Vikan


Vikan - 03.05.1984, Qupperneq 24

Vikan - 03.05.1984, Qupperneq 24
1S Heimiliö Fólk sem veit ekkert skemmtilegra en að vinna og vinnur alla daga, kvöld, nætur og helgar hefur fengið þann skemmtilega titil að vera kallað vinnualk- ar. Yfirleitt vorkennir fólk vinnuölkum, telur ástæðuna liggja í óhamingjusömu einkalífi og tilraun til að flýja veruleikann. Vinnualkarnir geta valdið mikilli spennu á vinnustöðum. Þeir vinna mikið, eru alltaf tilbúnir að vinna eftirvinnu án þess að skeyta um hvort þeim sé borguð hver mínúta af eftir- vinnunni. Þeim gengur þess vegna yfirleitt vel, þeim er launað með titlum og ábyrgðarstöðum og verða fyrir bragðið oft óvinsælir vinnufélagar! En hvort á að vorkenna þeim eða vera vondur út í þá? Hvorugt, segir ameríski rithöfundurinn Marilyn Machlowitz sem nú nýverið skrifaði heila bók um vinnu- alka: „Workaholics — Liv- ing with them, working with them" (Vinnualkar — að búa með þeim, að vinna með þeim). Sagt er að hún sé sérfræðingur í þeim mál- efnum því hún hefur ekki aðeins skrifað doktorsrit- gerð við Yale háskólann um þetta efni heldur segist hún vera forfallinn vinnualki sjálf! í bókinni heldur Marilyn því fram að það sé ekki nokkur ástæða til að vor- kenna vinnuglöðu fólki og halda að ástæða vinnu- gleðinnar liggi í andlegri vanheilsu þess. Vinnualkar eru sælir og ánægðir með þetta hlutskipti sitt. í staðinn fyrir að eyða frí- tímanum í handbolta, lík- amsrækt, skák, handavinnu eða lestur bókmennta fær þetta fólk mesta ánægju af því að vinna. Og það er ekkert nema gott um það að segja. Því ætti það ekki að hafa leyfi til að gera það sem því þykir skemmtilegt? En það er rétt að sumarfrí og helgidagar fara í taugarnar á vinnuölkum. Og það getur orðið svolítið erfitt að um- gangast þá ef þeir hafa lengi ekki haft nóg að gera. Frítímanum vill þetta fólk eyða í eitthvað sem út- heimtir orku og vill stöðugt vera upptekið við að gera eitthvað nýtt. Ástæðuna til vinnusýki má oft rekja til full- komnunarhneigðar. Það er óskin um að inna verk sín fullkomlega af hendi sem rekur fólk til að eyða meiri tíma í þau en aðrir á vinnu- staðnum. Ennfremur er þetta fólk oft haldið óöryggi. Því finnst það ekki jafnhæft til starfsins og vinnufélagarnir. Og þá finnst því það verða að vinna helmingi meira en aðrir til að ná sama árangri. Og árangurinn er í augum þessa fólks ekki mældur í peningum heldur er ánægj- an af vel unnu starfi nægileg. Vinnualkar hafa ekkert á móti því að vera í mörgum verkefnum í einu og er nokkurn veginn sama hvar þeir vinna. Þeir finna sjaldan til streitu því það er ekki utanaðkomandi þrýst- ingur sem rekur þá áfram heldur innri hvöt til að vera alltaf að! Oft er hægt að benda á krakka í skólum og segja: Þessi verður vinnualki! (Eða svo segir Marilyn Machlo- witz.) Strax á unga aldri leggja þessir krakkar meira á sig en hinir, eru lengur að leysa verkefnin og gera það yfirleitt mjög snyrtilega og ítarlega. Og ennfremur segir Marilyn að ekki sé nokkur ástæða til að vorkenna mökum vinnualka. Þeir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu því þeir höfðu jú hitt makann á vinnustað. Hvar annars staðar ætti maður að kynnast vinnu- alka? Z4 ViKan 18. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.