Vikan


Vikan - 03.05.1984, Qupperneq 27

Vikan - 03.05.1984, Qupperneq 27
aö gera samband þeirra varanlegt án þess að særa Mary. Þúsundir manna í Banda- ríkjunum fóru aö gera eitthvaö að morgni dags og voru látnir aö kvöldi. Hvers vegna ekki elskan hún Mary? John fór til Lettice og reyndi aö skýra fyrir henni hvernig sér liði. Hún var róleg, en ákveðin. „Elskan mín, þetta sýnir aðeins að ég hef rétt fyrir mér. Eg sagði þér að tala strax við konuna þína. Þetta gengur ekki lengur. Þú hlýturaðskilja það.” ,,Já, ástin mín. Eg geri eitthvað einsfljótt ogégget.” „Geröu það strax, elskan.” Þó að undarlegt megi virðast stóð eins á fyrir Mary Johnson og John Johnson. Hún hafði alls ekki ætlað sér að verða ástfangin. Satt að segja hélt hún aö hún væri ást- fangin af eiginmanni sínum. Skelfing hafði hún verið barnaleg þangaö til Kenneth kom inn einn morguninn og spurði hvort hún ætti brjóstmynd af Mozart. Auðvitað átti hún hana auk mynda af Bach, Beethoven, Victor Hugo, Balzac, Shakespeare, George Washington og Goethe í mis- munandi stæröum. Hann kynnti sig, en viöskipta- vinir gerðu þaö yfirleitt ekki, og hún sagði honum hvað hún héti og skildi svo aö hann var einhver þekktasti innanhússarkitektinn í borginni. „Ég myndi sko aldrei láta sjá mig með brjóstmynd af Mozart,” sagði hann, ,,en viðskiptavinurinn vill hana endilega. Er yöur sama þó aö ég líti á það sem til er?” Hún sýndi honum allt. Seinna reyndi hún að rifja upp hvenær þau heföu orðið ástfangin. Hann hafði verið þar allan morguninn og um hádegiö sýndi hann áhuga á kompunni sem í voru alls konar kommóður. Hann tók eina skúffuna úr og svo tók hann í hana. „Hvaö ertu að gera?” sagði hún. „Þaö gæti einhver komið inn.” „Láttu þá eiga sig,” sagði hann. Hún trúöi því ekki að þetta hafði gerst, en það kom samt fyr- ir. I staö þess að þjást og vera einmana þegar John sagöist verða að skreppa úr bænum og kyssti hana á kinnina í kveöjuskyni fór hún aö vona aö hann færi burt sem oftast. Kommóðukompan varö aðsetur Mary og Kenneths. Þau báru sófa þangað inn. Einu sinni barst rödd inn til þeirra. Þau höfðu veriö of upptekin til aö taka eftir því að einhverkom inn. „Gætirðu afgreitt mig, frú Johnson?” Mary stökk fram, strauk yfir háriö og vonaöi að varaliturinn væri ekki út um allt. Þetta var frú Bryan, mesta slúðurskjóða borgarinnar. Frú Bryan yrði fljót að segja öllum að Mary Johnson hagaði sér skammarlega í búðinni. John kæmistaöþví. Sem betur fer var frú Bryan annars hugar. Mary sagöi Kenneth seinna aö þau hefðu sloppiö vel. Kenneth lét sér ekki segjast. „Eg elska þig,” sagði hann. „Eg veit að þú elskar mig líka. Eg er orðinn hundleiður á þessu leyni- makki. Skiluröu það ekki? Við verðum að giftast. Segðu manninum þínum að þú viljir fá skilnað.” Kenneth var alltaf aö hamra á skilnaði eins og það væri ekkert mál — ekki erfiöara en að fá tíma hjá tannlækni. Hvernig gat hún skiliö við mann sem hafði verið ástríkur og góður og trúr í tuttugu ár? Hvernig gat hún svipt hann allri hamingju? Ef John gæti aðeins dáið. Hvers vegna fékk hann ekki hjartaslag? Þúsundir manna dóu daglega úr hjartaslagi. Hvers vegna gat elskan hann John ekki dáið úr hjartaslagi líka? Þá yrði allt svo einfalt. Jafnvel síminn hringdi reiðilega og Kenneth var öskureiður þegar Mary svaraði. „Þetta var hræðilegt í dag, Mary. Eg neita að fara í felur meö ást okkar lengur. Ég fel mig ekki bak við huröina meðan þú talar við viðskiptavinina. Viö verðum aögiftast strax.” „Já, elskan. Vertu nú rólegur.” „Ég hef verið rólegur og nú bíð ég ekki lengur.” Hún vissi aö honum var alvara. Lífið hefði engan tilgang lengur ef hún missti Kenneth. Slíkar til- finningar haföi hún aldrei boriö til Johns. En hvernig gat hún varpað John frá sér? Hann var á besta aldri. Hann gat lifaö áratugi enn. Öll tilvera hans snerist um hana. Þau áttu aðeins hjón að vinum. John yrði einmana ef hún færi frá honum. Vinir hans myndu bjóða honum í heimsókn og kenna í brjósti um hann. Allir myndu kalla hann aumingja John. Þaö hefði verið betra að hann