Vikan


Vikan - 03.05.1984, Side 23

Vikan - 03.05.1984, Side 23
Umferðin — fyrsta umferð Eg var á ferö í þeirri alsvæsnustu þoku sem ég man eftir. Sem betur fer var stór fólks- bíll á undan mér svo ég hugsaði með mér að á meðan ég sæi aftur- ljósin á honum ætti mér að vera sæmilega óhætt. Allt gekk þetta vel þangað til allt í einu að skrambans bíllinn snarhemlaði. Eg var næstum lentur á honum, þaut út úr bílnum og að ökumanni fólksbílsins, sem var rétt fyrir framan mig. — Hvers vegna snar- stopparðu svona, maður? hrópaði ég- — Nú, ég varð nú eiginlega að gera það, sagði hann, bílskúrinn minn er bara ekki lengri! Umferðin — önnur umferð Vagnstjórinn— Ég hef nú verið á þessari leið í átta ár svo ég veit vel um hvað ég er að tala. Farþeginn: Á hvaða stöð beiðstu. Lestarstjórinn fann mann liggjandi á brautarteinunum. — Hvað ertu að gera hér? — Ég er orðinn þreyttur á lifinu og ætla að láta lestina Kaupmanna- höfn — París aka yfir mig. — Ja, þá er ég hræddur um að þú verðir að færa þig um spor, væni. Þetta er lestin Kaupmannahöfn — Gladsaxe. — Þetta var skelfilega lífsreynsla! Þarna var ég að ganga eftir gang- stéttinni og uppgötvaði skyndi- lega að ég var með annan fótinn i gröfinni og hinn á bananahýði. — Afsakaðu, vinur. Ef ég fer yfir þetta tún hérna, heldurðu að ég nái þá hálffjögurvagninum? — Já, já, og ef nautið kemur auga á þig ættirðu að ná hálfþrjúvagn- inum! Maður á stórum dreka með amerísku númeri var að keyra eftir götum Akureyrar. — Hæ! kallaði ökumaðurinn. — Hvar er Nonnahúsið? — Það er nú í þessa átt, svaraði vegfarandi en þú þarft ekkert að flýta þér svona, hann er dáinn! — Liggur nýi bíllinn vel i beygjunum? — Já-há! Svo vel að Vökubilarnir hafa þrisvar þurft að koma til að ná honum upp! Margreynd flugfreyja var að gefa nýliðanum hollráð: — Mundu bara að þegar við erum i loftinu þá er það: Já, flugstjóri, og þegar við erum áJörðinni þá er það: Nei, flugstjóri! — Heyrðu, ég finn ekki bíl- lyklana, veistu nokkuð um dósa- hnífinn? — Afsakið flugfreyja, ég ætla ekkert að vera að nöldra, en getur verið að þetta hafi verið flugstjór- inn og aðstoðarflugstjórinn sem ég sá fara niður úr flugstjórnar- klefanum í fallhlif? Gott gott er gott! FINNICE súkkulaðikex er gott gott. Fáið ykkur FINNICE. Fráááábært! ^kantoÍarT^ FINNSKT GÆÐAKEX 18. tbl. Vifcan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.