins
og á tvítugri ungmeyju!"
Ursula Andress þakkar
það fyrst og fremst heil-
brigðu líferni hvað hún lítur
nú vel út. „Ég reyki ekki,
drekk ekki og stunda lík-
amsæfingar á hverjum degi.
Ég borða hollt fæði og
sérstaklega mikið af salati.
En fyrst og fremst er ég
ánægð með lífið. Það er lífs-
hamingjan sem gerir mann
fallegan. Án innri hamingju
getur enginn maður Ijómað
svo að aðrir hrífist af."
lZVikan 18. tbl.