dæi, segðu menn. Hann myndi vanrækja sjálfan sig, ekki boröa á réttum tíma og aldrei þurrka rykiö af húsgögnunum. Nei, svoleiðis gat hún ekki skilið viö hann. Hvers vegna haföi þessi heimska kona heimtað aö fá brjóstmynd af Mozart? Hvers vegna hafði Kenneth komið i búöina til hennar? Samt vildi hún engu breyta. Sekúndur með Kenneth voru á borö við öll árin með John. Það var aöeins eitt sem hún gat gert; aö losa sig sem fljótlegast og sársaukaminnst viö John. John hafði aldrei séö Mary fallegri en þegar hann kom heim úr ferðalaginu. Andartak fannst honum nóg að eyöa ævinni meö henni en svo minntist hann Lettice og vissi að hann varö aö gera þetta. Hann varð að myrða Mary á sem sársaukaminnstan hátt og það núna í kvöld. A meðan naut hann góða matarins sem Mary hafði eldað handa honum. Það var almenn kurteisi og hann var glor- hungraður. Hann vissi ekki hvernig hann átti að fara aó því að drepa Mary. Kannski gat hann fundið sér eitthvað til ef hann fengi hana með sér niöur í verslunina. Mary brosti til hans og rétti honumkaffibolla. „Ég hélt að þig langaði í kaffi, elskan.” „Þakka þér fyrir, ástin mín.” John saup á kaffinu og leit á Mary. Hún var eitthvaö skrýtin á svipinn. Þau höfðu verið svo ná- tengd að hún vissi kannski hvað hann var að hugsa. Svo brosti hún sínu fallega brosi. Þetta var allt í lagi. „Ég þarf aö líta inn í búðina,” sagði hún. „Fyrirgefðu elskan, en ég verð fljót.” Hún fór í burtu en hún var ekki fljót eins og hún hafði lofaö. John fékk sér einn eöa tvo sopa af kaffinu og fór svo að gá að henni. Hún heyrði hann ekki koma. Hún stóð í miðstofunni meö öll ljós í ljósakrónunum. Hún sneri baki við honum og umhverfis hana voru allar brjóstmyndirnar. Þaö var eins og hann hafði grunað. Hún haföi lesiö hugsanir hans. Axlir hennar skulfu. Hún grét. Hún vissi aö lífi þeirra saman var lokið. En þetta var of gott tækifæri til að sleppa því. Hún stóð þarna álút, beint fyrir neðan brjóstmynd af Victor Hugo eöa Benjamín Franklin eða guö má vita hverjum. John þurfti aðeins að koma ögn við brjóst- myndina til að höfuðkúpa Mary molaðist. Aðeins ögn. Hann ýtti. Svona einfalt var það. Aumingja ástin. Elsku Mary. En þetta var gert meö gæsku í huga og hann ætlaði aldrei að á- saka sig fyrir verknaðinn. Samt þótti honum undarlegt hvað þetta var auðvelt. Hann hefði gert þetta fyrir nokkrum vikum ef hann hefði vitað að það væri svona fljótlegt. John var hinn rólegasti. Hann leit ástúölega á Mary og fór upp í boröstofuna. Hann ætlaði aö drekka kaffiö sitt og hringja svo í lækninn. Læknirinn byöist sjálf- sagttilaðhringjaílögregluna því að þetta var slys. John þyrfti ekki að ljúga nema einu. Hann varð aö segja að Mary heföi sjálfsagt hreyft sig ógætilega svo að brjóst- myndin heföi dottiö niður. Kaffið var enn heitt. Hann drakk það. Hann minntist Lettice. Þaö var vissara aö hringja ekki straxíhana. Honum haföi aldrei liðiö betur. Þaö var sjálfsagt af ánægju yfir að hafa tekið rögg á sig. Hann var jafnvel orðinn syfjaður, syfjaðri en hann hafði nokkru sinni verið. Hann varð að leggja sig í sófann. Það lá meira á því en að hringja í lækninn. En hann komst ekki að sófanum. Hann lagði höfuðið á borðstofuboröið. Handleggirnir dingluðu með síðum. Vinir Mary og Johns efuðust ekki um hvernig í pottinn væri búið. Verslunin hafði verið full af hættulegum hlutum, sem hlaöið var hverjum ofan á annan, og þetta kvöld hafði Mary hrasað um eitthvaö og brjóstmyndin fallið á höfuð hennar. Svo hafði John fundiö hana og orðið miður sín af sorg. Hann skildi aö hann gat ekki lifað án Mary og í örvæntingu sinni leysti hann fullt af svefn- töflum upp í kaffinu sínu. Allir minntust þess hvernig Mary og John sögöu á tuttugu ára brúökaupsafmælinu að þau vildu deyja saman. Það var á viö vitrun að hugsa um Mary og John. Þau áttu eilífa ást í þessum óörugga heimi. Það var dásamlegt að þau skyldu bæði deyja sama kvöldið. Það sannaði eilífa ást þeirra. Það var það sem þau hefðu viljað. 18. tbl. Vtkan 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.